Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 14
14 Fréttir Helgarblað 6.–9. júní 2014 É g bara skil ekki þessa nei­ kvæðni í umræðunni. Við erum að reyna að vekja athygli á laxveiðinni. Boðið kemur náttúrlega frá veiði­ félagi Norðurár sem er stjórnað af eigendum árinnar sem eru bænd­ ur í Borgarfirði. Það er löng hefð fyrir því að fyrirmönnum hafi verið boðið í Norðurá, bæði konungborn­ um og öðrum, og alltaf þótt sómi. Við viljum breyta þessari ímynd laxveiðinnar þannig að mönnum finnist sjálfsagt og eðlilegt að bjóða mönnum í laxveiði,“ segir Einar Sig­ fússon, sölustjóri Norðurár, um boð veiðifélags árinnar til ráðherranna Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson­ ar og Bjarna Benediktssonar um að opna með formlegum hætti veiðina í ánni þetta sumarið. Þeir Bjarni og Sigmundur opnuðu ána á fimmtudagsmorgun en veiddu ekki lengi; voru hættir rétt fyrir klukkan átta eftir að hafa byrj­ að að veiða klukkan sjö. Bjarni náði einum laxi á land, öðrum laxi sum­ arsins en þann fyrsta veiddi bróðir Einars, Sigurður Sigfússon. Bjarni veiddi grálúsuga hrygnu, 78 senti­ metra, sem tók eina af klassískari flugum sem til er, Rauðan Francis. Sá árangur Bjarna verður að teljast góður í ljósi þess hversu stutt ráð­ herrarnir voru við veiðar – einungis í um fjörtíu mínútur. Flinkur Bjarni „Bjarni er flinkur veiðimaður,“ seg­ ir Einar. „Þetta er greinilega mik­ ið áhugasport hjá honum. Hann kastaði bara eins og fagmaður hér. Bjarni setti í fiskinn eitthvað 23 mín­ útur yfir sjö í morgun og var búinn að landa honum 20 mínútum síðar.“ Einar segir að Sigmundur hafi líka kastað ágætlega en að það hafi háð honum að hann var bara á göngu­ skóm en ekki á vöðlum eins og Bjarni. „Jú, Sigmundur tók nokkur köst hér af bakkanum. Það var gert af myndarskap en hann náði ekki að koma flugunni eins vel fyrir fiskinn því að hann var ekki í vöðlum. Þeir komu bara hérna í morgun, þáðu einn kaffibolla og svo bara út í á klukkan sjö þannig að þetta var bara skemmtilegt. Svo voru þeir farnir fyrir átta. Þannig að þetta var bara svona örstutt heimsókn,“ segir Ein­ ar. „Þeir höfðu víst aldrei hugsað sér að vera neitt lengur.“ Boðið í einn og hálfan dag Einar segir að veiðifélag Norður­ ár hafi ákveðið að gera þetta svona núna, opna ána með þessum hætti þetta árið, en að ekki hafi ver­ ið ákveðið með framhaldið. „Þetta voru bara vinir okkur og fjölskylda,“ segir Einar. Ráðherrunum var boðið í einn og hálfan dag, sem og í fæði og gistingu, en þeir nýttu sér það ekki heldur stöldruðu stutt við á bökkum Norðurár á fimmtudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar­ innar, Sigurður Már Jónsson, sagði á fimmtudag að litið væri á veiði­ ferðina sem opnunarathöfn en ekki sem boðsferð. Til samanburðar má nefna að borgarstjórinn í Reykjavík hefur á hverju ári opnað Elliðaárnar í Reykjavík. „Við erum að gera þetta bara af hreinum og jákvæðum hug og þetta hefði snúið eins að öllum sem hefðu verið í þessum embætt­ um,“ segir Einar. Ímyndarvandi eftir hrun Einari er tíðrætt um þann ímyndar­ vanda sem laxveiðin hafi glímt við frá hruninu árið 2008. „Við erum að reyna að vekja athygli á laxveiðinni og hefja hana til vegs og virðingar af því hún fékk á sig neikvæðan stimpil eftir hrunið 2008. Hún hef­ ur átt undir högg að sækja og okkur finnst þetta bara jákvætt. Þetta eru nú heldur ekki dýr veiðileyfi á þess­ um tíma,“ segir Einar og bætir við að veiðileyfið kosti um 38 þúsund krónur á dag á þessum tíma. Fyrir hrunið 2008 var algengt að bankar og önnur fjármálafyrirtæki biðu viðskiptavinum sínum og ýmsum öðrum í laxveiði á þessum árum. Einar segist vera hissa á neikvæðu umfjölluninni sem hófst um veiðar ráðherranna. „Ég átti svo sem von á þessu. Það eru alltaf sjálfskipaðir postular í landinu sem þykjast þurfa að hafa vit fyrir okkur. Það kom nátt­ úrlega strax komment frá ákveðnum aðilum, líkt og ég bjóst við. Hefði Jóhanna Sigurðardóttir verið for­ sætisráðherra þá hefði hún allt eins fengið boð um að koma.“ Tími „laxveiði- spillingartímans“? Með orðum sínum vísar Einar til þess að Jóhanna Sigurðardótt­ ir hafi gagnrýnt veiðiferð ráðherr­ anna þegar hún spurðist út í vik­ unni. Vísaði Jóhanna til þeirra tíma þegar einkafyrirtæki buðu stjórn­ málamönnum og öðrum til lax­ veiða á árunum fyrir hrunið 2008. „Get ur verið að laxveiðispill ing ar­ tím inn sé að renna upp aft ur? Hafa þess ir menn enga siðferðis kennd? Og ég spyr, hafa þeir numið úr gildi siðaregl ur fyr ir rík is stjórn Íslands sem sett var af rík is stjórn minni, þar sem svona sukk var bannað?“ Boðsferð eða ekki? Í siðareglum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti í mars 2011 kemur fram að ráðherr­ ar eigi ekki að þiggja boðsferðir frá einkaaðilum. „Ráðherra þiggur að jafnaði ekki boðsferðir af einkaað­ ilum nema opinberar embættis­ skyldur séu hluti af dagskrá ferðar­ innar.“ Líkt og áður segir þá hefur upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinn­ ar hins vegar stigið fram og sagt að veiðiferðin í Norðurá sé ekki boðs­ ferð heldur sé um að ræða opnun á laxveiðiá. Ef ráðherrarnir hefðu dvalið allan tímann við veiðar – 1,5 dag – og þegið fæði og gistingu má hins vegar frekar segja að um boðs­ ferð hefði verið að ræða. Kostnaður veiðifélags Norðurár af veiðum ráð­ herranna á fimmtudag var sannar­ lega ekki mikill þegar litið er til þess að heill dagur í ánni nú kostar nú um 38 þúsund á stöng en þeir Bjarni og Sigmundur Davíð veiddu aðeins í klukkutíma. Því má kannski segja að með því að staldra svo stutt við hafi ráðherrarnir breytt eðli veiði­ ferðarinnar. Þeim var boðið í boðs­ ferð í laxveiðiá en þeir gerðu úr henni opnun á laxveiðiá. Laxinn í skýrslunni Með orðum sínum um laxveiði­ spillingartímann vísaði Jóhanna væntanlega til þess tímabils í sögu þjóðarinnar á árunum fyrir hrun þar sem bankar buðu viðskiptavin­ um og stjórnmálamönnum í lax­ veiðiferðir. Slíkar boðsferðir tíðk­ uðust raunar líka fyrir þetta tímabil sem segja má að hafi hafist með Styrinn um kostaða laxveiði n Veiðiferð Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs hluti af áralangri umræðu um kostaðar laxveiðiferðir n Boðsferðir í laxveiði voru tengdar við óhóf, lúxus og jafnvel spillingu Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Get ur verið að laxveiðispill ing ar­ tím inn sé að renna upp aft ur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.