Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 15
Fréttir 15Helgarblað 6.–9. júní 2014 Styrinn um kostaða laxveiði n Veiðiferð Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs hluti af áralangri umræðu um kostaðar laxveiðiferðir n Boðsferðir í laxveiði voru tengdar við óhóf, lúxus og jafnvel spillingu einkavæðingu bankanna á árunum 2002 og 2003. Fjallað er talsvert um laxveiðiferðir í boði fjármálafyrir- tækja í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis en mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi þegið slík- ar ferðir á árunum fyrir hrunið. Meðal annars fóru borgarstjórnar- mennirnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Björn Ingi Hrafnsson sem og þáverandi heilbrigðisráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, Guðlaugur Þór Þórðarson, í boðsferð Baugs í Mið- fjarðará í ágúst 2007, skömmu áður en vinna hófst við ætlaðan sam- runa félagsins REI og Geysis Green Energy, sem var að miklu leyti í eigu FL Group sem Baugur átti stóran hlut í á þessum tíma. Þá er einnig í skýrslunni sagt frá laxveiðiferð Björns Inga í boði Glitnis í júlí 2007. „Björn Ingi Hrafnsson veiddi líka í boði Glitnis í Laxá í Leirársveit dag- ana 10.−11. júlí 2007, sem stjórnar- maður í Orkuveitunni.“ DV greindi frá svo frá því að Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefði far- ið í laxveiðiferð til Rússlands á veg- um Glitnis en hann hélt því fram að hann hefði verið í vinnu í ferðinni sem veislustjóri og að því hefði ekki verið um boðsferð að ræða. Nokkuð var því um slíkar veiðiferðir stjórn- málamanna á þessum árum. Mikið fyrir lítið Svo voru það boðsferðirnar sem bankarnir buðu viðskiptavinum sínum í en um þær er líka fjallað í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þar er haft eftir Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Lands- bankans, að í raun hafi boðsferð- ir hvers kyns skilað bönkunum mjög miklu fyrir lítið. Í skýrslunni er líka viðtal við fyrrverandi reglu- vörð Glitnis banka sem lýsti reynslu sinni af stemningunni í boðsferðum í laxveiði fyrir hrunið 2008. „Ég var einu sinni sjálfur í veiðihúsi fyrir nokkrum árum, þá var gjaldeyris- miðlari með viðskiptavin sem hafði boðið honum í Langá og það kost- aði mikinn pening og hann hafði græjað hann upp af því að hann átti ekki veiðidót og svona. Þetta eru mörg ár síð- an, þetta var miðlari sem var hjá Landsbankanum þá, og þeir voru þarna – ég vann þá hjá Fjármála- eftirlitinu – og hann náttúrlega alveg hikstaði bara þegar hann heyrði hvar ég vann og þeir voru búnir að vera á fylliríi og ralla saman þarna í þrjá daga og voða gaman hjá þeim. […] Hvern haldið þið að þessi gjald- eyrismiðlari hafi hringt fyrst í næst þegar hann fékk einhvern góð- an díl? Það bara segir sig sjálft.“ Í þessari tilvitnun kemur bersýni- lega fram hvernig bankarnir hugs- uðu slíkar boðsferðir enda sagði Sigurjón Árnason líka að með boðs- ferðunum hefðu bankarnir fengið mikið fyrir lítið. Munurinn á veiði- ferð Bjarna Benediktssonar og Sig- mundar Davíðs í Norðurá og slík- um ferðum er auðvitað sá að sá sem bauð ráðherrunum að veiða lax- inn var ekki stórfyrirtæki eða hags- munaaðili í atvinnulífinu heldur veiðifélag árinnar sjálfrar auk þess sem þeir stöldruðu stutt við. Fjárút- lát vegna ferðar þeirra voru því tak- mörkuð og einskorðast við veiðarn- ar í þessar fjörtíu mínútur. „Fólk var bara galið“ Regluvörður Glitnis lýsti upplifun sinni af veiðum í Langá með fyrr- greindum hætti en eftir hrunið þá steig Ingvi Hrafn Jónsson, leigu- taki Langár í Borgarfirði til margra ára, fram í viðtali við Veiðimann- inn árið 2009 þar sem hann tjáði sig um stemninguna í boðsferðunum í ána fyrir hrunið. Ingvi Hrafn sagði þá að starfsfólk Glitnis hefði hagað sér verst við ána. „Þetta var sumarið 2006 og 2007, aðallega 2007. Fólk var bara galið. Ruglið hjá Glitnisfólkinu skaraði einfaldlega fram úr öllu. Það sem einkenndi starfsfólkið í kring- um þetta var ómerkilegheit og lygar og annað í þeim dúr. Þetta var nokk- uð sem maður hefur ekki séð fyrr eða síðar. Í Glitnis boðsferðunum var tryllingurinn mestur. Þar fór allt úr böndunum.“ Það eru slíkar frá- sagnir af laxveiðiferðum sem Einar Sigfússonar vísar til þegar hann tal- ar um að bæta þurfi ímynd laxveiði- nnar á Íslandi. Eftir hrunið komu fjölmargar slíkar sögur fram, bæði boðsferðir sem stjórnmálamenn þáðu í lax af fyrirtækjum, og eins lýs- ingar eins og þær sem Ingvi Hrafn reifaði. Boðsferðir í laxveiði voru því tengdar við óhóf, lúxus og jafnvel spillingu þar sem hugmyndin um æ sér gjöf gjalda var ekki langt undan. Landsbankamálið Sé litið lengra aftur í tímann, til ár- anna fyrir síðustu aldamót, þá er ein þekktasta sagan sem tengist ko- stuðum laxveiðiferðum úr Lands- banka Íslands sem þá var ríkisbanki. Árið 1998 sögðu allir þrír bankastjór- ar Landsbankans, þeir Sverrir Her- mannsson, Björgvin Vilmundarson og Halldór Guðbjarnarson, af sér vegna umfjöllunar um risnukostnað og kaup þeirra á laxveiðileyfum fyr- ir hönd bankans. Meðal annars var um að ræða kaup Landsbanka Ís- lands á veiðileyfum í Vatnsdalsá, Víðidalsá og Hrútafjarðará fyrir bankastjórana. Í umfjöllun fjölmiðla á þeim tíma kom fram að kostnað- ur bankans á ári vegna veiðileyfa- kaupa í laxveiðiám fyrir bankastjór- ana hefði numið nokkur hundruð þúsund krónum. Sverrir Hermanns- son gekkst við sinni ábyrgð á þessum kostnaði í viðtali við Morgunblaðið 1998 en hinir tveir bankastjórarnir höfðu þá einnig sagt af sér. „Þar erum við bankastjórarnir ábyrgir, við þrír erum allir samábyrgir. Að vísu má geta þess, að endurskoðun og innra eftirlit hefur verið í miklum molum. Það sér maður fyrst nú.“ Umræðan um boðsferðir í laxveiði og ætlaða og meinta spillingu og aðstöðubrask sem þeim tengjast hefur því komið upp alloft á liðnum árum. Veiði- ferðar Sigmundar Davíðs og Bjarni Benediktssonar í Norðurá mun nú sjálfsagt ekki verða minnst lengi í ljósi þess að þeir þáðu ekki boð um veiði í 1,5 dag, fæði og gistingu held- ur opnuðu aðeins ána. Segja verður að þetta hafi verið klókt hjá þeim. Slíkar fréttir kalla hins vegar fram umræðu um „laxveiðispillingartím- ann“ eins og Jóhanna Sigurðardóttir orðaði það nú í vikunni en sú um- ræða kemur alltaf upp aftur og aftur hér á landi. n „Laxveiðispillingartíminn“ Jóhönnu Sigurðardóttur fannst laxveiðiferðin bera vott um siðferðisbrest og tengdi hana við „laxveiðispillingartímann“. Mynd RakeL Ósk siguRðaRdÓttiR „Bjarni er flinkur veiðimaður Bjarni fékk lax á Brotinu Bjarni Benediktsson veiddi lúsuga hryngu á veiðistaðnum Brotinu í Norðurá á fimmtudaginn. Þeir Sigmundur Davíð veiddu aðeins í rétt um 40 mínútur. Mynd svanhiLduR hÓLM vaLsdÓttiR stutt stopp Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð stoppuðu stutt við veiðar í Norðurá, einungis í um 40 mínútur. Bjarni náði hins vegar einum laxi á land á þeim tíma. Mynd ÞoRRi steig fram eftir hrun Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki Langár á Mýrum, steig fram eftir hrun og tjáði sig um boðsferðir Glitnis í ána. Mynd nína BjöRk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.