Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 22
22 Umræða „Johnny Depp hefði átt að fá Óskarinn fyrir hluverk sitt í Blow,“ segir Smári Sverrisson varðandi það að kókaínsmyglarinn George Jung, sem Johnny Depp lék í kvikmyndinni Blow, sé laus úr haldi. Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fokking ótrúlegt Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Ú t vil ek“ hljómar æ hærra í huga mínum þessa dagana. Sveitarstjórnarkosningarn- ar, sem ég kallaði fyrir stuttu síðan „lúxusvanda- mál“ vegna þess að kosningabar- áttan snerist um málefnalega og vinalega umræðu um áherslumál nokkurra fínna framboða, snerust 23. maí upp í farsa sem engan enda virðist ætla að taka. Farsa sem endaði með því að hatursfyllsti þjóðfélagshópur landsins varð að miðpunkti um- ræðunnar – kosningabaráttan og fjölmiðlaumfjöllunin fjallaði varla um annað, þrátt fyrir að kosn- ingarnar hefðu lítið sem ekkert með málstað þeirra að gera. Kjör- sókn varð sú langminnsta í lýð- veldissögunni og framboðið sem gaf téðum hópi undir fótinn bætti við sig ótrúlegu fylgi á fáeinum dögum. Hélt áfram Síðan hefur þetta bara haldið áfram. Forystumenn Framsóknar- flokksins brugðust við gagnrýni á málflutning oddvita flokksins í Reykjavík með því að úthúða gagn- rýnendum, kvarta yfir ómaklegu orðavali og undan þöggun – án þess að gefa sjálfir þumlung eftir í því að eitthvað gæti verið til í gagn- rýninni á málflutning flokksfélaga þeirra. Sannarlega án þess að taka skýra afstöðu gegn þeim málflutn- ingi (þó undantekningar séu að vísu á því). Ég held reyndar að það sé alveg rétt að viðbrögðin við þess- um málflutningi hafi að einhverju leyti einkennst af því að þeir sem hafa lengi séð Framsóknarflokkinn sem þjóðernis-popúlistaflokk tóku lítið dæmi um slíkt sem endanlega staðfestingu á því – og sumir hafa hlaupið upp til handa og fóta með stóryrtum stimplum og lýsingum á því, sem dæmið sjálft gaf ekki endi- lega tilefni til. Afhjúpar sig Sú hugmynd að vilja mismuna trúarhópum (hvort sem það er að mismuna þeim sem eru íslams- trúar eða öllum þeim sem kalla bænahús sín ekki „kirkjur“) er að sjálfsögðu alvarleg, framkvæmdin væri mannréttindabrot og sú rétt- læting sem sett var fram í því sam- hengi var ógeðfelld og hafði ekki neitt með skipulagsmál að gera. Hvernig oddvitinn byggir afstöðu sína til skipulagsmála í Reykjavík á „reynslu, en ekki fordómum“ frá Sádi-Arabíu og meintum fjölda kristinna kirkna þar er enda vand- séð, hvað þá að nauðungarhjóna- bönd í Svíþjóð hafi eitthvað með græn svæði í Sogamýri að gera. Með þessu tali var oddvitinn bæði að gefa undir fótinn og afhjúpa eig- in útlendingahræðslu og andúð á íslamstrú – tilfinningar sem frjáls- lynt samfélag þarf að standa gegn og eiga þaðan af síður erindi í kosningabaráttu til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki rasisti Á hinn bóginn held ég ekki að Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sé rasisti - ég sá hvað henni leið illa þegar hún var spurð út í þetta á fundum og í fjölmiðlum í síðustu viku, hvað hún tók það nærri sér þegar henni var gert að standa gegn trúfrelsi og múslimum, þegar hún var útmáluð þannig í Frétta- blaðinu og hvernig hún reyndi að draga í land án þess þó að missa það fylgi og athygli sem ummæl- in höfðu skapað henni. Þetta væri bara skipulagsmál og reyndar vildi hún bara almennt ekki úthluta lóðum til trúfélaga o.s.frv. Mér skilst meira að segja að hún hafi í einu tilviki alveg sagst vera til í að- skilnað ríkis og kirkju í því sam- hengi. Þess vegna hef ég ákveðna sam- úð með henni og með því að fram- sóknarfólki þyki of langt gengið í sumum tilfellum, þegar flokkur þeirra er stimplaður sem rasista- flokkur og þau með. Eftir stend- ur hins vegar að Sveinbjörg, Sig- mundur og fleiri tóku ekki skýra afstöðu gegn þeim hugmyndum sem hatursfulli hópurinn heldur á lofti – væntanlega til þess að missa ekki atkvæði þeirra – og hafa ekki enn gert. Þau gáfu þeim þvert á móti undir fótinn. Síðan hefur að- eins verið vísað almennt til grunn- stefnu flokksins og því haldið fram að Framsókn sé frjálslyndur flokk- ur, án þess að rökstuðningur fyrir þeirri fullyrðingu fylgi, hvað þá að hún sé sett í samhengi við þessa umræðu. Það er þeim til skammar. Ógeðfelldur Umræddur haturshópur er með því ógeðfelldara sem ég hef séð á Íslandi lengi, ég hef áhyggjur af því og ég trúi því að góðir fram- sóknarmenn á borð við Jóhannes Þór vin minn séu sama sinnis. Þeir þurfa hins vegar að taka af allan vafa um það áður en það verður of seint; afneita alfarið hugmyndum þessa hóps og viðurkenna að það var rangt og ljótt að gera andúð á byggingu mosku að kosningamáli til að tryggja sér atkvæði þessa hóps. Að þeir vilji ekkert með þess- ar hugmyndir og þessi atkvæði hafa, að þeir taki skýra afstöðu með rétti múslima til byggingar mosku og mikilvægi mannréttinda og virðingar þeirra – vegna þess að það séu grunngildi þeirra og flokksins. Að það hafi verið mis- tök að höfða til þeirra með þess- um hætti og kynda þannig undir andúð á minnihlutahópum í sam- félaginu. Aðeins þannig öðlast full- yrðingar þeirra um frjálslynda hugmyndafræði Framsóknar vott af trúverðugleika, þannig nýta þeir þær aðstæður sem skapast hafa til að taka loksins skýra afstöðu í þá veru og þannig má vonandi koma í veg fyrir að þessar ógeðslegu hugmyndir nái fótfestu í íslensku flokkakerfi og taki yfir pólitíska umræðu, eins og þær hafa gert víða í Evrópu. Ég vil a.m.k. miklu frekar sjá það heldur en þau stjórnmál sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur. Þannig getum við kannski yfirveg- að umræðuna og komið í veg fyrir að elsti flokkur landsins einangrist endanlega og festi sig í sessi sem þess lags flokkur, sem ekkert okkar vill sjá á Íslandi. n „Skömm Framsóknar“ „Með þessu tali var oddvitinn bæði að gefa undir fótinn og af- hjúpa eigin útlendinga- hræðslu og andúð á íslamstrú. Viktor Orri Valgarðsson skrifar Af blogginu 25 17 15 24 „Ég hef bara eina auðmjúka kröfu, að allir þeir sem vilja fá að predika ótta og fordóma í mátti trúar og vegna hennar, vinsamlegast sækið kirkju 6 sinnum á ári áður en þið farið að nota kristna trú sem skjöld fyrir fordóma ykkar,“ segir Helga Lára Pálsdóttir í athugasemd um frétt þess efnis að Íris Lind Verudóttir, söngkona og frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, hefði birt Facebook-færslu þar sem illa var talað um múslima. „Frábært að fá kindurnar til að snyrta kirkjugarðinn – Það er góð lausn við umhirðu garðsins að fá skepnur til að bíta grasið og að ég held í þessu tilfelli kindunum til hinnar mestu ánægju. Fyrir hverjum ætti þetta að vera virðingarleysi að kindurnar vinni verkið? Berum við ekki virðingu fyrir öllum skepnum jarðar?“ segir Bryndís Valbjarnardóttir í athugasemd um frétt sem fjallar um að kindum sé hleypt inn í kirkjugarðinn á Flateyri. „Hann virðist hæðast að siðareglum, það þætti ekki fyndið hjá alvöru þjóðum.“ Þetta segir Benedikt Björnsson í athugasemd við frétt þar sem sagt er frá flugu sem Bjarni Benediktsson hnýtti sem svar við gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur á laxveiðiboð. Minntist Jóhanna þar á siðareglur ríkisstjórnarinnar. Könnun Hefur þú prófað BDSM-kynlíf? n Já n Nei n Gef ekki upp 176 ATKVÆÐI 61,4% 33% 5,7%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.