Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 22
22 Umræða „Johnny Depp hefði átt að fá Óskarinn fyrir hluverk sitt í Blow,“ segir Smári Sverrisson varðandi það að kókaínsmyglarinn George Jung, sem Johnny Depp lék í kvikmyndinni Blow, sé laus úr haldi. Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fokking ótrúlegt Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Ú t vil ek“ hljómar æ hærra í huga mínum þessa dagana. Sveitarstjórnarkosningarn- ar, sem ég kallaði fyrir stuttu síðan „lúxusvanda- mál“ vegna þess að kosningabar- áttan snerist um málefnalega og vinalega umræðu um áherslumál nokkurra fínna framboða, snerust 23. maí upp í farsa sem engan enda virðist ætla að taka. Farsa sem endaði með því að hatursfyllsti þjóðfélagshópur landsins varð að miðpunkti um- ræðunnar – kosningabaráttan og fjölmiðlaumfjöllunin fjallaði varla um annað, þrátt fyrir að kosn- ingarnar hefðu lítið sem ekkert með málstað þeirra að gera. Kjör- sókn varð sú langminnsta í lýð- veldissögunni og framboðið sem gaf téðum hópi undir fótinn bætti við sig ótrúlegu fylgi á fáeinum dögum. Hélt áfram Síðan hefur þetta bara haldið áfram. Forystumenn Framsóknar- flokksins brugðust við gagnrýni á málflutning oddvita flokksins í Reykjavík með því að úthúða gagn- rýnendum, kvarta yfir ómaklegu orðavali og undan þöggun – án þess að gefa sjálfir þumlung eftir í því að eitthvað gæti verið til í gagn- rýninni á málflutning flokksfélaga þeirra. Sannarlega án þess að taka skýra afstöðu gegn þeim málflutn- ingi (þó undantekningar séu að vísu á því). Ég held reyndar að það sé alveg rétt að viðbrögðin við þess- um málflutningi hafi að einhverju leyti einkennst af því að þeir sem hafa lengi séð Framsóknarflokkinn sem þjóðernis-popúlistaflokk tóku lítið dæmi um slíkt sem endanlega staðfestingu á því – og sumir hafa hlaupið upp til handa og fóta með stóryrtum stimplum og lýsingum á því, sem dæmið sjálft gaf ekki endi- lega tilefni til. Afhjúpar sig Sú hugmynd að vilja mismuna trúarhópum (hvort sem það er að mismuna þeim sem eru íslams- trúar eða öllum þeim sem kalla bænahús sín ekki „kirkjur“) er að sjálfsögðu alvarleg, framkvæmdin væri mannréttindabrot og sú rétt- læting sem sett var fram í því sam- hengi var ógeðfelld og hafði ekki neitt með skipulagsmál að gera. Hvernig oddvitinn byggir afstöðu sína til skipulagsmála í Reykjavík á „reynslu, en ekki fordómum“ frá Sádi-Arabíu og meintum fjölda kristinna kirkna þar er enda vand- séð, hvað þá að nauðungarhjóna- bönd í Svíþjóð hafi eitthvað með græn svæði í Sogamýri að gera. Með þessu tali var oddvitinn bæði að gefa undir fótinn og afhjúpa eig- in útlendingahræðslu og andúð á íslamstrú – tilfinningar sem frjáls- lynt samfélag þarf að standa gegn og eiga þaðan af síður erindi í kosningabaráttu til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki rasisti Á hinn bóginn held ég ekki að Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sé rasisti - ég sá hvað henni leið illa þegar hún var spurð út í þetta á fundum og í fjölmiðlum í síðustu viku, hvað hún tók það nærri sér þegar henni var gert að standa gegn trúfrelsi og múslimum, þegar hún var útmáluð þannig í Frétta- blaðinu og hvernig hún reyndi að draga í land án þess þó að missa það fylgi og athygli sem ummæl- in höfðu skapað henni. Þetta væri bara skipulagsmál og reyndar vildi hún bara almennt ekki úthluta lóðum til trúfélaga o.s.frv. Mér skilst meira að segja að hún hafi í einu tilviki alveg sagst vera til í að- skilnað ríkis og kirkju í því sam- hengi. Þess vegna hef ég ákveðna sam- úð með henni og með því að fram- sóknarfólki þyki of langt gengið í sumum tilfellum, þegar flokkur þeirra er stimplaður sem rasista- flokkur og þau með. Eftir stend- ur hins vegar að Sveinbjörg, Sig- mundur og fleiri tóku ekki skýra afstöðu gegn þeim hugmyndum sem hatursfulli hópurinn heldur á lofti – væntanlega til þess að missa ekki atkvæði þeirra – og hafa ekki enn gert. Þau gáfu þeim þvert á móti undir fótinn. Síðan hefur að- eins verið vísað almennt til grunn- stefnu flokksins og því haldið fram að Framsókn sé frjálslyndur flokk- ur, án þess að rökstuðningur fyrir þeirri fullyrðingu fylgi, hvað þá að hún sé sett í samhengi við þessa umræðu. Það er þeim til skammar. Ógeðfelldur Umræddur haturshópur er með því ógeðfelldara sem ég hef séð á Íslandi lengi, ég hef áhyggjur af því og ég trúi því að góðir fram- sóknarmenn á borð við Jóhannes Þór vin minn séu sama sinnis. Þeir þurfa hins vegar að taka af allan vafa um það áður en það verður of seint; afneita alfarið hugmyndum þessa hóps og viðurkenna að það var rangt og ljótt að gera andúð á byggingu mosku að kosningamáli til að tryggja sér atkvæði þessa hóps. Að þeir vilji ekkert með þess- ar hugmyndir og þessi atkvæði hafa, að þeir taki skýra afstöðu með rétti múslima til byggingar mosku og mikilvægi mannréttinda og virðingar þeirra – vegna þess að það séu grunngildi þeirra og flokksins. Að það hafi verið mis- tök að höfða til þeirra með þess- um hætti og kynda þannig undir andúð á minnihlutahópum í sam- félaginu. Aðeins þannig öðlast full- yrðingar þeirra um frjálslynda hugmyndafræði Framsóknar vott af trúverðugleika, þannig nýta þeir þær aðstæður sem skapast hafa til að taka loksins skýra afstöðu í þá veru og þannig má vonandi koma í veg fyrir að þessar ógeðslegu hugmyndir nái fótfestu í íslensku flokkakerfi og taki yfir pólitíska umræðu, eins og þær hafa gert víða í Evrópu. Ég vil a.m.k. miklu frekar sjá það heldur en þau stjórnmál sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur. Þannig getum við kannski yfirveg- að umræðuna og komið í veg fyrir að elsti flokkur landsins einangrist endanlega og festi sig í sessi sem þess lags flokkur, sem ekkert okkar vill sjá á Íslandi. n „Skömm Framsóknar“ „Með þessu tali var oddvitinn bæði að gefa undir fótinn og af- hjúpa eigin útlendinga- hræðslu og andúð á íslamstrú. Viktor Orri Valgarðsson skrifar Af blogginu 25 17 15 24 „Ég hef bara eina auðmjúka kröfu, að allir þeir sem vilja fá að predika ótta og fordóma í mátti trúar og vegna hennar, vinsamlegast sækið kirkju 6 sinnum á ári áður en þið farið að nota kristna trú sem skjöld fyrir fordóma ykkar,“ segir Helga Lára Pálsdóttir í athugasemd um frétt þess efnis að Íris Lind Verudóttir, söngkona og frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, hefði birt Facebook-færslu þar sem illa var talað um múslima. „Frábært að fá kindurnar til að snyrta kirkjugarðinn – Það er góð lausn við umhirðu garðsins að fá skepnur til að bíta grasið og að ég held í þessu tilfelli kindunum til hinnar mestu ánægju. Fyrir hverjum ætti þetta að vera virðingarleysi að kindurnar vinni verkið? Berum við ekki virðingu fyrir öllum skepnum jarðar?“ segir Bryndís Valbjarnardóttir í athugasemd um frétt sem fjallar um að kindum sé hleypt inn í kirkjugarðinn á Flateyri. „Hann virðist hæðast að siðareglum, það þætti ekki fyndið hjá alvöru þjóðum.“ Þetta segir Benedikt Björnsson í athugasemd við frétt þar sem sagt er frá flugu sem Bjarni Benediktsson hnýtti sem svar við gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur á laxveiðiboð. Minntist Jóhanna þar á siðareglur ríkisstjórnarinnar. Könnun Hefur þú prófað BDSM-kynlíf? n Já n Nei n Gef ekki upp 176 ATKVÆÐI 61,4% 33% 5,7%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.