Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 30
Helgarblað 6.–9. júní 201430 Fólk Viðtal „Þarna fannst mér ég læra svo mik­ ið. Seinna lenti ég í miklum rökræð­ um við danska skólafélaga mína. Þá vorum við að fara á McDonald's og ég gaukaði smá peningi að manni sem var að betla fyrir utan. Þeim fannst að ég ætti ekki að gera það því þá væri ég að koma í veg fyrir að hann sæi um sig sjálfur. Bentu til að mynda á að á þessum hamborgarastað væri ver­ ið að óska eftir starfskröftum. Því var ég ekki sammála og reyndi að útskýra fyrir þeim þessa afstöðu mína og á hverju ég byggði hana. Ef ég á eitthvað umfram þá er ég í aðstöðu til að gefa með mér og það er gott.“ Hann viðurkennir að vissulega sé þetta kannski að vissu leyti á skjön við hugmyndafræði hægri manna. Hver og einn eigi að skapa sér sín tækifæri sjálfur. „Þannig að þegar við ræðum það að fólk eigi að standa sig og hver og einn sé sjálfum sér næstur og öll þessi hægri hugmyndafræði sem ég trúi á þá verð ég líka að hafa þetta hugfast. Og ég finn það alveg að í minni hægri­ mennsku að það umhverfi sem ég kem úr, að alast upp á heimili þar sem er bara svona kannski „lower middle,“ með félagslega menntun, það hleyp­ ir manni bara ákveðið langt til hægri. Ég hef trú á þessu félagslega neti og þessari samfélagslegu hjálp. En að því sögðu þá finnst mér líka að fólk eigi að standa sig, það á að uppskera eins og það sáir. Við berum meiri ábyrgð sem einstaklingar en sem skattgreiðendur. Við eigum að hugsa um samborgara sjálf en ekki ætlast til að hið opinbera gerði það. Við eigum að fara vel með opinbert fé og ekki ala fólk inn á slíkt,“ segir hann. Hefur mikinn áhuga á fólki Elliði segir vináttu sína við heimilis­ lausa manninn líklega hafa komið til vegna þess gríðarlega áhuga sem hann hefur á fólki. Hann hafi einstak­ lega gaman að því að kynnast alls kon­ ar fólki. „Ég hef ofboðslegan áhuga á fólki. Mér finnst fólk alltaf svo áhuga­ vert og spennandi. Mér finnst svo gaman að hugsa til þess að við erum niðurstaða 60 þúsund ára þróunar,“ segir Elliði sposkur. „Ég pæli mikið í manneskjunni og mér finnst fólk bara svo skemmtilegt. Mér finnst gaman að kynnast ólíkum tegundum af fólki. Mér finnst líka gaman að sjá hvað heimurinn er alltaf að verða betri og betri staður til að búa á – fólk segir að hann sé að verða verri en ég er ósam­ mála því. Börnin mín eru svo langtum fremri en ég í alla staði, læknavísindin, tækniframþróunin og allt þetta. Allt hefur sínar skuggahliðar en heimur­ inn hefur aldrei verið betri staður til að búa á en akkúrat núna,“ segir hann og fær sér sopa af kaffinu sem líklega er orðið nokkuð volgt núna. Væri til í að snúa til baka í kennsluna Eftir námið í Danmörku fluttu þau Bertha aftur heim til Íslands. Gamli heimabærinn togaði í Elliða og þau ákváðu að flytjast þangað. Þau réðu sig bæði til starfa sem kennarar við Fjölbrautaskóla Vestmannaeyja og kenndu þar í nokkur ár eða allt þar til Elliði varð bæjarstjóri og Bertha hætti nokkrum árum seinna þegar hún opnaði tískuvöruverslun. „Okkur fannst báðum alveg ofboðslega gam­ an að kenna og við værum alveg til í að snúa aftur í kennsluna einhvern tím­ ann, það er næstskemmtilegasta starf á eftir því að vera bæjarstjóri í Vest­ mannaeyjum,“ segir hann kíminn. Reynir að stjórna eigin draumum Framan af hafði Elliði engan áhuga á stjórnmálum og hafði aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi. Upp úr þrítugu fór hann þó að skipta sér af stjórnmál­ um en þá vegna eigin áhuga á sam­ félaginu. Hann var kosinn formaður Ungra sjálfstæðismanna í Vestmanna­ eyjum og var í 4. sæti á lista sjálfstæðis­ manna. Hann komst inn sem vara­ bæjarfulltrúi og sat í minnihluta. Á næsta kjörtímabili leiddi hann listann og náðu þau þá meirihluta sem hefur haldist undanfarin átta ár. Hann segir það hafa komið sér vel að koma inn í stjórnmálin á þennan hátt. „Þegar ég bjó erlendis þá fékk ég mikinn áhuga á samfélagi. Áhugi minn á pólitík kemur út frá samfélagsáhuga mínum. Ég er rosalega mikið „control freak“, alveg gríðarlega mikið – svo mikið að ég reyni að stjórna draumum mínum,“ segir hann hlæjandi. „Þegar ég fer að sofa þá geri ég tilraun; ég ímynda mér að ég hoppi upp og ef ég get stoppað þar þá veit ég að ég er sofnaður, þetta tekst mjög sjaldan,“ segir hann hlæj­ andi aðspurður hvernig hann fari að því. Áhugi hans á stjórnmálum kvikn­ aði sem sagt út frá samfélagslegum áhuga hans og hann telur nauðsyn­ legt að fólk taki þátt í að móta eigið samfélag. „Það er hollt og gott að taka þátt í mótun samfélagsins, ef maður tekur ekki þátt þá er erfiðara að gagn­ rýna.“ Tók við erfiðum rekstri Á þeim árum sem liðin eru síðan Elliði tók við stjórn bæjarfélagsins hefur margt gerst. „Samfélagið hefur breyst mikið á þessum tíma. Ef mað­ ur á að stjórna vel settu sveitarfélagi þá er betra að hafa kynnst því hvernig er að vera með þungt og erfitt sveitar­ félag. Hér hafði íbúum fækkað um 20 prósent og það var stöðug íbúafækk­ un, 50–200 á ári. Bæjarfélagið stóð líka illa fjárhagslega. Mitt fyrsta verk sem bæjarstjóri var að skrifa undir lán til þess að við gætum greitt út laun, við áttum ekki til hnífs og skeiðar og ekk­ ert hægt að framkvæma. Tekjur dugðu ekki fyrir rekstri hvað þá framkvæmd­ um. Þetta var ofboðslega þungur róð­ ur. Í dag erum við eitt af best settu sveitarfélögum á landinu. Erum nán­ ast að verða skuldlaus. Íbúum fjölgar núna ár eftir á og hefur gert frá 2007,“ segir hann. En hvernig fór hann að þessu? „Ég gerði það ekki. Það er oft freistandi að halda því fram í hrokanum en bæði ég og aðrir vita að þetta er ekki verk eins manns, því fer fjarri. Í stjórnmálum tölum við alltof mikið um persónur og leikendur. Það er ekki rétt að gera það, í félagssálfræði er það til sem er kallað eignunarkenningin; og stóra eignunarvillan er að gera persónur að svo stórum og miklum áhrifavöld­ um. Það er rangt en að því sögðu þá skiptir sannarlega máli hverjir stjórna; hvernig hugmyndafræði við höfum og það skiptir máli að fara vel með fjár­ mál. Það höfum við reynt að gera og ég trúi því að bæjarbúum líki það.“ Átakamaður í eðli sínu Í stjórnartíð sinni hefur Elliði líka ver­ ið óhræddur við að taka stóra slagi. Einn þeirra var þegar var þegar bær­ inn fór í mál við eignarhaldsfélag Magnúsar Kristinssonar vegna sölu á útgerðinni Bergi­Hugin til Síldar­ vinnslunnar í Neskaupstað. Héraðs­ dómur ógilti söluna í byrjun maí og telur bæinn eiga forkaupsrétt. „Við höfum verið mjög óhrædd við það að taka stóra slagi, kannski minnug þess sem ég sagði áðan að frelsi er ekki til neins ef við höfum ekki frelsi til þess að gera mistök. Þannig að við höfum alveg óhrædd mætt í alla slagi og líka spilar það inn í hvernig við erum og hvernig ég er. Ég er átakamaður í eðli mínu. Mér líður vel í átökum. Þannig var handboltinn fyrir mér, hann var átök og ég mætti þannig til leiks, þannig var ég sem barn og þannig er ég ennþá. Ég er svo langt því frá að vera átakafælinn og stundum of ákaf­ ur í átök. Þegar að átökin eru sem mest og maður er farinn að upplifa að maður sé að eignast óvini þá fer mér að þykja alveg ofboðslega vænt um óvini mína því að góður óvinur er svo verðmætur. Það er gott að eiga góða vini; góður vinur gerir margt fyrir þig, hann vekur hjá þér öryggiskennd, þú slakar á og situr við eldinn og sef­ ur lengur og verður værukær. Góður óvinur gerir akkúrat það gagnstæða. Hann hvetur þig til dáða, eykur þér ár­ vekni, þú sefur minna og berst meira þannig þér verður meira úr verki. Mér þykir ofboðslega vænt um að eignast öfluga óvini, þetta er neikvætt orð en það er kannski nær að kalla þetta öfl­ uga andstæðinga. Það er gott og hollt að eiga öfluga andstæðinga,“ seg­ ir hann og viðurkennir óhræddur að hann eigi sér alls kyns andstæðinga og hann kunni því vel. Verður á að stíga á tær Hann segir það líka hafa veitt sér með­ byr í stjórnmálum að vera óhræddur við að raska ró einhverra. „Ég á gríðar­ lega marga og góða andstæðinga. Ég geng þannig fram og hef alla tíð gert að mér verður á að stíga á tær. Þegar ég byrjaði í stjórnmálum, þegar ég byrjaði að leiða þetta samfélag í Vestmannaeyjum þá átti ég ekkert tengslanet. Ég vissi aldrei hver neinn var og varla hvað þingmennirnir hétu. Ég hélt að þetta yrði mér fjötur um fót en til baka litið var þetta bara rosa­ lega gott. Ég vissi aldrei hver hefði lent upp á kant við hvern í einhverri ung­ liðahreyfingu eða hvernig einhverjar kosningar í stúdentapólitíkinni fyrir 20 árum fóru. Það skipti mig nákvæm­ lega engu og ég vissi aldrei fyrir hverj­ um maður átti að beygja sig og bugta og fyrir hverjum ekki. Ég þurfti aldrei að taka þátt í einhverju þannig rugli. Þetta var utan míns skilnings og er að sumu leyti enn. Þegar upp var staðið þá hjálpaði það mér,“ segir hann. Komst í tengslanet Geirs Elliði segist þó hafa notið góðs stuðn­ ings sinna flokksmanna og getað gengið að þeirra tengslaneti vísu. „Ég eignaðist snemma mjög góða vini sem veittu mér aðgang að sínu tengslaneti; nefni í því samhengi t.d. Geir H. Haarde sem reyndist mér al­ veg ofboðslega vel þegar hann var formaður. Eftir fyrstu kosningarnar þegar ég var oddviti þá fór ég bara til formannsins og ég sagði honum að við værum með hreinan meirihluta og þetta væri samfélag sem yrði pláss­ frekt í umræðunni, ég hefði ekk­ ert tengslanet og yrði að geta geng­ ið að hans tengslaneti sem vísu. Það hefur aldrei klikkað til dagsins í dag ef ég þarf að komast í tengsl við eitt­ hvert fólk hvort sem það er í erlendum stjórnmálum eða innlendum þá er það eitt símtal í Geir og hann hjálpar mér. Það ég er honum þakklátur fyrir og kann vel að meta.“ Bjarni „fokking“ flottur Hann segist einnig eiga í góðum samskiptum við núverandi formann flokksins, Bjarna Benediktsson. Skila­ boð á kosninganótt frá formanninum komust í fréttirnar þegar Elliði las þau upp í beinni útsendingu. „Fokking ótrúlegt og þú mátt hafa það eftir mér. Bið að heilsa í höfuðvígi Sjálfstæðis­ manna í Vestmannaeyjum,“ stóð í skilaboðunum. „Samband okkar Bjarna er mjög gott og ég kann vel að meta hann. Ég hef notið þeirra forréttinda að kynn­ ast honum sem persónu ekki bara sem stjórnmálamanni. Mér hefur stundum fundist hann vanta að sýna svona þessa persónulegu hlið, þenn­ an mann sem finnst gaman að segja manni frá hundinum sínum og börn­ unum sínum. Þennan eldhuga sem á sér svo skýr markmið og hreina hug­ myndafræði. Þetta er svo ofboðs­ lega vandaður og góður maður, hann Bjarni. Hann á að láta það eftir sér að vera þannig. Það brennur svo mikill eldur í honum sem honum kannski tekst ekki nógu vel að koma til skila, mér fannst þetta sms sem hann sendi mér á kosninganótt – það er Bjarni Ben og þannig á hann að vera. Þetta er öflugur maður sem brennur eldur í og ég hef mikla trú á honum. Hann er „fokking“ flottur,“ segir Elliði hlæj­ andi. Stjórnmálamenn eins og tyggjó Elliði segist ekki hafa búist við svo miklum yfirburðasigri í kosningunum síðustu helgi. „Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Ég vissi að okkur var að ganga vel, ég vissi að við vorum að fara verja meirihlutann. Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum voru búnir að vinna gríðarlega hart í aðdraganda kosninga og mér leið fyrst og fremst vel að sjá fé­ laga mína upplifa sig sem sigurvegara sem þeir sannarlega voru. Það er svo gott og það er svo mikilvægt,“ segir hann. Elliði segist ekki óttast að honum verði skipt út á næstunni. Reyndar segir að honum sé alveg sama og von­ ast til þess að festast aldrei í því að verða háður starfi sínu. „Það er svo auðvelt að vera óhræddur þegar mað­ ur upplifir sig óhræddan við það sem þarf að gera. Ég varð ekki til þegar ég byrjaði í stjórnmálum. Ég var búinn að vera til lengi áður en ég byrjaði í stjórnmálum þó að fólk hafi kannski fyrst þá vitað ég væri til þá var ég bú­ inn að vera til lengi. Ég verð líka áfram til þegar ég hætti í stjórnmálum. Og komandi úr íþróttunum þá skil ég leikreglurnar í pólitík og virði þær. Ég hef gaman af því að tefla og tefli mikið og það er ekkert langt á milli skáklistarinnar og þeirra reglu að vera í stjórnmálum. Grunnreglan er kannski ekki jafn háfleyg og skák­ in. Grunnreglan í stjórnmálum er að stjórnmálamenn eru eins og tyggjó. Stjórnmálamenn eru ekki nautasteik, þú getur borðað nautasteik og þú manst lengi eftir henni. Stjórnmála­ menn eru eins tyggjó, þeir eru tuggðir meðan það er bragð af tyggjóinu, svo hendir fólk tyggjóinu og það hugsar ekkert meira um það. Það þýðir ekk­ ert fyrir mig sem stjórnmálamann að taka því persónulega þegar að því kemur að mitt bragð verður búið. Þá fer ég bara að gera eitthvað annað. Þetta eru grunnreglurnar, að það má enginn í stjórnmálum líta á það sem eitthvað persónulega höfnun eða sitt persónulega tap þegar fylgið verð­ ur lítið. Það er ekki þannig heldur er bragðið kannski bara aðeins að dofna. Þá er fólki bara skipt út,“ segir hann ákveðinn. Lífið er hlaðborð „Það er hættulegt þegar fólk verður háð sínum pólitísku stöðum. Það sem gerist þá er að það fer að hugsa hvað vill fólk heyra, hvað það sé sem fólk vilji að það geri og þá hættir fólk að vera trútt sjálfu sér. Þá hættir fólk að þora að taka slaginn og hættir að hafa frelsið til að gera mistök. Og það hlýt­ ur að vera hroðaleg staða fyrir stjórn­ málamann að lenda í þegar þetta fer að verða vinnan þeirra. Ég verð rosa­ lega hissa ef ég á einhvern tímann eftir að lenda í þeirri stöðu að upplifa mig háðan þessu. Ég vinn mér ekki auðveldara verk en að hætta í pólitík og fara gera eitthvað allt annað. Mér fannst t.d. alveg ofboðslega gaman að kenna og ég get alveg hugsað mér að fara starfa í sálfræði. Ég myndi líka vera í námi alla ævi ef einhver myndi borga mér fyrir það. Ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér og kvíði engu. Lífið er svo mikið hlaðborð – maður er aldrei háður því að borða einn rétt,“ segir hann. n Áhugasamur um fólk Elliði segist hafa ótrúlega mikinn áhuga á fólki. Þegar hann var við nám í Danmörku voru nágrannar hans vændis­ konur og heimilislaust fólk og segist hann hafa lært mikið af því. Mynd SiGTRyGGuR ARi „Ég hef alltaf lifað mjög áhyggjulausu lífi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.