Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 37
Lífsstíll 37Helgarblað 6.–9. júní 2014 17 daga kúrinn M egrunarbransinn er risa atvinnugrein enda er til aragrúi af alls kyns fræð- um, bókum og fæðu- bótarefnum sem lofa skyndilausnum. Staðreyndin er hins vegar sú að leiðin að heil- brigðari líkama þarfnast vinnu og aga. Skyndilausnir springa fljótt í andlitið á okkur auk þess sem margir kúrar eru hreint og beint hættulegir. Ágæti 17 daga kúrsins hefur ekki verið vísindalega sannað en höf- undur hans, Michael Rafael Mor- eno, staðhæfir að hann sé hættu- laus. Hér er stutt úttekt en hægt er að lesa meira um 17 daga kúrinn á vefsíðunni webmd.com. Mundu bara að tala við heimilislækni áður en öfgafullar breytingar á lífsstíl eru framkvæmdar. Fjögur tímabil 17 daga kúrinn er byggður á bók Michaels Rafaels Moreno The 17 Day Diet: A Doctor's Plan Designed for Rapid Results sem kom út árið 2011. Kúrinn skiptist í fjóra 17 daga hringi sem verða til þess að rugla líkamann í ríminu svo hann ríg- haldi ekki í allar kalóríur. Fyrsta tímabilið,Stigið á bens- ínið (e. Accelerate), snýst um að lækka kalóríuinntöku niður í 1.200 á dag, minnka sykurát og einbeita sér að betri meltingu. „Á þessum tíma léttistu mest – þótt mest af þyngdartapinu sé vatn,“ segir Mor- eno. 17 dögum síðar er komið að næsta skeiði átaksins sem nefnist Gangsetning (e. Activate). Á þessu tímabili áttu að skiptast á að halda áfram með 1.200 kalóríur á dag og borða kalóríuríkari mat til þess að endurbyggja efnaskiptin. Sam- kvæmt Moreno er algengt að missa 2–3 kíló á öðrum hring. Þriðji hringurinn, Framkvæmd (e. Achieve), hefst 17 dögum síðar. „Á þessu tímabili skaltu einbeita þér að heilbrigðum matarvenjum til að missa 1 kíló í viðbót,“ útskýr- ir Moreno. Fjórði og síðasti hringurinn, Slá í gegn (e. Arrive), er viðvarandi. „Þú viðheldur þyngd þinni með því að borða hollan mat á virkum dögum en leyfa þér meira um helgar.“ Hreyfing og sukk um helgar Líklega virkar kúrinn, allavega ef þú heldur þig við planið og hreyf- ir þig jafn mikið og kúrinn ætlast til af þér. Þótt þú megir fá þér eitt- hvað óhollt um helgar máttu samt ekki missa þig í kökunum. Engin rannsókn hefur þó staðfest að kúr- inn virki. Hreyfing er aðalatriðið í 17 daga átakinu. Í fyrsta og öðrum hringn- um áttu að ganga í 17 mínútur á dag. Á þriðja skeiðinu áttu að hreyfa þig hraustlega í 40–60 mínútur flesta daga vikunnar. Á síðasta tímabilinu skaltu hreyfa þig í klukkutíma um helgar en halda áfram að hreyfa þig á virkum dögum. Moreno segir kúrinn hættu- lausan en ítrekar að allir sem ætla að gjörbreyta lífsstíl sínum ættu að ráðfæra sig við lækni. n 1. hringur Morgunmatur n Tvær hrærðar eggjahvítur n ½ greip eða annar ferskur ávöxtur n 1 bolli grænt te Hádegismatur n Stórt grænt salat með túnfiski, smá ólífuolíu yfir og tvær matskeiðar af balsamediki. n 1 bolli grænt te Kvöldmatur n Grillaður kjúklingur n Hreinsandi grænmeti (á borð við þistilhjörtu, brokkolí, eggaldin, grænar baunir). n 1 bolli grænt te Snakk n 180 ml sykurlaus jógúrt með 1–2 tsk. af sykurlausri sultu n 1 ávöxtur (sykurlítill á borð við epli, ber, greip, perur eða vínber). 2. hringur Morgunmatur n 2 hrærðar eggjahvítur n ½ greip eða annar ferskur ávöxtur n 1 bolli grænt te Hádegismatur n Stór skál af kjúklingasúpu eða grilluð- um kjúklingi með gufusoðnu grænmeti n Meðalstór bökuð kartafla með 1 tsk. af fitulausum sýrðum rjóma n 180 ml sykurlaus jógúrt með ávaxta- bragði n 1 bolli grænt te Kvöldmatur n Grilluð steik n Salat með 1 tsk. af ólífuolíu og 2 tsk. af balsamediki n 1 bolli grænt te Snakk n 1 bolli hindber með 1 bolla af sykur- lausri jógúrt með ávaxtabragði n Gróf brauðsneið með ½ bolla af gar- banzo-baunum og gúrkusneiðum 3. hringur Morgunmatur n 1 sneið af ristuðu heilkornabrauði n 1 soðið egg n ½ greip n 1 bolli grænt te Hádegismatur n Sesarsalat með grilluðum kjúklinga- bringum, 2 bollum af dökku salati, grænmeti og 2 tsk. af léttri dressingu n 1 sneið af heilkorna ristuðu brauði n 1 ferskur ávöxtur n 1 bolli grænt te Kvöldmatur n Grilluð svínalund n 1–2 bolli af blönduðu salati með 2 tsk. af fitulausri dressingu n 1 bolli grænt te Snakk n Jógúrt n 1 frosin ávaxtastöng 4. hringur Morgunmatur n 2 hrærð egg n 1 meðalstór pera n 1 bolli grænt te Hádegismatur n Grillaðir hamborgarar n Niðurskornir tómatar n 1 bolli grænt te Kvöldmatur n Steikt grænmeti með kjúklingabitum og 1 tsk. af ólífuolíu n 1 bolli grænt te Snakk n 1 bolli fersk ber með 180 ml af sykurlausri jógúrt n 1 bolli grænt te n Viltu missa 4,5–7 kíló á 17 dögum? n Ráðfærðu þig við lækni Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Kostir 17 daga kúrsins n sveigjanlegur. n næringarfræðilega öruggur. n þú getur fengið þér uppáhalds- pítsuna þína en aðeins um helgar. n hraðvirk en um leið heilbrigð leið að þyngdartapi án hungurtilfinningar. n þú gætir misst 4,5–7 kíló á aðeins 17 dögum. Gallar n frekar dýr. n þarfnast undirbúnings. Dæmigerður matseðill fyrir 17 daga kúrinn Elskar þú pítsu? Samkvæmt Moreno máttu fá þér pítsu eða annan uppáhalds- skyndibita um helgar. Passaðu bara að missa þig ekki gjörsamlega. Kjúklingabringa Í 17 daga kúrnum er mælt með mikilli neyslu á mögru próteini. Sólbruni og krabbamein Hvítar konur sem fá annars stigs bruna af völdum sólar í fimm skipti á meðan þær eru á aldrin- um 15 til 20 ára auka líkur á því að fá sortuæxli, sem er hættuleg- asta tegund húðkrabbameins, um 80%. Bandarísku samtökin AACR, sem rannsaka krabba- mein, greina frá þessu. Rannsóknin leiddi í ljós að hjá sama hópi aukast einnig líkur á því að fá aðrar tegundir húðkrabbameins um 68%. Í tilkynningu um rannsókn- ina er einnig bent á að eldra fólk ætti auðvitað líka að passa sig, því hættan eykst lítillega í hvert skipti sem fólk kemst í snertingu við sólina. Þrír blóð- foreldrar brátt veruleiki Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út að ný umdeild tækni til að frjóvga egg konu með erfða- efni úr þremur manneskjum sé „ekki hættuleg.“ Þetta þýðir að möguleiki sé á að í náinni fram- tíð verði til börn sem erfi gen frá þremur einstaklingum. Tækninni er ætlað að minnka líkur á því að barnið erfi „gölluð“ hvatberaerfðaefni frá móðurinni, sem geta valdið fæðingargöllum og sjúkdómum. Tilraunir sem gerðar hafa ver- ið hingað til benda til þess að tæknin sé nógu örugg til að óhætt sé að hefja tilraunir á mönnum, en ekki er víst hvort bresk yfirvöld komi til með að leyfa þær. Egg í hárið Öll viljum við hafa heilbrigt og fallegt hár en það getur reynst erfitt að ná því fram. Gott nátt- úrulegt ráð til þess að ná fram heilbrigði hársins er að nota egg í hárið. Brjóttu egg í skál eða bolla og makaðu því í hárið. Settu það í þurrt hár og láttu það vera í hárinu í 20 mínútur. Þetta er kannski ekki geðslegasta fegr- unarráðið en virkar vel til þess að næra hárið. Síðan er egginu skolað burt með köldu vatni. Það sem skiptir svo höfuðmáli við að halda hárinu góðu er að þvo það reglulega en þó alls ekki of oft því það getur haft þau áhrif að hárið verði líflaust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.