Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 45
Helgarblað 6.–9. júní 2014 Menning 45 inu. Það sem eftir situr er ljóða- og litafantasía, hugvíkkandi tónlistar- og myndlistargjörningur sem opn- ar sýn inn í innri og ytri heima alls sem er. Sviðsgjörningur upp úr Heimsljósi Í sýningu Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar er grunnhug- myndin sótt í Heimsljós Halldórs Laxness, þar sem póstmódernísk afbygging á fegurðarþránni og sam- runa manns við náttúru er aðal- uppistaðan í fjórum þáttum eða sviðsmyndum. Með sýningunni reyna Ragnar og Kjartan að endur- skapa tilfinninguna sem Halldór fékk að láni í skrifum sínum úr dag- bókum skáldsins á Þröm, þegar hann kvaðst skynja sig sem órjúfan- lega hluta af gangverki náttúrunn- ar, eða „kraftbirtingarhljómi guð- dómsins.“ Í reynd er hér verið að leika við áhorfandann, minna hann á eðli leikhússins og listarinnar sem krefst þess að hann gefi sig listinni og blekkingu hennar á vald til þess að öðlast nýja skynreynslu. Með aðstoð listsköpunar kemst hann um stund burtu frá veruleikan- um og upplifir nýjan veruleika. Spurningin sem kviknar er þó alltaf hvernig veruleiki listreynslunnar reynist vera, hvort hún eigi snerti- flöt við þann kraftbirtingarhljóm sem skáldið lýsir. Kyrrð og eilífð Í þessu tilviki jaðrar veruleiki leik- sviðsins við ástand sem helst líkist hugleiðslu eða innra ferðalagi aftur í þann tíma þegar leikhúsið reyndi að endurskapa náttúru og landslag á leiksviðinu með leiktjöldum sem áttu að líkja sem nákvæmast eft- ir upplifun mannsins á sömu fyrir- bærum. Um leið eru listamennirn- ir sér fullkomlega meðvitaðir um að þeir eru að skapa endurgerð af eftirlíkingu bæði í tónlist og mynd sem fær samhljóm við rómantíska og upphafna hugmynd manna um náttúru og fegurð frá nítjándu öldinni. Sýning þeirra verður enn ein útgáfan af fagurfræði ákveðins tíma, væmin og margnotuð klisja sem öðlast nýtt líf með nýrri nálgun og hugsun. Höfundum tekst að „stela“ skynjun áhorfandans um ákveðinn tíma með undurfagurri tónlist sem streymir upp úr stórri hljómsveitargryfju og kyrralífs- myndum í leikmyndaformi, risa- stórum máluðum leiktjöldum sem lýst eru í samræmi við þá tilfinn- ingu sem íhugandi tónlistin miðl- ar hverju sinni. Það sem einkenn- ir gjörninginn er fyrst og fremst kyrrð og tóm sem minnir á eilífð, fortjaldið lyftist hægt upp í hverj- um þætti og færir áhorfandann hægt inn í heim sem er vissulega horfinn eða á hraðri útleið úr leik- húsi samtímans. Sömuleiðis fellur tjaldið í lok hvers þáttar með sama dramatíska þunga og innihaldið gaf til kynna. Fagurfræði leikhússins Ef áhorfandinn opnar skynjun sína er óhjákvæmilegt að hann renni saman við blekkingu leik- sviðsins, verði eitt með henni og fegurð hennar líkt og Ólafur skáld Kárason sem skynjaði sjálfan kraft- birtingarhljóm guðdómsins í nátt- úrunni. Og eins og áður segir er ekki ein einasta lifandi vera á stóra sviði Borgarleikhússins á þessu verki, nema hljómsveitarstjórinn Dav- íð Þór Jónsson klæddur í kjól og hvítt og í lokin öll hljómsveitin (Deutsches Filmorchester Babels- berg) sem öll mætti á leiksviðið til að taka við lófataki áhorfenda. Hljómsveitarflutningurinn, ekki síst bramboltið milli þátta, var mik- ilvægur og írónískur hluti af öllu ferlinu og leiddi aftur hugann að gömlum listformum og úreltum hugmyndum um eðli listar og list- nautnar. Sannarlega hrífandi leik- húsgjörningur í alla staði, þar sem sambandið milli veruleikaskynjun- ar og fagurfræði leikhússins var í öndvegi. n Leikhúsgjörningar á Listahátíð Gefðu við hvert tækifæri gæði Nýtt Nýtt Nýtt Endilega komdu við – næg bílastæði og alltaf heitt á könnunni! Opið alla virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15 Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | 101 Reykjavík | Sími 575-5636 www.forlagid.is - alvöru bókabúð á netinu Eftir Kjartan Ragnarsson Verkið heitir Der Klang der Offenbarung des Göttlichen. „Það sem einkennir gjörninginn er fyrst og fremst kyrrð og tóm sem minnir á eilífð Dieter Roth Sýn- ingunni Hnallþóra í sólinni lýkur á mánudag. MynD KoolFilM.DE Hnallþóru lýkur Sýning á prentverkum Dieters Roth lýkur á mánudaginn S ýningunni Hnallþóra í sól- inni lýkur í Hafnarborg mánu- daginn 9. júní. Það eru því síð- ustu forvöð um hvítasunnu að berja sýninguna augum en á henni er að finna úrval prent- og bókverka eftir Dieter Roth. Þótt Dieter sé sennilega þekkt- astur fyrir súrrealíska skúlptúra sína liggur eftir hann mikið magn prent- og grafíkverka. Á sýningunni er lögð áhersla á framlag Dieters til prent- listarinnar en sýningin spannar verk frá árunum 1957 til 1993. Sýningunni er skipt upp í ellefu mismunandi tímabil en Dieter var einstaklega afkastamikill listamaður. Sýningin var upphaflega sett upp í Skaftfelli á Seyðisfirði en sýningarstjórinn og sonur Dieters, Björn Roth, hefur um langt skeið unnið í nánu samstarfi við Skaftfell, sem oft er nefnt mynd- listamiðstöð Austurlands. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Nýlistasafninu og fjölskyldu Dieters. Sýningin er opin alla daga fram að sýningarlokum frá klukkan 12– 17. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.