Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 79

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 79
Helgarblað 6.–9. júní 2014 HM 2014 33 10 bestu HM-þjóðirnar DV skoðar hér 10 bestu HM-þjóðirnar frá upphafi en upplýs- ingarnar voru fyrst birtar hjá vefritinu Bleacher Report. Til út- skýringar eru þjóðunum gefin stig fyrir sigur- eða jafnteflisleiki í keppninni, 1 fyrir jafntefli en 3 fyrir sigur. Þegar komið er í útslátt- arkeppni fá liðin þrjú aukastig fyrir sigra. Ef til vítaspyrnukeppni hefur komið telst sá leikur hafa endað með jafntefli þar sem bæði lið fá eitt stig. Og ef einhverjar tvær þjóðir fá jafn mörg stig þegar tekið hefur verið tillit til allra þessara þátta endar sú þjóð fyrir ofan sem oftar hefur unnið HM. Ef jafnt er þar er tekið tillit til stiga að meðaltali úr hverjum leik og loks ræður markatalan. n Brasilíumenn bestir frá upphafi n Svíar fulltrúar Norðurlandanna 1 Brasilía Leikir: 97 Sigrar: 67 Töp: 15 Jafntefli: 15 Stig: 216 n Það kemur eflaust fáum á óvart að Brasilíumenn eru besta HM-þjóðin. Liðið hefur 19 sinnum tekið þátt í lokakeppninni, eða alltaf frá árinu 1930. Brasilíumenn hafa einnig unnið keppnina oftast, eða fimm sinnum. Eins og allir vita verður HM haldið í Brasilíu og verða heimamenn, allavega í ljósi sögunnar, að teljast líklegir til afreka. 2 Þýskaland Leikir: 99 Sigrar: 60 Töp: 20 Jafntefli: 19 Stig: 199 n Þó að Þjóðverjar hafi verið sterkir í seinni tíð þóttu Þjóðverjar ekki sigurstranglegir framan að. Liðið fékk brons 1934 en svo liðu 20 ár liðu þar til Vestur-Þýskaland vann HM árið 1954. Undanfarin 50 ár, ef undan er skilið árið 1978 hafa þeir alltaf komist alla vega í 8-liða úrslit. Það er einstakur árangur. Þessi stöðugleiki er ástæðan fyrir því að Þjóðverjar hafa leikið flesta leiki á HM. Liðið hefur þrisvar unnið mótið; 1954, 1974 og 1990. 3 Ítalía Leikir: 80 Sigrar: 44 Töp: 15 Jafntefli: 21 Stig: 153 n Ítalir eru sigursælasta Evrópuþjóðin á HM en Ítalir hafa lyft heimsmeistaratitlinum fjórum sinnum, síðast árið 2006. Þrátt fyrir það verða Ítalir að gera sér að góðu að vera í þriðja sæti á listanum. Ítalir unnu mótið tvisvar í röð, 1934 og 1938, en í tuttugu ár þar á eftir komst liðið ekki einu sinni upp úr riðlakeppninni. Ítalir unnu mótið síðan árið 1982. 4 Argentína Leikir: 70 Sigrar: 37 Töp: 20 Jafntefli: 13 Stig: 124 n Argentína er stórþjóð í knattspyrnuheiminum og hafa ófáir leikir sem Argentínumenn hafa spilað verið ansi eftirminnilegir. Liðið lék til úrslita árið 1930 en tók ekki þátt í lokakeppninni á árunum 1934 til 1954. Síðan þá hafa Argentínumenn alltaf verið sterkir þótt árangurinn á undanförnum árum hafi valdið mörgum vonbrigðum. Liðið varð heimsmeistari árið 1978 og aftur árið 1986 þar sem Diego Maradona var í aðalhlutverki. 5 England Leikir: 59 Sigrar: 26 Töp: 14 Jafntefli: 19 Stig: 97 n Það kann að koma sumum á óvart hvað Englendingar eru ofarlega. Þó að Englendingar hafi ekki komist langt á undanförnum heimsmeistaramótum hefur þeim einungis tvisvar tekist að komast upp úr riðlakeppninni frá árinu 1958. Englendingar hafa fengið 1,64 stig að meðaltali úr hverjum leik sínum á HM. Af þeim þjóðum sem spilað hafa 50 leiki eða fleiri á HM er England sú þjóð sem tapað hefur fæstum leikjum, eða 14. Eini sigur þeirra á HM kom aftur á móti árið 1966. 6 Spánn Leikir: 56 Sigrar: 28 Töp: 16 Jafntefli: 12 Stig: 96 n Það er í raun ótrúlegt að Spánverjar séu ekki ofar á listanum miðað við yfirburði þeirra í heimsknattspyrn- unni á undanförnum árum. Spánverjar hafa einfaldlega borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir frá árinu 2008 þegar þeir unnu Evrópumótið. Sigrinum fylgdu þeir eftir í Suður-Afríku 2010 þegar þeir uðru heimsmeistarar. Frá árinu 1982 hefur Spánn alltaf komist í lokakeppni HM en til ársins 2010 olli frammistaða Spánverja nánast alltaf vonbrigðum. 7 Frakkland Leikir: 54 Sigrar: 25 Töp: 18 Jafntefli: 11 Stig: 86 n Frakkar hafa um langt skeið verið í hópi sterku- stu þjóða heims. Stöðugleika hefur þó vantað; þeir komust í undanúrslit 1982 og 1986 en liðið komst ekki í lokakeppnina árið 1990 og 1994. Það reyndist Frökkum erfitt að fylla skarðið sem Michel Platini og Alain Giresse skildu eftir sig. Frakkar unnu þó eftirminnilegan sigur á heimavelli 1998 en duttu svo á enn eftirminnilegri hátt úr keppni 2002, með því að komast ekki upp úr riðlinum. 8 Holland Leikir: 43 Sigrar: 22 Töp: 11 Jafntefli: 10 Stig: 76 n Ekkert lið hefur leikið oftar til úrslita á HM án þess að vinna til verðlauna en Holland. Liðið komst í úrslit 1974, 1978 og 2010 en tapaði í öll skiptin. Holland hefur fengið 1,81 stig að meðaltali úr hverjum leik sínum á HM. Aðeins þrjár þjóðir hafa fengið fleiri stig. En þar sem liðið hefur ekki unnið til nægilega margra verðlauna telst Holland áttunda sterkasta HM-þjóðin. 9 Úrúgvæ Leikir: 47 Sigrar: 18 Töp: 17 Jafntefli: 12 Stig: 66 n Úrúgvæ var fyrsta þjóðin til að vinna HM, en það gerðu þeir á heimavelli árið 1930. Þeir endurtóku leikinn í Brasilíu 20 árum síðar. Síðan þá hafa Úrúgvæar ekki unnið til verðlauna á HM, en komust þó nálægt því árið 2010 þegar þeir töpuðu leiknum um 3. sætið gegn Þjóðverjum. Hver veit nema Luis Suarez og Edinson Cavani geti leitt þjóðina enn lengra á HM í Brasilíu og unnið til verðlauna. 10 Svíþjóð Leikir: 46 Sigrar: 16 Töp: 17 Jafntefli: 13 Stig: 61 n Svíar hafa um langt skeið verið í hópi sterkustu knattspyrnuþjóða heims þótt þeir hafi aldrei gert almennilega atlögu að HM-titli undanfarna áratugi, ef árið 1994 er undanskilið þar sem Svíar höfnuðu í 3. sæti. Liðið hafnaði í 4. sæti árið 1938 og náði í bronsverðlaun árið 1950. Bestum árangri náðu Svíar þó árið 1958 þegar þeir komust í úrslitaleikinn gegn Pele og félögum í brasilíska landsliðinu en biðu lægri hlut. einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.