Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 44
44 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 MYNDEFTIRLIT SKARPARI SÝN MEÐ MYNDEFTIRLITSKERFI FRÁ AVIGILON ÍS LE N SK A SI A. IS S E C 6 54 43 1 1/ 13 Myndeftirlitskerfin frá Avigilon hafa náð forystu með tæknilegri fullkomnun og þægilegu viðmóti. Margverðlaunaðir eiginleikar Avigilon gefa skarpari sýn á minnstu smáatriði en jafnframt einstaka heildaryfirsýn með notendavænni hönnun og hugvitssemi. ÞEGAR NÁNAR ER SKOÐAÐ KEMUR AÐEINS EITT TIL GREINA. Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og fáðu upplýsingar og ráðgjöf við myndeftirlit og aðrar öryggislausnir. „Hann er hófsamur maður í skoð unum, sér útgönguleiðir úr erfiðum málum og nær að leiða saman ólík sjónarmið. Hann miðar alltaf við lausn mála, getur leitað til allra og fengið alla til að vinna með sér,“ segir Birna. Á það er bent að þegar Halldór kom til starfa höfðu sex bæjarstjórar setið á sjö árum. Halldór sat svo í tólf ár samfleytt. Úr Kálfavík til Reykjavíkur Halldór er Vestfirðingur, fæddur í Kálfavík í Skötufirði árið 1964. Í komandi kosningum kemur í ljós hve brött leiðin er úr Kálfavík til Reykjavíkur. Fyrstu æviár sín bjó Halldór þó í Reykjavík eða þar til foreldrar hans fluttu á ættaróðal föður hans í Ögri við Djúp. Þar við Djúp eru ættmenn hans vel kunnir og raunar þjóð sagna - persónur sumir. Þetta á sérstaklega við um móðurfólkið úr Kálfavík. Ferill Halldórs er krókóttur ekki síður en Jóns Gnarrs. Hann ól manninn að mestu fyrir sunnan þangað til hann flutti vestur á ný árið 1996. Hann var verkstjóri í Þorbirninum í Grindavík og síðar löggiltur skipamiðlari og fasteignasali þar. Menntunin kom í miðjum starfsferlinum. Hann er með verslunarskólapróf en hefur eftir að hann hætti í bæjarstjórn tekið tvær meistaragráður í stjórnun. Fyrsta kjörtímabilið á Ísafirði var Halldór ráðinn bæjarstjóri og sat ekki í bæjarstjórn. Birna segir að alltaf hafi verið gengið út frá því að hann væri sjálfstæðismaður enda búinn að vinna fyrir flokkinn í Grindavík. Eiginlegur pólitískur ferill hófst þó ekki fyrr en í sveitar - stjórnarkosningunum 2002 þegar hann skipaði efsta sætið á lista sjálfstæðismanna á Ísafirði. Andi jóns Gnarrs svífur yfir Jón Gnarr hefur lagt áherslu á að „varðveita góðan rekstur borg - arinnar“ eins og hann sagði í viðtali við RÚV í haust. Og að hann stæði með Bjartri framtíð, gæti jafnvel hugsað sér að taka þátt í kosningabaráttunni með því að mæta á fundi og fara í viðtöl. Það hefur komið skýrt fram hjá honum að Björt framtíð er arftaki Besta flokksins, enda flokksmenn í borgarmálum þeir sömu. Þær skoðanakannanir sem birtar hafa verið til þessa benda til að aðdáendur Jóns Gnarrs snúi sér að Bjartri framtíð. Kannanir eru þó enn óljósar því fyrstu framboð eru að koma fram og eiginleg barátta ekki hafin. En Björt framtíð byrjar vel sam - kvæmt fyrstu könnunum og það hlýtur að vera áhyggjuefni sjálfstæðismanna að fylgi flokks - ins nær aldrei í könnunum 30 prósentum. Gunnar Helgi segir að þetta sýni að viðhorfið til stjórnmálaflokkanna sé það sama og var árið 2010. Björn á bak við súluna Hugsanlega verður skuldastaða og rekstur borgarinnar átakamálið í kosningabaráttunni. Þá skiptir miklu fyrir Björn Blöndal að sýna að skuldastaðan sé góð og reksturinn í góðu lagi eins og Jón Gnarr heldur fram. Þetta skiptir líka miklu máli fyrir Dag. „Vandinn hjá Birni Blöndal er að hann hefur ekki persónufylgi eins og Jón Gnarr. Hann er ekki þekkt andlit í borginni. Hann hefur alltaf verið á bak við tjöldin,“ segir Stefanía. Hugsanlega muna flestir eftir Birni sem hvíslaranum á bak við súluna þegar Jón Gnarr var í einu fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem borgarstjóri og vissi ekki hvað hann átti að segja. Bjössi vissi það. Björn er rétt eins og Halldór fæddur í Reykjavík en flutti ungur með foreldrum sínum austur á Hallormsstað þar sem Sigurður faðir hans var skóg - ræktarstjóri. Síðar bjó hann lengst í Hafnarfirði. Hann hefur ekki langskólamenntun en reynslu úr atvinnulífi, tónlist og kvik - myndagerð – og hefur sótt háskóla nám á síðari árum. Dagur er þekktari, var borgarstjóri í hundrað daga á liðnu kjörtímabili og er þekkt andlit. Staða Sam - f ylkingar er hins vegar ekki sterk og nýr meirihluti yrði að byggja á minnst tveimur ef ekki þrem ur flokkum. Dagur er meiri Reykvíkingur en hinir, alinn upp í borginni, þótt hann sé fæddur í Osló. Hann er læknir að mennt. stagl um bókhald Gunnar Helgi hefur ekki trú á að rekstur borgarinnar og skuldastaða verði vænlegt kosningamál: „Það vinnur enginn kosningabaráttu á stagli um bókhald nema það fjalli um mjög afgerandi álitamál,“ segir hann. Skipulagsmál telur hann líklegri til að vekja áhuga fólks en þar er Sjálfstæðisflokkur klofinn um framtíð flugvallarins. „Það skiptir miklu fyrir Sjálf - stæðisflokkinn að finna baráttumál að sameinast um. Styrkur hans núna felst í að hann býður fram reyndan stjórnanda. Kjósendur vilja stöðugleika í stjórn borg - arinnar en það er á brattann að sækja hjá Halldóri,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. Stefanía Óskarsdóttir: „Vandinn hjá Birni Blöndal er að hann hefur ekki persónu- fylgi eins og Jón Gnarr.“ Gunnar Helgi Kristinsson: „Ef meirihlutinn heldur velli verður Dagur eftir sem áður fulltrúi minni flokksins og því ekki líklegt borgar- stjóraefni.“ Birna Lárusdóttir: „Halldór er hófsam- ur maður í skoðun- um, sér útgöngu leiðir úr erfiðum málum og nær að leiða saman ólík sjónarmið.“ Frá fundi borgarstjórnar. Hofsvallagata. Grín eða alvara? ForsíðueFni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.