Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Það að fjalla um dauð­ann í viðskipta tengdri bók kann einhverjum að finnast markaðslegt glapræði. Svo ég tali nú ekki um þegar titillinn vísar til þess að yfirgefa þennan heim „með tóman tank“ eins og titillinn, Die Empty, vísar í. Undirtitillinn gefur þó fyrirheit um ljósið í myrkrinu og lofar lesandanum ráðum um hvernig hægt er að losa úr læðingi bestu mögulegu vinnu á hverjum degi. Alveg eins og við vitum ekki hvenær kallið kemur má segja að fyrirtæki lúti sömu lögmálum þótt fyrirsjáanleikinn sé þó lítið eitt meiri. Allt það sem höfundur setur fram og beinist að einstaklingum má auðveld­ lega yfirfæra á fyrirtæki og lífsferil þeirra. Ekkert sjálfshjálpar kjaftæði Höfundur hefur leikinn á að skil ­ greina hvað hann á við og hvað ekki með því að nota mynd ­ líkinguna „tóman tank“. Enda ekki vanþörf á þar sem margir tengja þetta orðasamband því að vera úrvinda, aðframkominn og þurrausinn. Hugmyndir höf­ undar snúast hins vegar ekki um það að gera allt í dag og verða úrvinda. Þær snúast heldur ekki um að beina kröftunum ein­ göngu að vinnunni og hundsa öll önnur svið lífsins. Hann er ekki að tala um að „lifa lífinu eins og enginn sé morgundagurinn“ né að elta duttlunga sína í einu eða öllu. Það sem hann á við er að dagar okkar hér á jörðu eru taldir, einn daginn munu þeir klárast. Hvert og eitt okkar hefur einstakt framlag til heimsins fram að færa sem enginn annar getur fært fyrir okkur. Höfundur tekur sérstaklega fram að þá sé hann á engan hátt að vísa í sjálfs­ hjálparkjaftæði heldur hreinan sannleik sem auðveldara sé að snúa baki við en samþykkja. Óvinur hins stórfenglega Höfundur setur fram nokkur lögmál sem bókin svo geng­ ur út á. Lögmálin eru t.d. að forðast það að hafa það „of þægilegt“. Of mikil þægindi geti Dagar okkar hér á jörð eru takmörkuð auðlind. Í bókinni Die Empty – Un- leash Your Best Work Every Day fjallar höfundurinn, Todd Henry, um það hvernig við getum nýtt alla okkar möguleika á hverjum degi í störfum okkar svo við getum á æðsta degi, hvenær sem hann verður nú, sagt að við séum búin að gera allt sem við gátum til að leggja okkar af mörkum. TexTi: unnur valborG HilMarsdóTTir Myndir: Geir ólafsson Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendaþjálfari hjá vendum Svo ég tali nú ekki um þegar titill- inn vísar til þess að yfirgefa þennan heim „með tóman tank“ eins og titill- inn, Die Empty, vísar í. bækur Tómur tankur á æðsta degi Fjallað um dauðann í viðskiptatengdri bók; Die Empty: sjö dauða- syndir meðal- mennsk- unnar Í bókinni setur höfundur fram sjö atriði sem að hans mati eru mikilvægust til að við nýtum hæfni okkar og möguleika til fulls. STEFNULEYSI: Það er ómögu legt að hitta í mark með boga og ör með bundið fyrir augu. Sama á við um árangur. Það er ekki hægt að ná framúrskarandi árangri nema með því að varða leiðina þang að skýrum vörðum um hvað þú vilt standa fyrir í lífinu. Án skýrrar sýnar á markið verður árangur tilviljanakennd­ ur og ekki eins ánægjulegur. LEIÐI: Það að leiðast er ekki endilega slæmt en hvernig við tökumst á við leiðann ákvarðar hvort hann ýtir undir fram­ leiðni eða stöðnun. Lækningin við leiðanum er meðvituð forvitni. ÞÆGinDi: Ástin á þægindun­ um er oft óvinur stórfengleik­ ans. Við þurfum stöðugt að vera að fara út fyrir þæginda­ hringinn til að þróa hæfni okkar enn frekar og komast upp úr hjólförunum. SJÁLFSBLEKKING: Til að leggja það af mörkum sem þú ert fær um þarftu að vera meðvitaður um hæfni þína,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.