Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 32
32 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013
Ingibjörg Þórðardóttir segir að fasteignamarkaðurinn sé nokkru rólegri nú en verið
hefur á liðnum mánuðum.
Einungis örfáir dagar séu
síðan stjórnvöld kynntu lánaleið
réttingar en það sé nokkuð sem
fólk hafi beðið eftir og muni
vafalaust hafa jákvæð áhrif á
fast eignamarkaðinn enda nokkur
óvissa ríkt sem hafi leitt til að fólk
hafi haldið að sér höndum.
„Ég er bjartsýn á það sem
er framundan og tel að á nýju
ári og jafnvel fyrir áramót muni
mark aðurinn taka nokkurn kipp.
Það er uppsöfnuð þörf, bæði
fyrir þá sem þurfa að minnka við
sig og eins ungar fjölskyldur sem
eru að koma inn á markaðinn
jafnvel í fyrsta skipti.“
Ingibjörg segir að umræðan í
haust varðandi húsnæðismálin
hafi að miklu leyti snúið að því
að fólk eigi að leigja frekar en
kaupa, en í þeirri umræðu og
framkvæmd sé ósamræmi þar
sem þeir sem hyggjast kaupa
fasteign þurfi að undirgangast
mjög erfitt og strangt greiðslumat
í kjölfar hertra reglna neytenda
laga og reglugerðar á grundvelli
þeirra sem tók gildi 1. nóvember
sl. Þeir sem á hinn bóginn hyggj
ast fara inn á leigumarkaðinn
geti gert leigu samninga um
húsnæði án þess að þurfa að
sýna fram á að þeir séu gjald
færir. Þetta er nokkuð sem þarfn
ast skoðunar enda sé fólki með
þessari skipan beint eða óbeint
stýrt inn á leigumarkaðinn. Mikil
vægt er til framtíðar að ungu
fólki og öðrum sem eru undir
tekjumörkum sé gefinn kostur
á að fá hagkvæmari lán standi
vilji til að eignast þak yfir höfuðið
þannig að fólk geti átt raunveru
legt val.
Eitthvað sem þarf
að skoða
inGiBjöRG ÞÓRðARdÓTTiR
– formaður félags fasteignasala
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
Við erum yfirleitt mjög fókuseruð á hvað skapi innri styrk góðs stjórnanda
en það eru eðlisþættir eins og
baráttugleði og seigla. Sjaldnar
er minnst á innri styrk með það
í huga hvað sterkur stjórnandi
forðast að gera. Ófáar eru gryfj
urnar, sem menn festa sig í, til
þess eins að losna við kvíðavekj
andi aðstæður.“ Högni Óskars
son segir að fyrsti pytturinn sé
gjarnan sá að kenna öðrum um
mistök og ófarir; að velta ábyrgð
á óyndi sínu yfir á aðra og fyllast
sjálfsvorkunn.
„Sterkur stjórnandi tekur
ábyrgð á sér og verkum sínum
og undirmannanna. Hann festir
sig ekki í því liðna, heldur ýtir
því sem miður fór aftur fyrir sig
og ryður leiðina áfram. Mistökin
hræða ekki og verða ekki endur
tekin. Þau virka sem orkugjafi
til að gera betur. Það liggur því
í hlutarins eðli að stjórnandinn
forðast ekki breytingar né yfir
vegaðar áhættur. Hann fagnar
þvert á móti slíkum tækifærum.
Meðvirkni einkennir ekki þann
sem berst fyrir árangri. Það þýðir
ekki að hann sé bara harður nagli.
Þvert á móti er sá sem hefur
nægan innri styrk jafn óragur við
að takast á við erfiða árekstra og
að sýna góðmennsku og hrósa.
Sömuleiðis gleðst hann yfir
velgengni annarra í stað þess
að detta niður í öfund og baktal.
Hann veit nefnilega að hann einn
er ábyrgur fyrir eigin velgengni.“
Högni segir að væntingar um
skyndilausnir séu fjarri öflug
um stjórnanda. „Hann veit að
afburðaárangur kemur ekki eins
og lottóvinningur; maður leggur
sig allan fram og hættir ekki fyrr
en sigur er unninn.“
HöGni ÓsKARsson
– geðlæknir og stjórnendaþjálfari
SKIPULAGIÐ Í
VINNUNNI
skoðun
Nestisbitar inn
í árið 2014
inGRid KuHlmAn
– framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar
HOLLRÁÐ Í
STJÓRNUN
Ingrid Kuhlman segir að víða vanti endurgjöf. „Það er lítið rætt við fólk um frammistöðu
þess en þetta er ein mikilvæg
asta aðferð sem stjórnendur
hafa til að aðstoða starfsmenn
við að bæta frammistöðuna.
Hægt er að skipta endurgjöf
í tvennt; annars vegar styrkj
andi endurgjöf eða hrós með
það að markmiði að styrkja
æskilega hegðun og hins vegar
leiðréttandi endurgjöf eða
gagn rýni með það að markmiði
að fá fram breytingu á óæski
legri hegðun. Bæði styrkjandi
og leiðréttandi endurgjöf er
ómiss andi og verðmæt við
réttar aðstæður.“
Ingrid segir að þegar stjórnendur veita endurgjöf skipti nokkur atriði miklu máli.
„Í fyrsta lagi er mikilvægt að
endur gjöfin sé nákvæm og skýr
en ekki almenn eða óljós. Í öðru
lagi skiptir máli að einblínt sé á
hegðun eða verk efni starfs
manns en ekki per sónuna.
Endur gjöfin verður aðeins
sam þykkt þegar hún er ekki
ógnun. Í þriðja lagi ber endur
gjöf mestan árangur þegar
hún er veitt strax eftir að tiltekin
hegð un er sýnd. Því fyrr sem
endur gjöf er veitt, þeim mun
betur tengist hún hegðuninni
sem á að styrkja eða leiðrétta.
Í fjórða lagi skiptir máli að nota
ekki orðið „en“, sem dregur úr
öllu því sem sagt var á undan.
Í fimmta lagi er mikilvægt að
stjórnandinn fari ekki út í önnur
mál eða gagnrýni strax eftir að
hann hefur veitt hrós en það
getur eyðilagt jákvæð áhrif
hróssins.“
Lítið rætt við fólk um
frammistöðu þess
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Þau fyrirtæki sem þegar hafa öðlast
jafnlaunavottun eru: Íslenska gámafélagið,
IKEA, ISS, Parlogis, Johan Rönning,
Landmælingar Íslands, Deloitte, KPMG,
Logos, Ölgerðin, Securitas, Reykjavík
Excursions - Kynnisferðir, Hýsing Vöruhótel
og Byggðastofnun.
Óútskýrður launamunur kynjanna innan
VR er nú 9,4%. Með Jafnlaunavottun VR
geta framsækin fyrirtæki látið gera faglega
úttekt á því hvort innan veggja þeirra séu
greidd mishá laun fyrir jafnverðmæt störf.
jafnlaunavottun.vr.is
Jafnlaunavottun VR er fyrir öll fyrirtæki og opinberar
stofnanir. Hún staðfestir að konur og karlar fái sömu
laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Leiðréttum
launamun kynjanna