Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 57 græjur Báðar verða tölvurnar mikið stökk fram á við frá fyrri kynslóð, sem er komin talsvert til ára sinna. Vinnslugetan er margföld, sem mun án efa sjást vel á útliti leikjanna, stýribúnaður betri, bæði stýring með stýri­ pinnum og með myndavél, og öll netvirkni orðin öflugri. Það er reyndar einn anginn enn af þróun leikjatölvanna – bæði Sony og Microsoft vilja að leikjatölvurnar séu jafnframt afþreyingarmiðstöðvar heimilis­ ins. Til að ná því markmiði er boðið upp á ýmis öpp sem nýtast til að sækja ýmsa aðra afþreyingu en tölvuleiki á netið, t.d. kvik myndir og tónlist. Sumt af því fæst þó ekki á Íslandi sökum höfundarréttarmála og ekki vitað hvort losnar um þau höft í bráð. Erfitt er að dæma fyrirfram hvort nýjasta kynslóð leikjatölvanna sé raunveru leg bylting eða bara hefðbundið skref fram á við í þróun þessa vinsæla af ­ þreyingar iðnaðar. Það er þó að minnsta kosti ljóst miðað við áhuga tölvuleikja­ unnenda að PlayStation 4 og Xbox One munu ekki stoppa lengi í hillum verslana næstu mánuðina. Kinect­myndavélin fylgir með öllum Xbox One. PlayStation 4 og Xbox One munu þó að sjálf- sögðu skila sér hingað á endanum og í millitíð- inni er lítið hægt að gera annað en fylgjast með viðtökunum erlendis. 4G Þráðlaus gagnaflutningstækni (mánaðargjald frá 1.190 kr. á mánuði hjá nova.is og vodafone.is). 4G er ekki nýtt af nálinni á heimsvísu, en þessi hraðvirka gagnaflutningstækni yfir farsímakerfið kom loksins til Íslands á þessu ári. Nova og Vodafone hafa þegar tekið sín 4G­kerfi í notkun og Síminn mun bætast við undir lok þessa árs. 4G er frábær tækni fyrir þá sem vilja vera vel tengdir á ferðinni og sérstak­ lega fyrir þá sem búa við lélegt netsam­ band yfir landlínu. Svo er bara að vona að uppbygging kerfanna verði hröð þannig að sem flestir landsmenn eigi fljótlega kost á að nýta sér 4G hvar og hvenær sem er. Samsung Galaxy Note 3 snjallsími (verð frá 139.990 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækj um). Þriðja útgáfan af þessari mögnuðu græju, sem er í raun millistigið milli snjallsíma og spjaldtölvu, kom út á árinu. Margir héldu að Note­línan væri skelfileg hugmynd þegar fyrsti síminn kom á markað, en síminn náði talsverðum vinsældum, sem hafa aukist með hverri nýrri kynslóð. Note 3 er einn öflugasti snjallsíminn á markaðnum í dag, er með flottan (og stóran) 5,7 tommu skjá og virkar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja geta rissað upp myndir eða skrifað minnispunkta á snjallsímann, því sérstakur penni fylgir með. Spotify tónlistarþjónusta (ókeypis með auglýsingum, u.þ.b. 1.600 kr. fyrir fulla áskrift). Spotify­tónlistarveitan kom loks til Íslands á þessu ári, en hún hefur notið mikilla vinsælda erlendis. Með Spotify fæst aðgangur að gríðarlega stóru tón­ listarsafni og þar á meðal talsverðu safni íslenskrar tónlistar, sem hægt er að hlusta á ókeypis ef hlustað er á auglýsingar á nokkurra laga fresti. Annar styrkleiki Spotify er hversu auðvelt er að nýta áskriftina sína á spjaldtölvum og snjallsímum og þannig vera í raun með tónlistarsafnið sitt ávallt við höndina, með því tæki sem er handhægast hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.