Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 57

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 57
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 57 græjur Báðar verða tölvurnar mikið stökk fram á við frá fyrri kynslóð, sem er komin talsvert til ára sinna. Vinnslugetan er margföld, sem mun án efa sjást vel á útliti leikjanna, stýribúnaður betri, bæði stýring með stýri­ pinnum og með myndavél, og öll netvirkni orðin öflugri. Það er reyndar einn anginn enn af þróun leikjatölvanna – bæði Sony og Microsoft vilja að leikjatölvurnar séu jafnframt afþreyingarmiðstöðvar heimilis­ ins. Til að ná því markmiði er boðið upp á ýmis öpp sem nýtast til að sækja ýmsa aðra afþreyingu en tölvuleiki á netið, t.d. kvik myndir og tónlist. Sumt af því fæst þó ekki á Íslandi sökum höfundarréttarmála og ekki vitað hvort losnar um þau höft í bráð. Erfitt er að dæma fyrirfram hvort nýjasta kynslóð leikjatölvanna sé raunveru leg bylting eða bara hefðbundið skref fram á við í þróun þessa vinsæla af ­ þreyingar iðnaðar. Það er þó að minnsta kosti ljóst miðað við áhuga tölvuleikja­ unnenda að PlayStation 4 og Xbox One munu ekki stoppa lengi í hillum verslana næstu mánuðina. Kinect­myndavélin fylgir með öllum Xbox One. PlayStation 4 og Xbox One munu þó að sjálf- sögðu skila sér hingað á endanum og í millitíð- inni er lítið hægt að gera annað en fylgjast með viðtökunum erlendis. 4G Þráðlaus gagnaflutningstækni (mánaðargjald frá 1.190 kr. á mánuði hjá nova.is og vodafone.is). 4G er ekki nýtt af nálinni á heimsvísu, en þessi hraðvirka gagnaflutningstækni yfir farsímakerfið kom loksins til Íslands á þessu ári. Nova og Vodafone hafa þegar tekið sín 4G­kerfi í notkun og Síminn mun bætast við undir lok þessa árs. 4G er frábær tækni fyrir þá sem vilja vera vel tengdir á ferðinni og sérstak­ lega fyrir þá sem búa við lélegt netsam­ band yfir landlínu. Svo er bara að vona að uppbygging kerfanna verði hröð þannig að sem flestir landsmenn eigi fljótlega kost á að nýta sér 4G hvar og hvenær sem er. Samsung Galaxy Note 3 snjallsími (verð frá 139.990 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækj um). Þriðja útgáfan af þessari mögnuðu græju, sem er í raun millistigið milli snjallsíma og spjaldtölvu, kom út á árinu. Margir héldu að Note­línan væri skelfileg hugmynd þegar fyrsti síminn kom á markað, en síminn náði talsverðum vinsældum, sem hafa aukist með hverri nýrri kynslóð. Note 3 er einn öflugasti snjallsíminn á markaðnum í dag, er með flottan (og stóran) 5,7 tommu skjá og virkar sérstaklega vel fyrir þá sem vilja geta rissað upp myndir eða skrifað minnispunkta á snjallsímann, því sérstakur penni fylgir með. Spotify tónlistarþjónusta (ókeypis með auglýsingum, u.þ.b. 1.600 kr. fyrir fulla áskrift). Spotify­tónlistarveitan kom loks til Íslands á þessu ári, en hún hefur notið mikilla vinsælda erlendis. Með Spotify fæst aðgangur að gríðarlega stóru tón­ listarsafni og þar á meðal talsverðu safni íslenskrar tónlistar, sem hægt er að hlusta á ókeypis ef hlustað er á auglýsingar á nokkurra laga fresti. Annar styrkleiki Spotify er hversu auðvelt er að nýta áskriftina sína á spjaldtölvum og snjallsímum og þannig vera í raun með tónlistarsafnið sitt ávallt við höndina, með því tæki sem er handhægast hverju sinni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.