Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 88
88 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Fatahönnun selja í evrópu, bandaríkjunum og Japan farmers market Bergþóra Guðnadóttir fatahönnuður og eig in - maður hennar, Jóel Pálsson, stofnuðu hönnunar - fyrirtækið Farmers Market haustið 2005. Hún segir að hugmyndin hafi verið að byggja upp fatamerki sem legði áherslu á vöru línu úr vönduðum náttúrulegum hrá efnum og sækti innblástur í sögu okkar og norræn ar rætur. „Stefna okkar er m.a. sjálfbærni í víðum skiln ingi; þ.e. bæði á forsendum umhverfis og fjárhags. Við fórum því mjög rólega af stað og unnum aðra vinnu með fyrstu tvö til þrjú árin, enda engir fjárfestar á bak við fyrirtækið heldur hefur það fengið að vaxa á „lífrænan“ hátt. Auk sölu á heimamarkaði eru vörur okkar seldar í 40-50 hönnunar- og tískuverslunum í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Við rekum líka netverslunina Farmers & Friends, sem auk okkar eigin vörulínu selur m.a. íslenska tónlist og bækur.“ Litirnir og efnin Bergþóra segir að hvað hönnunina og hug - mynd ina á bak við fyrirtækið varðar staðsetji þau sig á skurðpunkti þar sem fortíð mætir nútíð, hið þjóðlega mætir hinu alþjóðlega og sveitin mætir borginni. „Við reynum að hafa grunnlínuna klassíska og tímalausa og að hægt sé að nota hana við fjölbreytt tækifæri, bæði í útivist og borgarlífi.“ Hún segir að litirnir og efnin séu eitt það mikil vægasta í hönnuninni. „Ég leggst undir feld og geri litapallettu fyrirfram fyrir tímabilið sem við erum að vinna hverju sinni og er hún svo gegnumgangandi í vörulínunni sem kemur í kjölfarið. Litirnir eru gjarnan jarðlitir eða hafa einhverja skírskotun í náttúruna en eins og ég nefndi eru náttúruleg hráefni grunnurinn í öllum okkar vörum. Við höfum til þessa mikið notað ull – íslenska ull, merinóull og angóru – sem og annars konar náttúruleg hráefni eins og silki, vaxborna bómull og hör. Við höfum undanfarin misseri jafnt og þétt verið að breikka vörulínuna okkar. Fyrst unnum við aðallega með prjón í peysum og fylgihlutum, við bættum svo við kjólum, buxum, undirfötum og nú síðast yfirhöfnum. Um þessar mundir erum við að stækka línuna enn meira og er margt spennandi í spilunum fyrir haust/vetur 2014-15.“ bergþóra Guðnadóttir. „auk sölu á heimamarkaði eru vörur okkar seldar í 40­50 hönnunar­ og tískuverslun­ um í evrópu, bandaríkj­ unum og Japan.“ Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.