Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 græjur Samsung Galaxy S4 snjallsími (verð frá 99.990, t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). GalaxyS­línan er flaggskip Samsung­ snjallsím anna sem hafa notið fádæma vinsælda síðustu ár. Galaxy S4 er ekki svo ýkja frábrugðinn fyrirrennara sínum, S3, en það er kannski bara hið besta mál – til hvers að laga það sem ekki er bilað? Galaxy S4 er með einstaklega skýrum, björtum og stórum skjá sem hentar sérstaklega vel til að horfa á myndir eða vídeó og spila leiki. Myndavélin er góð, vinnslugetan er til fyrirmyndar og hönnunin smekkleg og létt, þótt vissulega fari svolítið fyrir símanum í vasa eða veski. Haswell frá intel örgjörvar (mismunandi verð, innbyggðir í tölvur). Haswell er fjórða kynslóð hinna vinsælu Core­örgjörva frá Intel, sem notaðir eru í flestar öflugri far­ og borðtölvur heimsins. Haswell­örgjörv­ arnir hafa reynst frábærlega í prófunum frá því að þeir komu á markað. Ekki er nóg með að þeir séu öflugri en eldri útgáf ur, heldur eru þeir líka umtalsvert sparneytnari, sem þýðir að raf ­ hlöðu ending eykst. Intel hannaði Haswell sérstaklega með far­ og spjaldtölvur í huga og verður áhugavert að fylgjast með þróuninni á spjaldtölvumarkaðnum í kjölfarið. Verður nú loks hægt að fram­ leiða spjaldtölvur með vinnslugetu á við hefðbundn ar fartölvur? Google Nexus 7 (önnur kynslóð) spjaldtölva (verð frá 57.990 kr., t.d. hjá www.tolvulist­ inn.is). Þeir sem halda að spjaldtölvumarkaðurinn saman­ standi af iPad­tölvum frá Apple annars vegar og óverðugum keppi nautum hins vegar hafa greinilega ekki kynnt sér nýjustu útgáfuna af Nexus 7. 2013­árgerðin af Nexus 7 er önnur kynslóð þessara spjaldtölva frá Google og með henni tókst að finna gott jafnvægi milli vinnslugetu og verðs. Nexus 7 er með frábæran skjá, fínasta vélbúnað og verðið er lágt í samanburði við fyrrnefndar iPad­tölvur. Panasonic lumix lF1 myndavél (verð 94.900 kr. hjá beco.is). Nú þegar snjallsímarnir eru komnir langt með að gera út af við ódýrustu myndavélarnar er þessi verðflokkur stafrænu myndavélanna í raun orðinn sá lægsti sem skiptir máli. Panasonic Lumix LF1 telst til dýrari tækifæris­ myndavéla – þ.e. þeirra véla sem ljósmyndarar kaupa sér ef þeir sætta sig ekki við myndavél snjallsímans og vilja hafa handhæga en öfluga myndavél ávallt við höndina. Sem slík er Lumix LF1 góður kostur, með 7.1x zoom, góðan skjá til að skoða myndir og háskerpuvídeótöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.