Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 66
66 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013
Jóhanna Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri Kynnisferða.
óhanna Hreiðarsdóttir
er 29 ára og tók við starfi
mannauðsstjóra í mars
2013 en hún hefur starf-
að hjá fyrirtækinu síðan
2008. Jóhanna hefur einnig yfir -
umsjón með innleiðingu vott -
aðra stjórnkerfa hjá fyrirtækinu.
Vottunin – staðfesting á
jafn launum
Kynnisferðir er fyrsta fyrir-
tækið í ferðaþjónustu sem er
með jafnlaunavottun VR.
Hvernig kom það til og hvaða
skilyrði þurfti að upp fylla?
„Þáverandi formaður og
framkvæmdastjóri VR komu að
máli við okkur í byrjun ársins
og buðu okkur að vera með.
Við tókum að sjálfsögðu vel í
það enda óeðlilegt í nútíma-
sam félagi að óútskýrður
launa munur kynj anna innan
VR sé 9,4%, og á almenna
vinnu markaðnum 18,5%,
konum í óhag. Vottunin er
stað festing á að fyrirtækið
greiði konum og körlum sömu
laun fyrir jafnverðmæt störf.
Til að uppfylla kröfur jafn -
launa staðalsins höfum við
inn leitt jafnlaunakerfi, mótað
jafn launa stefnu og ákvarðað
jafnlauna við mið. Þá lögðum við
töluverða vinnu í að skilgreina
og flokka störf eftir mikilvægi
og fara yfir allar starfslýsingar
í fyrirtækinu. Síðan var allt
verklag í kringum laun og
launa ákvarðanir skjalfest. Við
rýnum kerfið reglulega og
þjálfum stjórnendur í að nota
það. Til að hljóta vottun þarf að
fara í gegnum úttektarferli sem
BSI á Íslandi sér um og felst í
að taka út verklagsreglur og
framkvæma launagreiningu.
Við erum mjög ánægð með
útkomuna úr launa grein ing -
unni og að hljóta jafnlauna-
vottun VR. Við skorum á
önn ur fyrirtæki, sérstaklega í
ferða þjónustu, að sækjast eftir
vottun og taka þátt í að eyða óút-
skýrðum launamun kynj anna á
íslenskum vinnu mark aði.“
reka bílaleigu
Hvernig gengur starfsemi fyrir
tækisins almennt nú þeg ar
uppgangur er í ferða þjón ustu?
„Umfang starfseminnar hefur
aukist undanfarin ár í takt við
aukinn fjölda ferðamanna hing-
að til lands. Við flytjum um það
bil 700 þúsund farþega á ári í
öllum okkar ferðum, þar af eru
erlendir ferðamenn um 90%
farþega. Flotinn okkar telur nú
um 70 hópferðabifreiðar sem
eru með þeim nýrri á landinu.
Nýjasta viðbótin okkar er RE:D-
bílaleiga með 50 bíla flota en
starfsemi hennar hófst í byrjun
sumars.“
REYkjaVIk ExCURSIoNS – kYNNISFERðIR:
Umfang starfseminnar hefur aukist
J
„Við skorum á önnur
fyrirtæki, sérstaklega
í ferða þjónustu, að
sækjast eftir vottun og
taka þátt í að eyða óút -
skýrðum launamun
kynj anna á íslenskum
vinnumarkaði.“
TexTi: svava jónsdóTTir Mynd: Geir ólafsson
jaFnLaunaVottun
Reykjavik Excursions - Kynnisferðir er stolt af
því að vera fyrsta ferða þjónustu fyrirtækið
til að hljóta Jafnlaunavottun VR. Vottunin
staðfestir að konur og karlar fá sömu laun
fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
Stefna fyrirtækisins miðar að því að starfs-
fólk njóti sömu launa kjara og eigi jafna
mögu leika á að hljóta framgang í starfi.
Við setjum jafnrétti
í fremsta sætið!
Reykjavik Excursions - Kynnisferðir er stolt af
því að vera fyrsta ferða þjónustu fyrirtækið
til að hljóta Jafnlaunavottun VR. Vottunin
staðfestir að konur og karlar fá sömu laun
fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
Stefna fyrirtækisins miðar að því að starfs-
fólk njóti sömu launa kjara og eigi jafna
mögu leika á að hljóta framgang í starfi.
Við setjum jafnrétti
í fremsta sætið!