Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 81
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 81
Að sögn Þórhildar Ólafar Helgadóttur, framkvæmdastjóra fjár málasviðs
Securi tas, tók fyrirtækið þá
ákvörð un að óska eftir stað fest -
ingu á þeim jafnréttis gild um
sem starfað er eftir þar á bæ:
„Þetta er gæðastimpill fyrir
Securitas og verður vonandi
til þess að hvetja konur til
að sækja um störf hjá okkur
en 11% af starfsmönnum
fyrirtækisins eru konur. Hins
vegar er gaman að segja frá því
að þegar nýju jafnréttislögin
voru sett sátu þrjár konur í
stjórn Securitas en enginn karl -
mað ur og við þurftum því að
breyta kynjahlutfallinu svo
ekki hallaði á karlana. Ég er
eina konan í tólf manna fram -
kvæmda stjórn í heildina, þar
með talið dótturfélögum. Við
mættum vissulega bæta okkur
þar en staðreyndin er sú að
við erum í mjög karllægum
rekstri; rafvirkjar og þeir
sem almennt eru með raf- og
tækni kunnáttu eru langoftast
karlmenn. Konur hafa til þessa
ekki mikið sótt um að verða
öryggisverðir, sem er kannski
tengt stöðluðu ímyndinni, en
við erum með nokkrar konur í
öryggisþjónustunni sem standa
sig frábærlega.
Verkefni sem henta konum
Við erum með ýmis verkefni
sem henta konum mjög vel,
eins og t.d. aðgangsstýringu í
móttöku fyrirtækja, rýrnunar-
eftirlit, staðbundin verkefni af
ýmsu tagi og yfirsetur á sjúkra -
húsum. Verkefni af því tagi hafa
aukist gríðarlega á þessu ári
sökum þess hve undir mönnuð
sjúkrahúsin eru en við erum með
sérþjálfað fólk í þeim störfum.
Fyrirtæki mannúðar
Securitas hefur verið valið
fyri r tæki ársins hjá VR enda eru
starfsmenn okkar mjög ánægðir
með vinnustaðinn sinn. Hjá
Securitas erum við starfsfólkið
eins og stór fjölskylda. Starfs -
aldur er almennt hár, sem
endurspeglar að fólki líður
vel hér hjá Securitas. Starfs -
fólk okkar er stolt af fyrir tæk -
inu og starfsánægja er mikil.
Það er annasamt hjá okkar
fólki í desember. Í mörg ár
höfum við sinnt gæslu hjá Fjöl -
skylduhjálpinni. Securi tas var
nýlega valið fyrir tæki mannúðar
hjá Fjöl skyldu hjálpinni og við
erum stolt af því. Það er bæði
gaman og gefandi að taka þátt
í störf um sem eru greinilega
unnin af hugsjón og sýna fram
á samfélagslega ábyrgð.“
SECURItaS:
Gleðilegur gæðastimpill
„Hins vegar er gaman
að segja frá því að þegar
nýju jafnréttislögin
voru sett sátu þrjár
konur í stjórn Securitas
en enginn karlmaður
og við þurftum því að
breyta kynjahlutfallinu
svo ekki hallaði á
karlana.“
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Securitas.
Securitas hlaut jafnlaunavottun VR hinn 16. október síðastliðinn. Fyrirtækið hefur þó alltaf starfað
samkvæmt þeirri reglu að jafnverðmæt störf hafi sama verðmiðann, óháð kyni.
TexTi: Hrund HauksdóTTir / Myndir: Geir ólafsson ofl.
jaFnLaunaVottun