Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 13
5. Eru í starfi innan fyrir
tækis ins sem hentar þeim
ekki miðað við hæfni
þeirra eða getu.
Það er ljóst að það að vera
með slíkan fjölda af óvirku
starfs fólki í vinnu getur verið
mjög kostnaðarsamt og óeðli
legt og því ættu vinnustaðir að
huga að virkni starfsmanna
hópsins í heild og finna leiðir til
að auka hana.
Hvernig má auka virkni
starfsfólks?
Sýnt hefur verið fram á fylgni
ýmissa þátta í starfsumhverfi
starfsfólks við virkni þess.
Helstu þættir sem hafa áhrif
á virkni og komið hafa fram í
rannsóknum eru:
1. Starfsfólk finni að hlustað
sé á skoðanir þess og að
álit þess skipti máli.
2. Starfsfólk viti nákvæm
lega til hvers er ætlast
af því og að væntingum
til þess sé komið skýrt á
framfæri.
3. Viðurkenning og hrós.
4. Möguleikar á að læra og
þróast í starfi.
5. Stuðningur við úrlausn
vandamála.
6. Yfirmaður styðji og verji
sitt fólk ef og þegar á þarf
að halda.
Af þessum atriðum sést með
skýrum hætti að stjórnendur
gegna lykilhlutverki þegar kem
ur að virkni starfsfólks.
Þekkingarsetur um þjónandi
forystu hefur unnið að rann
sókn um á vægi þjónandi forystu
á vinnustöðum hér á landi og
í þeim hefur eftirfarandi komið
fram: „Því betra sem sam
band starfsfólks er við næsta
yfirmann þeim mun líklegra
er að starfsmanni gangi vel í
vinnu, hafi góða starfsorku, hafi
jákvætt viðhorf til vinnunn ar og
sé ánægður í starfi. Uppbyg
gilegt viðhorf næsta yfir manns,
skýr sýn á tilgang starfanna
og eflandi samskipti eru hér
lykilþættir. Áhugi næsta yfir
manns á velferð starfs mannsins
og tækifæri starfs fólks til að
vaxa og dafna hafa sterkust
tengsl við góðan ár angur
varðandi líðan og virkni á vinnu
stað.“
Áhrif stjórnenda á
virkni starfsfólks og
ár angur vinnustaða
Virkni sker sig ekkert frá mörg
um öðrum þáttum sem rannsak
aðir eru varðandi starfsfólk og
vinnustaði; samband starfsfólks
við næsta yfirmann kemur alltaf
upp sem veigamesta breytan
eða skýringin. Það hversu
mikil samskipti starfsfólk á við
sinn næsta yfirmann, hvort
yfirmaðurinn veitir endurgjöf,
hvetur, veitir stuðning og er til
staðar og almennt lætur starfs
manninn vita að hann og hans
álit og framlag skipti máli.
Það er því út frá skoðun á
virkni, eins og mörgu öðru
í starfsumhverfinu, sem við
sjáum aftur og aftur að árangur
fyrirtækja byggist ekki síst á
hversu vel stjórnun er sinnt og
hversu góðir stjórnendur eru
í að byggja upp og viðhalda
sambandi við sitt fólk.
Virkni starfsfólks skiptir miklu máli fyrir rekstrarlegan árangur vinnu
staða. Bæði vinnuveit endur og
starfsfólk þurfa að skoða sinn
þátt í að auka virknina og ná
hámarksframlagi frá starfsfólki
og hvernig það getur orðið
virkara í starfi og á sama tíma
upplifað ánægju í starfi – sem
aftur hefur áhrif á lífsgæði
þeirra.
Hvað gerir þú til að auka virkni
á þínum vinnustað?
Virkni á Vinnustöðum
Virkir og ánægðir 34%
Óvirkir og óánægðir 22%
Hlutlausir 44%