Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 78
78 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013
jaFnLaunaVottun
KPMG er í grunninn endurskoð unar -fyrir tæki en í seinni tíð hefur áhersl an
færst í auknum mæli á ráð gjöf
og aðra þjónustu – reiknings-
skilaþjón ustu, fyrir tækja-
ráðgjöf, skattaráðgjöf og lög -
fræðiráðgjöf.
„Þetta er að vissu leyti al -
þjóð leg þróun sem einkennir
starfsemi KPMG um heim
allan. Viðskiptavinir eru allt
frá einstaklingum upp í stór -
fyrirtæki og það er margt sem
okkar stóri sérfræði hóp ur getur
boðið,“ segir Andrés Guð-
mundsson starfsmanna stjóri.
Hópur sérfræðinga
Stór hópur sérfræðinga vinn -
ur hjá KPMG og þekking og
reynsla er lykillinn að fjöl -
breyttri þjónustu í hæsta gæða -
flokki. Félagið skiptist í nokkur
svið sem leggja áherslu á mis -
munandi þjónustuframboð.
Um tuttugu manns vinna á
skatta- og lögfræðisviði og þar
af fjöldi lögfræðinga sem og
fólk sem hefur reynslu í skatta -
málum.
„Starfsmenn yfirfara skatt -
fram töl, vinna í úttektum á
virðis aukaskatti, þeir vinna
í al þjóðlegum skattarétti, fé -
lagarétti og í rauninni öllu því
sem fyrirtæki og einstaklingar
þurfa á að halda í kringum
skatta mál. Skattamál geta orðið
flókin og það getur borgað
sig að fá aðstoð sérfræðinga.
Fyrirtæki sem eru í erlendum
samskiptum og einnig þau
sem sinna innanlandsmarkaði
nýta sér þjónustuna til að þetta
sé gert rétt en það getur verið
dýrt að gera mistök. Þetta er
kPMG:
Upphaf á vegferð
„Svona sérfræðifyrirtæki voru karllæg á árum áður en aukið jafnræði milli kynja í háskólanámi hefur breytt stöðunni á vinnu-
markaði. Við erum mjög stolt af stöðu kvenna hjá fyrirtækinu sem er hægt að mæla á ýmsan hátt svo sem hvað varðar fjölda
kvenna í stjórn og eigendahópi.Hér hefur hlutfall kvenna í eigendahópi alltaf verið tiltölulega hátt, bæði miðað við KPMG í
heiminum sem og önnur samkeppnisfyrirtæki hér á landi,“ segir Andrés Guðmundsson, starfsmannastjóri KPMG.
svava jónsdóTTir / Myndir: Geir ólafsson
Andrés Guðmundsson. „Við sóttum um jafnlaunavottun Vr 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.“