Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 47 verið hættuleg, hið þægilega geti verið óvinur þess stórfeng­ lega. Lögmálin eru fleiri, t.d. mikilvægi þess að taka stöðu í takt við þín persónulegu gildi, mikilvægi sjálfsþekkingar til að þekkja styrk leikana og tækifæri til vaxtar. Einnig leggur höfundur áherslu á mikilvægi þess að vera sífellt að sá fræjum til að uppskeran verði góð. Tómur tankur Tómi tankurinn sem höfundur vísar til er því ekki tómur af ofálagi heldur er hann þurraus ­ inn. Sá sem aðhyllist þessa hugmyndafræði nýtir hana til að koma meiru í verk í leik og starfi í daglega lífinu og, það sem meira er; að koma réttu hlutunum í verk. Þessi aðili verð­ ur því á æðsta degi búinn að gera allt það sem hann langaði til að gera og á ekkert eftir ógert, engin eftirsjá og leggur þann ig sitt af mörkum til að rýra verðgildi kirkjugarðanna (sjá texta í ramma – Hvar er dýrasta landið). Fyrir hverja Alltof sjaldan rekur á fjörurnar bækur sem fá mann til að hugsa og hvetja mann til að gera eit t­ hvað öðruvísi en maður er van ur. Þetta er sú bók. Hún er afar skemmtilega uppsett, einföld en um leið knýjandi. Hver hluti endar á krefjandi spurningum sem lesandinn ætti að spyrja sig og í kjölfarið fylgja leiðbeiningar um hvernig lesandinn getur deilt spekinni með öðrum, því eins og höfundur segir sjálfur stimplar fátt nýja þekkingu eins vel inn og að kenna hana einhverjum öðrum. Bókin hentar öllum þeim sem vilja koma meiru í verk í leik og starfi og eru tilbúnir til að fara út fyrir þægindarammann til að svo megi verða, skora á sjálfa(n) sig og um leið umhverfið. veikleika og hvað drífur þig áfram. Ekki nóg með það, heldur þarftu að stilla athafnir þínar af í takt við þekkingu þína. Þannig leggurðu grunn að árangri. EGÓIÐ: Það er óhjákvæmilegt að gera mistök í lífi og starfi. Sumum finnst þeir brenni­ merktir við mistök og gera hvað sem þeir geta til að af­ neita þeim, breiða yfir þau eða snúa þeim upp í sigur. Það er sjaldnast markmiðið í sjálfu sér að gera mistök en við ætt um að gera þau að reynslu sem við getum lært af frekar en reynslu sem við ættum að skammast okkar fyrir. Ótti: Óttinn þrífst á hinu óþekkta. Lamandi áhrif hans eiga oftar rætur að rekja til ímyndunaraflsins fremur en raunveruleikans. Til að sigrast á óttanum þurfum við að taka meðvitaða og stefnumiðaða áhættu í lífi og starfi. VARNIR: Það ná fæstir ár angri í tómarúmi. Við náum árangri í samfélagi við aðra, hinum ýmsu teymum. Þau tengsl eru hins vegar oft það sem látið er sitja á hakanum þegar mikið er að gera og hætta á að við lokum okkur af – setjum upp varnir og haus inn undir okkur. Lausnin á því er að koma sér upp stuðn­ ingskerfi sem lætur vita þegar halla er farið á nauðsynleg samskipti og bæta úr því áður en skaðinn er skeður. Bókin er afar skemmti lega uppsett, einföld en um leið knýjandi. Todd Henry eR ÁsTRÍðAn ÞAð einA sem Til ÞARf? Í mjög mörgum bókum og greinum sem fjalla um árangur í starfi er fjallað um mikilvægi þess að finna það sem þú brennu r fyrir, ástríðuna þína, og árangurinn muni fylgja í kjölfarið. Höfundur DieEmpty skorar á þessa hugsun og segir: „Okkur er sagt hvað eftir annað að það eina sem þurfi að gera sé að „finna ástríðuna“ og peningarnir fylgi í kjölfarið.“ Hann heldur því fram að það sé í raun og veru sjálfselsk leið til að finna leiðir til að starfa við það sem skiptir máli – og að sá sem er drifinn áfram af sjálfselsku geti ekki náð hámarksárangri. Á endanum dofnar ástríðan sem þannig er fundin og við förum af stað í leit að nýrri ástríðu. Betri leið er að spyrja sig „hvar get ég aukið virði?“ í stað þess að spyrja „hvað get ég fengið?“. HVAR eR VeRðmæTAsTA lAndið Í bókinni segir höfundur frá fundi með vini sínum þar sem sá spurði hóp af fólki: „Hvar er verðmætasta landið?“ Fólk gat upp á stöðum eins og Manhattan, olíulindasvæði í Mið­Austurlöndum og svæði gullnáma í Suður­Afríku áður en vinurinn skar úr um að hópurinn væri á algjörum villigötum. „Verðmætasta landið,“ sagði hann, „eru kirkjugarðar þessa heims. Í þeim eru grafnar allar óskrif­ uðu skáldsögurnar, óstofnuðu fyrirtækin, óbættu samböndin og allt annað sem fólk taldi sér trú um að það ætlaði að „drífa í á morgun“. Einn daginn rann hins vegar upp síðasti morgundagurinn.“ Það má segja að þessi hugsun sé kveikjan að bókinni Die Empty – Unleash Your Best Work Every Day. Höfundur fór að velta fyrir sér hvað hann þyrfti að gera til að tryggja að þegar hann færi í gröfina væri hann „þurrausinn“, búinn að hrinda í framkvæmd öllu því sem hann ætlaði sér. Eða með öðrum orðum; deyja „með tóman tank“. ÞRjÁR undiRsTöðuR VelGenGni Í bókinni setur höfundur fram þrjár meginstoðir velgengni. Þær eru kortlagning (mapping), aðgerðir (making) og tenging (meshing). kortlagning: Þetta stig er skipulagsstig, markmiðasetning og forgangsröðun. Vinnan á undan vinnunni sem tryggir að kastljósinu, tímanum og orkunni sé beint að réttu hlutunum á réttum tíma. Aðgerðir: Eins og orðið segir til um þá er það á þessu stigi sem hin raunverulega vinna fer fram. tenging: Á þessu stigi verða til tengingar á milli þátta. Þetta er vinn­ an á milli vinnunnar sem í raun og veru skilar þér árangri, það að sjá stóra samhengið og tækifærin sem í því felast. Til að ná árangri þarf meðvitað að hafa alla þrjá þættina í huga. Höf­ undur heldur því fram að það gerist ekki af sjálfu sér þar sem hvert og eitt okkar er missterkt á hverju sviði fyrir sig en leggja þurfi rækt við öll þrjú til að hámarksárangur náist. Sá sem nýtir alla þrjá þættina til jafns er sá sem nær hámarksárangri eða ef atriðin eru skoðuð með stærðfræðilegum hætti: kortlagning + aðgerðir + tenging = Sá sem nær árangri og hannar framtíð sína. kortlagning + aðgerðir – tenging = Sá sem er drífandi og kemur hlutum í verk en án samhengis. Aðgerðir + tenging – kortlagning = Sá sem rekur með straumnum. tenging + kortlagning – aðgerðir = Draumóramaðurinn. Hvaða „týpa“ ert þú og til hvaða aðgerða þarftu að grípa til að styrkja allar þrjár stoðirnar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.