Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 65
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 65
skoðuð. Þá hefur félagið sam -
þykkt jafnréttisstefnu, haldið
námskeið og kynningar, farið
í herferðir og sýnt auglýsingar
svo eitthvað sé nefnt.
Þessi barátta hefur skilað ár angri og kynbundinn
launa munur samkvæmt
niður stöðum launakönnunar
hefur dregist verulega saman.
Árið 2001 var kynbundinn
launamunur 13,8% en var 9,4%
samkvæmt niðurstöðum launa-
könnunar árið 2013. Munur á
heildar laun um hefur minnkað úr
19,7% árið 2001 í 15,4% árið 2013.
Í rétta átt
„Þessi árangur dugar ekki til og
við munum hvergi hvika fyrr
en fullu jafnrétti hefur verið
náð. Í jafnréttislögum frá 2008
segir að konum og körlum sem
starfa hjá sama atvinnurekanda
skuli greidd jöfn laun og skuli
njóta sömu kjara fyrir sömu eða
jafnverðmæt störf. Það er ljóst
að jafnrétti verður einungis náð
með samstilltu átaki launafólks
og atvinnurekenda. Það er
mark mið jafnlaunavottunar VR.
Því fleiri fyrirtæki sem innleiða
kröfur staðalsins, því víðtækari
verða áhrif hans. Við bindum
miklar vonir við að áhrifa
jafnlaunavottunar VR fari að
gæta á vinnumarkaði fljót lega
og við sjáum launamun kynj-
anna dragast enn meira saman.
Jafnlaunavottun VR tekur nú
þegar til á annan tug fyrirtækja
og stofnana eins og áður sagði og
er ljóst að þús undir kvenna og
karla á ís lenskum vinnumarkaði
starfa nú þegar á vinnustöðum
þar sem ríkir jafnrétti til launa.
Með jafn launavottun axlar VR
sína samfélagslegu ábyrgð og
vill hvetja atvinnurekendur til að
leggja sitt lóð á vogarskálarnar
og leiðrétta launamun kynjanna
meðal starfsmanna sinna,“ segir
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR.“
Árið 2001 var kyn bund -
inn launamunur 13,8%
en var 9,4% 2013.
Bryndís Guðnadóttir, sérfræðingur á
kjaramálasviði Vr, og Ólafía B. rafns
dóttir, formaður Vr.