Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013
I
ngvar Már Gíslason er
mark aðs stjóri Norð lenska
og að hans sögn er hangi-
kjötið alltaf vin sælast og
hefur verið alla tíð:
„Íslendingar eru þó tilbúnir að
prófa nýja hluti þótt þeir hrófli
kannski ekki mikið við sjálfum
jólamatnum. Við selj um því
mikið af tvíreyktu hangikjöti
og salamipylsum, sérstaklega
í aðdraganda jóla. Þá erum
við afskaplega ánægð með
hversu góðar viðtökur íslenska
hráskinkan okkar hef ur fengið,
það góðar að nú ætlum við
að fara að bjóða hana árið um
kring.
Persónulega finnst mér þó
ekkert betra en léttreyktur
lamba hryggur, sem er algjört
sælgæti og í miklu uppáhaldi
hjá mér.“
Hangikjötið hefur alla tíð
verið taðreykt
„Hangikjötið okkar er taðreykt
og hefur verið alla tíð og
við leggjum mikið upp úr
því að svo verði áfram. Að
okk ar mati er hangikjöt ekki
alvöru hangikjöt nema það
sé taðreykt, pækilsaltað og
reykt á beini. Það gera sér
ekki margir grein fyrir því en
fram leiðsla á hangikjöti er
langt og flókið ferli, tekur um
tvær vikur fyrir hefðbundið
hangi kjöt en um sex vikur
fyrir tvíreykt hangikjöt. Það
eru til einfaldari fram leiðslu-
aðferðir, t.d. að sprautusalta
hangikjötið og úrbeina fyrir
reykingu. Okkur finnst hins
vegar mikilvægt að halda í
gömlu framleiðsluaðferðirnar
til að gæðin verði í lagi.
Ábyrgð okkar er mikil og við
erum þakklát fyrir traustið
sem okkur er sýnt ár eftir ár,
við erum jú að tala um jólamat
Íslendinga.“
Jólalykt ilmar um öll hús
Hvernig er stemningin hjá
starfsfólki Norðlenska á
þessum árstíma?
„Hún er einstaklega góð,
jólalykt ilmar um öll hús og
eftir því mjög mikið að gera og
á eftir að verða enn meira þegar
líður að jólum. Við erum með
augun á sama tak marki; sem er
að sjá til þess að Íslendingar fái
sinn jólamat. Í raun má segja
að desem bermánuður þjappi
okkur alltaf enn meira saman,
þá eykst álagið en samvinna
allra deilda er alltaf til fyrir-
myndar.“
Stutt í næstu veislu
Hvað er svo helst á döfinni
hjá Norðlenska á nýja árinu?
„Það er einfaldlega stutt í
næstu veislu, þorrann. Súr -
mat urinn verður fáanlegur í
verslunum skömmu fyrir jól
og svo fer allt á fullt í janúar.
Það er eins með súrmatinn og
jólamatinn; það þarf að vanda
sig við framleiðsluna og við
erum svo heppin hér hjá Norð -
lenska að eiga frábæra kjöt-
iðnaðarmenn.“
NorðleNSkA
Hangikjötshátíð í bæ
Desembermánuður er mikill kjötsölumánuður, hvort sem horft er til hangikjöts, reykt
svínakjöts eða annarra vara tengdra jólum. Þessi árstími er ávallt mjög annasamur og
skemmtilegur hjá starfsfólki Norðlenska.
TexTi: Hrund HauksdóTTir Myndir: Geir ólafsson oG úr safni
Ingvar Már Gíslason.
„Að okkar mati er hangikjöt
ekki alvöruhangikjöt nema
það sé taðreykt, pækilsaltað og
reykt á beini.“