Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Á fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugs­ son ar forsætisráðherra og Bjarna Bene ­ diktssonar fjármálaráðherra í Kalda ­ lóns salnum í Hörpu, þar sem þeir kynntu fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í höfuð stólslækkun íbúðalána, stóð skrifað á stóru veggtjaldi fyrir aftan þá: Leiðréttingin. Sjálf sagt fór vel á því, en hún er engan veginn áhættu laus fyrir ríkissjóð ef bankaskatturinn á gömlu þrota ­ búin, sem á að fjármagna 80 milljarða króna niður ­ færsluna á næstu fjórum árum, fer fyrir dómstóla og stenst ekki, eins og sumir óttast. Þá breytist þetta í skuld ríkissjóðs. Vonandi kemur ekki til þess. Í kosningabaráttunni var fjármögnun leið rétt ­ ingarinnar boðuð með samningum við kröfuhafa í stærra samhengi, en ríkisstjórnin hefur horfið frá því í bili og féð sótt til þeirra í formi skattlagningar. Hugsanlega er verið að draga kröfuhafana að samn ­ ingaborðinu í leiðinni. Fyrstu viðbrögð benda til þess að mun meiri ánægja sé með leiðréttinguna en margir áttu von á, samanber kannanir, og stemn ­ ingin hjá þeim sem eru á móti boðuðum aðgerðum virðist vera að snúast upp í setninguna: Þetta gat verið verra. Auðvitað heyrast þau rök að fyrst ríkis ­ stjórnin ætli sér að fjármagna 80 milljarðana með beinni skattheimtu hvers vegna féð fari þá ekki frekar í að greiða niður skuldir ríkisins eða í nýtt hátæknisjúkrahús. Helsti ávinningurinn sem leiðréttingin leiðir vonandi af sér er þjóðarsátt. Að stundin í Hörpu hafi verið tímapunktur. Tímapunktur þar sem punktur var settur aftan við margumræddan forsendu ­ brest og biðinni miklu í atvinnulífinu sé lokið. Árin fimm frá hruni séu kvödd og byrjað upp á nýtt með meiri sátt á milli skuldara gengisbundinna lána og verðtryggðra lána, hreinna borð og stórauk inn drifkraft í atvinnulífinu. Að vísu voru fjármála ­ fyrirtækin búin að afskrifa yfir 1.000 milljarða hjá fyrir tækjum og einstaklingum frá hruni áður en að leiðréttingunni kom. Sigmundur Davíð og Bjarni hefðu átt að gefa út afgerandi yfirlýsingu í Hörpunni um að þetta væri þeirra lokasvar og að biðinni miklu sem allt of lengi hefði einkennt atvinnulífið væri lokið. Að ekki væri meira á leiðinni fyrir einhverja hópa íbúðaeigenda. Þá hefðu allir séð hvernig staða þeirra væri og getað gert sínar ráðstafanir út frá því. Þeir sem skulda of mikið og telja sig ekki ráða við þá glímu gætu þá ákveðið að lýsa sig gjaldþrota og byrja upp á nýtt. Enda er löngu ljóst að leiðréttingin dugar engan veginn þeim sem skulda mikið og ráða ekki við greiðslubyrðina. Biðin hefur verið eitt helsta vandamálið í atvinnu ­ lífinu. Allir bíða og hafa beðið eftir nýjum kjara ­ samn ingum, skuldaleiðréttingu heimila, endur ­ reiknuðum bílalánum og íbúðalánum, fyrirliggjandi dómum dómstóla í skuldamálum. Þá bíða margir eftir að ný ríkisstjórn láti meira að sér kveða við að örva atvinnulífið með skattalækkunum. Á síð­ asta kjörtímabili biðu allir eftir margumræddri skjaldborg heimilanna, sem breyttist í tjaldborg, og að þáverandi ríkisstjórn færi frá völdum til að nýir menn kæmust að stjórnborðinu sem legðu áherslu á að örva atvinnulífið og landsmenn til dáða. Um það snerust kosningarnar síðastliðið vor. Engu að síður var „leiðrétting húsnæðislána“ svo áberandi í kosningabaráttunni að erfitt var fyrir báða stjórnarflokkana að hunsa það loforð. Vert er að setja 80 milljarða niðurfærsluna í leiðréttingunni í samhengi við fyrri ráðstafanir ríkisstjórna. Nærtækt er að líta á það þegar fráfarandi ríkisstjórn skrifaði undir loforðalista til að liðka fyrir frjálsum kjarasamningum á síðasta kjörtímabili. Eftir undir­ skriftina sagði Steingrímur J. Sigfússon, þá fjár ­ mála ráðherra, að loforðalistinn myndi kosta ríkið 60 millj arða næstu þrjú árin. Leiðréttingin er engan veginn áhyggjulaus fyrir ríkissjóð og ekki skal gert lítið úr því. Verðbólga vegna meiri eyðslu er líklegast vanmetin í áhrifunum og vegna verðtryggingar gæti skuldastaðan fljótlega farið í fyrra horf. Það yrði hins vegar mikil gæfa ef leiðréttingin leiddi til þjóðarsáttar á vinnumarkaði. Fjárlagahallinn frá árinu 2008 er orðinn yfir 600 milljarðar króna og ríkissjóður greiðir í kringum 80 milljarða á ári í vexti. Ekkert er eins mikilvægt og að ríkissjóður sé rekinn af ábyrgð og án halla. Á hinum erfiðu dögum haustið 2008 þegar bankarnir hrundu var lögð ofuráhersla á að ríkissjóður færi ekki á höfuðið svo hægt væri að koma upp starfhæfu bankakerfi og halda greiðslukerfinu gangandi. Það afrek verður aldrei ofmetið. Ef lánshæfismat ríkissjóðs er lágt smitast það á bankana og fyrirtækin í land ­ inu. Fyrirtækin þurfa á traustum ríkissjóði og bankakerfi að halda og heimilin þurfa á traustum fyrirtækjum að halda. Ef leiðréttingin leiðir til verra lánshæfismats ríkissjóðs er það áhyggjuefni fyrir atvinnulífið og hittir heimilin fyrir – sem nú er verið að hjálpa. Vonandi skilar leiðréttingin sér í sátt á milli skuld­ ara í þjóðfélaginu og út á vinnumarkaðinn og að stundin í Hörpu hafi verið sá tímapunktur þar sem punktur var settur aftan við forsendubrestinn og byrjað var upp á nýtt í atvinnulífinu af meiri krafti en áður. Það yrði stóri ávinningurinn – og besti punkturinn. Jón G. Hauksson Stóri ávinning- urinn er sáttin. Vonandi reynist stundin í Hörpu tímapunktur sem markar nýtt upphaf með því að punkturinn hefur verið settur aftan við forsendu- brestinn. Leiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.