Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 90
90 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Fatahönnun Útlönd næsta skref fyrir þennan vinsæla barnafatnað Ígló&Indí Eftir að hafa unnið erlendis hjá Ilse Jacob sen, All Saints og Nikita ákvað Helga Ólafs dóttir fatahönnuður að stofna íslenska barna fata - merkið Ígló&Indí fyrir fimm árum en fyrirtækið hannar og selur barnaföt. Í dag er Ígló&Indí með eigin verslun í Kringl- unni og netverslun, www.igloandindi.com, auk þess sem fötin eru seld í tæplega 30 verslunum á Íslandi og erlendis. „Við höfum á síðastliðnum tveimur og hálfu ári lagt mikla áherslu á alla innviði fyrirtækisins til að geta tekið það áfram ásamt því að skil- greina vel heildarhugmynd Ígló&Indí út frá t.d. hönnun, vörulínu, markaðssetningu, útsölu - stöðum og framlegð,“ segir Guðrún Tinna Ólafs dóttir, framkvæmdastjóri og einn eig enda fyrir tækisins. „Við höfum unnið alla faglega undirbúnings- vinnu til að stækka fyrirtækið enn frekar. Það skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki eins og okkar að selja erlendis til að ná inn í enn stærra markaðssvæði því að þótt framleiðnin sé góð í prósentum þá er hún lítil í krónum. Til þess að geta boðið upp á góða breidd af vörulínu þurfum við að selja ákveðinn fjölda af stykkjum og markaðurinn hér á landi er helst til lítill þannig að það er eðlilegt skref fyrir okkur að fara út. Við höfum á síðustu mánuðum verið að skilgreina sölusvæði erlendis þar sem við höf um sambönd, þar sem við sjáum að það vant ar vel hannaðar vörur á góðu verði, þar sem markaðsstefna okkar í gegnum rafræna markaðs setningu skilar árangri og þar sem áhugi er fyrir vörum frá Norðurlöndunum. Erlendis er leitað að vörum með skandinavísk sérkenni og á góðu verði. Við höfum verið að leita að og gert samninga við samstarfsaðila erlendis, bæði innan smá - söluverslunar, markaðssetningar og fram - leiðslu, til að vinna með okkur að því að taka fyrir tækið áfram inn á stærra sölusvæði.“ Sterkt nafn og lógó Guðrún Tinna segir að hvað hönnunina varðar sé lögð mikil áhersla á góð snið og vönduð efni. Hugmyndafræði Ígló&Indí er að börnunum líði vel í fötunum, að þau hafi fulla hreyfigetu og fötin endist vel við leik úti og inni allan daginn. Fötin eru í fallegum litum og skreytt fallegum mynstrum og myndum. „Það eru alltaf smáatriði í hverri flík, hvort sem það er grafík eða blúndur, sem gerir flíkina sérstaka en Ígló&Indí-fötin þekkjast vel á hönnuninni. Við erum með tvenns konar kröfuharða viðskiptavini, þ.e. börnin sem klæðast fötunum sem og aðstandendur sem kaupa fötin. Því er mikilvægt að fatnaðurinn höfði til beggja hópa. Það er mikilvægt að hafa sterkt nafn en ekki síður sterkt lógó. Tvær vinalegar fígúrur eru á lógói fyrirtækisins; Ígló-strákurinn og Indí-stelpan. Jafnframt eru Ígló-strákurinn eða Indí-stelpan á hverri flík og tengir það börnin enn frekar við fötin.“ Guðrún tinna ólafsdóttir: „Núna er Ígló&Indí með eigin verslun í kringl­ unni og netverslun, www. iglo andindi.com, auk þess sem fötin eru seld í tæplega 30 verslunum á Íslandi og erlendis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.