Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 13

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 13
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 13 5. Eru í starfi innan fyrir­ tækis ins sem hentar þeim ekki miðað við hæfni þeirra eða getu. Það er ljóst að það að vera með slíkan fjölda af óvirku starfs fólki í vinnu getur verið mjög kostnaðarsamt og óeðli­ legt og því ættu vinnustaðir að huga að virkni starfsmanna­ hópsins í heild og finna leiðir til að auka hana. Hvernig má auka virkni starfsfólks? Sýnt hefur verið fram á fylgni ýmissa þátta í starfsumhverfi starfsfólks við virkni þess. Helstu þættir sem hafa áhrif á virkni og komið hafa fram í rannsóknum eru: 1. Starfsfólk finni að hlustað sé á skoðanir þess og að álit þess skipti máli. 2. Starfsfólk viti nákvæm­ lega til hvers er ætlast af því og að væntingum til þess sé komið skýrt á framfæri. 3. Viðurkenning og hrós. 4. Möguleikar á að læra og þróast í starfi. 5. Stuðningur við úrlausn vandamála. 6. Yfirmaður styðji og verji sitt fólk ef og þegar á þarf að halda. Af þessum atriðum sést með skýrum hætti að stjórnendur gegna lykilhlutverki þegar kem­ ur að virkni starfsfólks. Þekkingarsetur um þjónandi forystu hefur unnið að rann­ sókn um á vægi þjónandi forystu á vinnustöðum hér á landi og í þeim hefur eftirfarandi komið fram: „Því betra sem sam­ band starfsfólks er við næsta yfirmann þeim mun líklegra er að starfsmanni gangi vel í vinnu, hafi góða starfsorku, hafi jákvætt viðhorf til vinnunn ar og sé ánægður í starfi. Uppbyg­ gilegt viðhorf næsta yfir manns, skýr sýn á tilgang starfanna og eflandi samskipti eru hér lykilþættir. Áhugi næsta yfir­ manns á velferð starfs mannsins og tækifæri starfs fólks til að vaxa og dafna hafa sterkust tengsl við góðan ár angur varðandi líðan og virkni á vinnu ­ stað.“ Áhrif stjórnenda á virkni starfsfólks og ár angur vinnustaða Virkni sker sig ekkert frá mörg­ um öðrum þáttum sem rannsak­ aðir eru varðandi starfsfólk og vinnustaði; samband starfsfólks við næsta yfirmann kemur alltaf upp sem veigamesta breytan eða skýringin. Það hversu mikil samskipti starfsfólk á við sinn næsta yfirmann, hvort yfirmaðurinn veitir endurgjöf, hvetur, veitir stuðning og er til staðar og almennt lætur starfs­ manninn vita að hann og hans álit og framlag skipti máli. Það er því út frá skoðun á virkni, eins og mörgu öðru í starfsumhverfinu, sem við sjáum aftur og aftur að árangur fyrirtækja byggist ekki síst á hversu vel stjórnun er sinnt og hversu góðir stjórnendur eru í að byggja upp og viðhalda sambandi við sitt fólk. Virkni starfsfólks skiptir miklu máli fyrir rekstrar­legan árangur vinnu­ staða. Bæði vinnuveit endur og starfsfólk þurfa að skoða sinn þátt í að auka virknina og ná hámarksframlagi frá starfsfólki og hvernig það getur orðið virkara í starfi og á sama tíma upplifað ánægju í starfi – sem aftur hefur áhrif á lífsgæði þeirra. Hvað gerir þú til að auka virkni á þínum vinnustað? Virkni á Vinnustöðum Virkir og ánægðir 34% Óvirkir og óánægðir 22% Hlutlausir 44%

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.