Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 52

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 52
52 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 græjur Samsung Galaxy S4 snjallsími (verð frá 99.990, t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). GalaxyS­línan er flaggskip Samsung­ snjallsím anna sem hafa notið fádæma vinsælda síðustu ár. Galaxy S4 er ekki svo ýkja frábrugðinn fyrirrennara sínum, S3, en það er kannski bara hið besta mál – til hvers að laga það sem ekki er bilað? Galaxy S4 er með einstaklega skýrum, björtum og stórum skjá sem hentar sérstaklega vel til að horfa á myndir eða vídeó og spila leiki. Myndavélin er góð, vinnslugetan er til fyrirmyndar og hönnunin smekkleg og létt, þótt vissulega fari svolítið fyrir símanum í vasa eða veski. Haswell frá intel örgjörvar (mismunandi verð, innbyggðir í tölvur). Haswell er fjórða kynslóð hinna vinsælu Core­örgjörva frá Intel, sem notaðir eru í flestar öflugri far­ og borðtölvur heimsins. Haswell­örgjörv­ arnir hafa reynst frábærlega í prófunum frá því að þeir komu á markað. Ekki er nóg með að þeir séu öflugri en eldri útgáf ur, heldur eru þeir líka umtalsvert sparneytnari, sem þýðir að raf ­ hlöðu ending eykst. Intel hannaði Haswell sérstaklega með far­ og spjaldtölvur í huga og verður áhugavert að fylgjast með þróuninni á spjaldtölvumarkaðnum í kjölfarið. Verður nú loks hægt að fram­ leiða spjaldtölvur með vinnslugetu á við hefðbundn ar fartölvur? Google Nexus 7 (önnur kynslóð) spjaldtölva (verð frá 57.990 kr., t.d. hjá www.tolvulist­ inn.is). Þeir sem halda að spjaldtölvumarkaðurinn saman­ standi af iPad­tölvum frá Apple annars vegar og óverðugum keppi nautum hins vegar hafa greinilega ekki kynnt sér nýjustu útgáfuna af Nexus 7. 2013­árgerðin af Nexus 7 er önnur kynslóð þessara spjaldtölva frá Google og með henni tókst að finna gott jafnvægi milli vinnslugetu og verðs. Nexus 7 er með frábæran skjá, fínasta vélbúnað og verðið er lágt í samanburði við fyrrnefndar iPad­tölvur. Panasonic lumix lF1 myndavél (verð 94.900 kr. hjá beco.is). Nú þegar snjallsímarnir eru komnir langt með að gera út af við ódýrustu myndavélarnar er þessi verðflokkur stafrænu myndavélanna í raun orðinn sá lægsti sem skiptir máli. Panasonic Lumix LF1 telst til dýrari tækifæris­ myndavéla – þ.e. þeirra véla sem ljósmyndarar kaupa sér ef þeir sætta sig ekki við myndavél snjallsímans og vilja hafa handhæga en öfluga myndavél ávallt við höndina. Sem slík er Lumix LF1 góður kostur, með 7.1x zoom, góðan skjá til að skoða myndir og háskerpuvídeótöku.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.