Gerðir kirkjuþings - 1992, Síða 10
á þeirri föstu undirstöðu lífs alls, sem sterk þjóðkirkja veitir.
Og þarfnast þjóðin ekki síst sterkrar boöunar kirkju sinnar á þessum tímum. Atvinnuleysi
og þrengingar geta leitt til upplausnar fjölskyldunnar og þess vonleysis einstaklinga, að þeir
geti ekki lengur séð færa leið til að halda.
Hér þarf kirkjan að koma með boðskap sinn, sem mölur og ryð fá ekki eytt. Ljósið þarf
að skína, það sem fyrr hefur rofið myrkur og sýnir kærleika Guðs og umhyggju hans fyrir
bömum sínum og sköpun allri.
Fagna ég því samþykkt Reykjavíkurprófastsdæma um stuðning við þá, sem þurfa að horfast
í augu við erfiðleika atvinnuleysis og breyttra haga, og tek undir hana og veit, að þetta mál
verður einnig lagt fyrir það kirkjuþing, sem nú er að hefjast. Kirkjan þarf að leggja sitt fram
til þess að bera byrðamar með þeim, sem halloka fara, og næst veikindum og ástvinamissi
hlýtur atvinnuleysi að ræna sálarró og svipta friöi. Getur jafnvel verið, að umskiptin frá því
að halda til vinnu, þar sem um árabil kann að hafa verið starfað, til þess að þiggja framlag
úr opinberum sjóðum, séu svo mikil, að þeir sem reyna, missi alla trú á sjálfum sér og
myrkrið gleypi, hljóti þeir ekki þá aðstoð og stuðning, sem gagnar.
Skálholtsnefnd, sem ráðherra skipaði að beiöni minni, er nú að ljúka störfum og hefur
bráðabirgðaskýrsla hennar verið lögð fyrir ráöherra og biskup. En því miður reynist ekki
unnt að leggja þessa skýrslu fyrir kirkjuþing eins og að hafði verið stefnt, þar sem störfum
nefndarinnar er ekki alveg lokið. Nefndin hefur víða komið við og skýrsla hennar spannar svo
til öll svið hins göfga staðar. En mest bar á tillögum hennar um Skálholtsskóla og lagt var
fyrir Alþingi á vordögum. Því miður fékkst frumvarpið ekki afgreitt fyrir þingslit og hefur það
háð öllu starfi og skipulagningu frekara starfs í Skálholtsskóla. Vonir standa til og hef ég orð
ráðherra fyrir því, að frumvarpinu verði hraðað nú á þingi, svo mál liggi ljós fyrir, en
frumvarp þetta verður lagt fyrir kirkjuþing sem sérstakt mál þess. Fjalla ég frekar um skóla
og stað í skýrslu minni til kirkjuþings, sem ég flyt á morgun.
En merkur viðburður var það, þegar vígslubiskup flutti í Skálholt á hðnu sumri. Þótti
mörgum andblær hðins tíma verða aö máttugum þey við þann viðburð. Vona ég þó, að ekki
sé það aðeins hohusta við hðinn tíma, sem vekur gleði, þótt vissulega sé fuh ástæða th, heldur
fyrst og fremst þær vonir, sem bundnar eru við setu vígslubiskupa beggja á hinum fornu
höfuðstólum íslenskrar kristni. Hafa þeir uppi áform góð um stuðning við presta og söfnuði
í stiftunum og hefur sumu af því þegar verið hrint í framkvæmd. En mjög stendur það öllu
starfi fyrir þrifum, að ekki er ætlað fé á fyárlögum eða frá ríkinu yfirleitt tU starfa víglsbiskupa
og er það algjörlega óviðunandi.
Ég sagði í setningarræðu í fyrra, að málefni kirkjunnar væru ekki fyrirferðarmikil í
fjölmiðlum. Þetta á ekki við um það sumar, sem við kveðjum nú í vikunni. Hélt ég ekki, að
til þess kæmi ég þyrfti að harma of mikla umfjöllun, en það er vitanlega ekki sama, frá
hveiju skýrt er, hvemig það er framsett og hvaða áherslur íjölmiðlastjórar kjósa að leggja á
mál. Eg ætla ekki að rekja þessar sögur, sumar hveijar vona ég gleymist fyrr en seinna og
sárindi og sviði tilheyri hðnu skeiði. En ljóst er það, að stöðuga aðgát þarf að sýna á þessu
sviði, og hef ég þá einnig orðið að horfast í augu við þau sannindi - og vonandi sitthvað lært
af.
5