Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 11
En vonbrigöi vegna einstakra þátta í matreiðslu fjölmiðla eða eigin framlagi mega ekki
draga úr fúsleika til þess að eiga við þessa aðiia gott samstarf gagnkvæms trausts. Mun ég
leggja áherslu á það og treysti því sama af þeirra hendi.
En það sjáum við, að ekki er unnt að standa að verkum og lausn þeirra með sama hætti
og fyrr. Myndir og frásagnir af atburðum, svo til um leið og þeir gerast, færir allt til meiri
skarpleika en fyrr, þótt ekki fylgi alltaf aukinn skýrleiki betri skilnings. En seint mun svo að
þessum málum staðið, að allir séu fyllilega ánægðir, og kemur þar ekki síst til mat manna,
og er þar enginn undanskilinn og ráöa stöður og embætti ekki öllu, hvað það áhrærir.
En margt hefur gerst fréttnæmt og vekjandi og þess virði að benda á. Nú síðast sérstök
kirkjuvika í Reykjavíkurprófastsdæmunum. Fór þá sumt fram í kirkjum og var starf allt kynnt
og fólki leiðbeint um kirkju sína og safnaðarheimili, annað fór fram í verslunarmiðstöðinni
Kringlunni, þar sem voru hafðar helgistundir tvisvar á dag í sérstöku herbergi, sem prestum
var látið í té, og urðu ævinlega einhveijir til þess að leita samtals við prest á eftir vegna
margvíslegra vandamála, og einnig voru söngatriði og annað, sem vakti verðskuldaða athygli
hinna fjölmörgu, sem koma í Kringluna. Vera má, að þetta samstarf hafi orðið til þess, að
nú hefur verið hætt við að hafa opiö á sunnudögum, og mjög þótti mér gott að heyra Jón
Ásbergsson lýsa því yfir, að virðing manna fyrir sunnudeginum og fúsleiki til þess að halda
hvíldardaginn heilagan hafi stuðlað ásamt öðru aö þessari ákvöröun. Eg fagna þessari
breytingu, og hafði fyrr mótmælt almennri verslun á sunnudögum og vona, að sem mest
verði gert til þess að hvíldardagurinn sé haldinn heilagur, þ.e. gefinn Guði og kirlqu hans, en
ekki aðeins fyrri hluti boðorðsins virtur.
Þá má einnig í þessu sambandi aukinnar viðleitni kirkjunnar til þess að verða að liðið og
benda á réttar brautir, minna á, að leikmannaskólinn starfar enn á þessum vetri, svo sem
boðið var til í fyrsta skipti í fyrra. Er þó sú breyting á orðin, að leita varð stærra húsnæðis,
slík var aðsóknin. Og aUs staðar er látin í ljós mikil ánægja með þessa möguleika. Og má
einnig minna á, að vonir standa til, að djáknamenntvm verði liður í starfí guðfræðideildar
þegar á næsta ári. En djákna er mikil þörf í kirkjunni við hlið presta og annarra starfsmanna.
Verður frumvarp lagt fyrir þetta þing um djákna og djáknamenntun og starf.
Þátttaka kennara í námskeiðum fyrir kristinfræðikennara í grunnskólum hefur einnig verið
mjög góð svo og samstarf fræðsludeildar við starfsfólk leikskóla og dagheimila á námskeiðum,
sem var boðið til.
Kirkjan er virk, á vegum safnaðanna er unnið mikið og gott starf, Kirkjusókn fer vaxandi.
Þetta vonum við, að fái ekki síður inni í íjölmiðlum en það sem æsing fylgir og einhver
togstreita með átökum.
Kirkjan þarf líka að miðla, hún verður að vera fundvís á leiöir, um leið og haldið er fast
við markmið. Þótti mér sérstaklega athyglisvert, þegar ég heimsótti fangelsið á Kvíabryggju
og ræddi við fanga og starfsfólk, þegar ég var að vísitera Snæfellsnes fyrr í þessum mánuði,
að heyra fanga lýsa sögu sinni. Höfðu allir áhuga á því, að lenda ekki aftur í fangelsi, og ég
spurði þá, hvað helst mætti koma í veg fyrir slíkt og þá ekki síður vegna þeirra Qölmörgu,
sem eru að stefna óðfluga í ógæfuátt. Og eitt kom þeim öllum saman um. Ekki að lausn
væri í því fólgin, að þeir fylgdu presti á fund fermingarbama eða annarra ungmenna og hefði
6