Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 13
Ávarp kLrkjumálaráöherra Þorsteins Pálssonar
Herra Ólafur Skúlason, biskup Islands,
biskupar
Það er mér ánægjuefni að fá nú í annað sinn tækifæri til að ávarpa kirkjuþing og nú við
setningu þingsins. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka gott samstarf ráðuneytis og
kirkju.
Biskup íslands vék að fyrri ummælum mínum á þá lund að þjóðkirkjan væri að mínu áliti
einn af homsíCiU im íslensks samfélags. Þá mikilvægu staðreynd árétta ég í upphafí þessara
ávarpsorða, fy/ir þá sök að ég hef hér fyrst og fremst í hyggju að víkja að þeim
stjómsýslulegu úrlausnarefnum sem ég ber embættis míns vegna ábyrgð á gagnvart
þjóðkirkjunni.
Af því mætti e.t.v. álykta sem svo að slík viðfangsefni væm talin höfuðverkefni
þjóðkirkjunnar. Stjómsýslan og eignamálin séu þar í aðalhlutverki. En ekkert tel ég raunar
fjær lagi. Þau em í eðh sínu aukaatriði í kirkjulegu starfí. En hvað sem því líður verða þau
ekki umflúin. Scjómsýsluverkefni em einfaldlega hluti þeirra hversdagslegu verkefna, sem
sinna verður, þótt önnur hafí annað og æðra gildi og taki því hug og tíma kirkjunnar
manna.
Hið stóra hlutverk þjóðkirkjunnar er að vera öfgalaus og umburðarlyndur boðberi lögmálsins.
Og með því að hinni evangelísk-lúthersku kirkju er veitt sú sérstæða að vera þjóðkirkja, sem
ríkisvaldið styður og vemdar, em henni lagðar miklar skyldur á herðar. Þar verða allir að geta
átt skjól. Þetta getur lagt nikkrar takmarkanir á þær aðferðir sem þjóðkirkjan getur beitt við
að koma boðskap sínum á framfæri. Með nokkmm sanni má segja að þessi staða setji
kirkjunni þrengri skorður í starfsháttum en ýmsum öðmm, því þjóðkirkjan er okkar allra.
Staða þjóðkirkjunnar hefur reyndar verið nokkuð til umræðu í þjóðfélaginu að undanfömu
og það er útaf fyrir sig ágætt. Það er ekki óeðlilegt að menn íjalli um stöðu svo mikilvægrar
stofnunar í þjóðfélaginu og hún sé endurmetin. Ég tel hinsvegar að það þjóðkirkjuskipulag
sem við búum við hafí reynst ákaflega vel og hafí stuðlað að miklu meiri og traustari
útbreiðslu kristilegs orðs en annars hefði verið og þannig treyst undirstöðu íslensks þjóðfélags.
Breytingar í átt til aukins skipulags og stjómunarlegs sjálfstæðis kirkjunnar mega því ekki og
eiga ekki að verða til þess að raska sjálfu þjóðkirkjuskipulaginu. Hér á það vel við að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Og við kjósum ekki að verða þeirri reynslu ríkari.
Þörfin fyrir kristilegan boðskap hefur sjálfsagt aldrei verið meiri en nú á tímum örra
þjóðfélagsbreytinga og rótleysis. Þá þurfa einstaklingamir á að halda boðskapnum um virðingu
fyrir sjálfum sér og öömm mönnum, umburðarlyndi og kærleika. Ég tel siðferðilega
undirstöðu þjóðfélagsins vera undir því komna að þessi boðskapur nái huga og hjarta
einstaklinganna og geri þá að betri mönnum.
Það átak sem gert hefur verið á vettvangi þjóðkiikjunnar til markvissari boðunar og eflingar
kristni hefur ekki farið fram hjá neinum að undanfömu. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt
8