Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 14
aö fylgjast með kynningu á fjölbreyttri dagskrá kirlquviku og hafa þessari nýbreytni veriö gerö
góð skil í opinberri umræðu.
Þetta er lifandi dæmi um góöan árangur og virkt innra starf.
Ég tel á hinn bóginn ákjósanlegt, ef hægt væri aö auka svigrúm þjóðkirkjunnar varðandi
áherslur og verkefni í innra starfí sínu. í því sambandi nefni ég sem dæmi að óþarfi ætti að
vera að geimegla eins og gert er í lögum hversu margir prestar skuli þjóna í hverju
prófastsdæmi. Slík atriði munu koma til skoðunar á vegum nefndar um endurskoðun laga um
prestaköll og prófastsdæmi, sem ég skipaði síðasthðið sumar samkvæmt endurskoðunarákvæði
í þeim lögum sjálfum. Nefndin mun koma saman til síns fyrsta fundar á næstu vikum.
Slíkur aukinn sveigjanleiki í skipulagi þjóðkirkjunnar og stjómsýslulegt svigrúm tengist því
almenna markmiði, sem ég hef vikið að bæði á prestastefnu og kirkjuþingi að stefnt skuh að
því að auka fjárhagslegt sjálfstæði og ábyrgð kirkjunnar. Það stefnumið gefur nú tóninn um
mörg úrlausnarefni sem fjallað er um á milli ríkis og kirkju.
Þar ber hátt eignamálin, en svo sem kunnugt er hafa ríkið annars vegar og þjóðkirkjan hins
vegar skipað nefndir af sinni hálfu sem hafa það verkefni að ná samkomulagi um það fyrir
hönd hvors aðila, hvemig skuh framkvæmt það áht kirkjueignanefndar, að þær jarðeignir sem
kirkjur hafí átt og eigi hafa verið seldar frá þeim með lögmætri heimild eða gengið frá þeim
með öðrum sambærilegum hætti, séu enn kirkjueignir.
Þær nefndir standa frammi fyrir því flókna úrlausnarefni að greiða úr því hver skuli vera
framtíðarskipan kirkjueigna í landinu á komandi tíð og hveijar skyldur kirkjan tekur á sig þar
á móti. Áður en niðurstöðu verður náð um það munu aðilar þurfa að skilgreina öh viðhorf
sín til þess mjög vel.
En síðari hluti áhts kirkjueignanefndar er senn væntanlegur. Hann felur í sér um hvaða
eignir er að ræða og lýsir sögu og stööu hverrar um sig, og mun án vafa auðvelda hina
tæknilegu vinnu nefndanna.
Allt að einu er óvarlegt að búast við að þessi vinna taki skemmri tíma en 2 - 3 ár og þess
vegna hafa menn orðið ósáttir um að þar th niðurstöðu sé náð skuh öh ráðstöfun kirkjueigna
koma á borð nefndarinnar áður en hún komi th framkvæmda, enda er mikilvægt að þetta
starf allt fari fram af yfirvegun og í sem mestri sátt, svo sem reyndar á við um öh samskipti
ríkisins og þjóðkirkjunnar.
Góð sátt þarf helst að ríkja um þá stefnu sem mörkuð er og þær breytingar sem eru gerðar.
Þetta getur verið vandasamt, því að það reynir vissulega á samskiptin þegar breytingar eru
gerðar á t.d. fjármálalegum tengslum við þær aðstæður aö einungis niðurskurður er til
skiptanna.
Við fjárlagagerö fyrir árið 1993 hafði sú stefna verið mörkuð að faha frá þeirri skerðingu á
kirkjugarðsgjaldi sem verið hefur við lýði. Hinsvegar stóð ráðuneytið frammi fyrir því að þurfa
að lækka útgjöld á starfssviði sínu um nálægt 6% og það hlaut að hafa sín áhrif á ríkisútgjöld
til kirkjumála.
Sú hugmynd sem lagt var upp með af hálfu ráðuneytisins var að varanleg breyting yrði gerð
á tekjustofnum kirkjunnar þannig að jöfnunarsjóður sókna yrði efldur á kostnað
9