Gerðir kirkjuþings - 1992, Blaðsíða 63
Reykjavíkur: einn á ísafirði, fimm í
Eyjafjarðarprófastsdæmi og einn á
Egilsstöðum. Ennfremur hafa verið
haldnir kynningarfundir í eftirtöldum
prestaköllum: Eskifirði, Grindavík,
Útskálum, Njarðvík og Keflavík.
Haldið verður áfram kynningu í
Kjalamesprófastsdæmi með það fyrir
augum að hópar verði myndaðir í sem
flestum sóknum sem taki til starfa í
janúar 1993 og ljúki störfum á
*
haustdögum. I nóvember verður
haldinn kynningarfundur í
Borgarfjarðarprófastsdæmi og eru
bundnar vonir við það að hópar verði
myndaðir þar sem starfi samhliða
hópunum í Kjalamesprófastsdæmi.
í augum sumra er verkefnið sniðið að
þörfum safnaða í þéttbýli. Þetta er rétt
að hluta til, enda má færa iök að því að
kirkjan standi veikar í þéttbýli en
dreifbýli. Hitt ber þó að árétta að efiúð
sem notað er í starfshópunum á að geta
hentað öllum söfnuðum, fjölmennum
sem fámennum vegna þess að það felur
ekki í sér fullskapaða heildaráætlun sem
kemur „að ofan“, heldur tilboð sem líkja
má við verkfæri sem einstakir söfnuðir
geta nýtt sér við áframhaldandi
uppbyggingarstarf, út frá eigin
forsendum og aðstæðum.
Framhaldið
Fræðsluefni um safnaðamppbyggingu
þarfnast stöðugrar endurskoðunar.
Reynsla og þekking okkar sem stöndum
fyrir verkefninu eykst stöðugt og
aðstæður í þjóðfélaginu og innan
kirkjunnar breytast ennfremur.
Fólkið sem tekur þátt í starfi hópanna er
misvel í stakk búið til að takast á við
verkefni sem þetta. Styðja þarf við
bakið á hópunum með því að halda
námskeið fyrir hópstjóra, heimsækja
hópana, gefa út hjálparefni svo dæmi
séu nefnd til þess að starfið nái því
marid sem því er sett. Síðast liðinn
vetur voru um eða yfir eitt hundrað
manns viðriðnir verkefnið með beinum
hætti og ætla má að uppundir tvö
hundruð taki þátt í því í vetur. Hópamir
hittast tvisvar í mánuði og meðlimir
þurfa að auki að undirbúa sig með lestri
fyrir hvem fund og því má augljóst vera
að mikið starf er imu af hendi í þessu
sambandi. Mikilvægt er að vel takist til
og er lögð á það rík áhersla að þetta
.aneginverkefni kirkjunnar þennan
áratug“ verði stutt myndarlega með
Qárframlögum úr sjóðum kirkjunnar.
Við teljum nauðsynlegt að ráðinn verði
starfskraftur með verkefnisstjóra hið
fyrsta í að minnsta kosti hálft starf enda
er það ekki á eins manns færi að stýra
verki sem þessu svo vel fari. Farið var
varlega af stað og byijað smátt en
augljóst er að verkefninu vex fiskur um
hrygg með hveiju misseri sem h'ður.
Reykjavík 20.október 1992,
Nefnd um safnaðaruppbyggingu:
Bragi Friðriksson, formaður, Bjöm
Bjömsson, Guðmundur Magnússon,
Karl Sigurbjömsson, Ragnheiður
Svemsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og
Öm Bárður Jónsson.
58