Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 103
1. í fyrstu grein segir aö stofnunin byggi á fornri skólahefð í Skálholti og einnig
á norrænni lýðháskólahefð. Ég tel hvorugt rétt. í fyrsta lagi vegna þess aö hér er ekki
um að ræða skóla, hvorki latínuskóla né lýöháskóla. Ahnennt talað má vissulega segja
sem svo að ein menntastofnun í Skálholti búi að fomri menningarsögu staðarins. I þeirri
merkingu mætti með góðum vilja segja að fyrra atriðið sé ekki misvísandi. Hvað
síðamefnda atriðið varðar er aftur á móti ekki að sjá að það standist þegar aftar kemur
í skjalið. Þar er ekki að sjá að sú stofnun sem reka á í Skálholti eigi neitt skylt við
venjulega norræna lýðháskóla.
Það einkennir hins vegar þessa fyrstu grein að forsendur stofnxmarinnar em
fundnar með því að líta aftur í tímann í stað þess að líta fram á við eða í það minnsta
til þeirra stofnana í samtímanum sem að margra dómi em sambærilegar við norrænu
lýðháskólana á sínum tíma. Þeir höfðu mikil áhrif, einnig hér á landi, þá gerðu menn
sér far um að kynnast hugmyndafræði þeirra og hvemig sú fræði birtist í rekstri þeirra.
í þessum lögum um nýja menningarstofnun í Skálholti er hvergi að sjá að nefndin, sem
frumvarpið vann, hafi unnið sambærilega forvinnu eins og áður er komið fram. Ég tel
þetta megingalla fmmvarpsins og meðfylgjandi greinargeröar.
Sé ekki um að ræða lýðháskóla heldur stofnun sem byggist á blönduðum rekstri
ráðstefna og námskeiða sem eiga væntanlega að standa aö verulegu leyti undir rekstri
þá er hér um að ræða það fyrirkomulag sem kallast á erlendum málum evangelískar
akademíur og kirkjuþing hefur fjallað um áður undir heitinu kirkjulegar
menningarmiðstöðvar (sjá 9. mál 1987: Tillaga til þingsályktunar um menningarmiðstöð
í Skálholti). Þær byggjast á útfærðri hugmyndafræði um samband kirkju og þjóðlífs.
Ekki er að sjá að sú hugmyndafræði liggi þó til grundvallar hér. Né heldur nein önnur
ákveðin stefna eða hugmynd sem verið er að gera að veruleika.
2. Ég tel þau atriði mikilvæg sem um getur í annarri grein, að skólinn (stofnunin)
sé til að efla samband kirkju og þjóðlífs annars vegar en hins vegar til að mennta
starfsmenn kirkjunnar. Hér skal aðeins vikið að fyrrnefnda atriðinu. Maður skyldi ætla
að þriðja grein (eða einhver önnur grein eða í það minnsta greinargerð) endurspeglaði
með hveijum hætti þessu marki skyldi ná og hvaða guðfræðileg hugsun byggi að baki.
Sé hér um að ræða þá hugsun sem býr að baki lýðháskólunum og hinum þýsku
evangelísku akademíum er mikilvægt að gera ráð fyrir þátttöku fulltrúa launþega, at-
vinnurekenda, fulltrúa menningarlífsins í þrengri merkingu þess orðs og ýmissa ann-
arra til þess að það kæmi fram í lögum eða reglugerð hver stefnan með þessari stofnun
væri. Að efla samband kirkju og þjóðlífs er afar vítt oröalag sem getur merkt allt eða
ekkert. Mín skoðun er sú að hér hefði þurft ákveðna stefnumörkun. Hver og einn getur
lagt þarna sinn skilning í orðalagið, það gæti allt eins fahð í sér höfnun á
lýðháskólahugmyndinni og þar með akademíuhugmyndinni eins og hið gagnstæða. Svo
þokukennt orðalag býður upp á togstreitu og vandræði.
3. Um þau þijú svið sem nefnd eru í þriðju grein er þetta helst að segja.
Guðfræðisvið er að mínu viti afar víðtækt hugtak og undir það má fella sitt af hveiju.
Það kemur ekki nægjanlega vel heim við þá stefnu að hér skuh efla samband kirkju og
þjóðlífs. Þegar litið er í greinargerð er fræðslusvið látið ná yfir aht milli himins og
jarðar eða því sem næst. Undir þaö sviö má feha nánast hvað sem er. Orðiö
fræðslusvið er heldur ekki þess eðlis aö þar skuh efla samtahð milli kirkju og þjóðlífs.
Guðfræðiviðhorf sem grundvahast á skoðanaskiptum koma raunar hvergi fram á
sýnilegan hátt í frumvarpi eða greinargerð, eina hugmyndafræðin sem vitnað er til er
sem fyrr segir sú sem býr að baki norrænu lýðháskólanna. Hún er góð svo langt sem
hún nær.
98