Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 222
þjóðmálum, eftir því sem kirkjuimar menn álíta þeir geti komið að gagni, hvort heldur
er í ábendingum og gagnrýni eða beinum tillögum til úrbóta.
Að kirkjuþing skyldi fjalla um áfengis- og fíkniefnavandann kemur ekki á óvart, en að
það skyldi líka hafa skoðun á atvinnuleysi og vanda þeirra, sem klukkan kallar ekki
lengur til starfa, vakti mikla athygh. En hví skyldi kirkjan ekki einmitt gera þetta?
Getur þjóðkirkjan okkar risið undir nefni, ef hún er blind á þjóðfélagið? Getur
kirkjuþing látið það öðrum eftir einum að túlka ástandiö? Er nokkur annar þess betur
umkominn að bregðast Ijósi fagnaðarerindisins á myrk svið mannlegs lífs, svo að eftir
sér tekið og veki von þeirra, sem kvíða komandi tíma? Ber ekki þjóðkirkju, sem vill
þó ekkert frekar en frið við þá, sem með völd fara í landinu á hveijum tíma, að láta
skoðun sína skýrt og skorinort koma fram, jafnvel þótt sumir vilji túlka sem gagnrýni
og jafnvel slettirekuskap? Það eru ekki tóm orð, þegar söfnuðurinn biður sérstaklega
í hverri einustu messu fyrir þeim, sem með störfum sínum hafa meiri áhrif á hag
annarra en gengur og gerist. Við biðjum fyrir þeim, af því að verk þeirra - eða
aðgerðaleysi- hafa áhrif á svo til hvert einasta mannsbarn á landi okkar. En samfara
bænum þarf að fara ábending og upplýsing á anda hans sem gekk um kring og gjörði
gott og hikaði ekki við að velta um borðum víxlaranna, þegar þeir voru svo
jarðbundnir, að þeir misnotuðu sjálfan helgidóminn. Þetta hefur kirkjuþing gert og
þetta ber því að gera. Og meðal annars vegna þessa hefur vægi kirkjuþings, starfs og
ályktana farið svo vaxandi að allt annað er nú en áður var.
Við segjum þetta ekki til þess að stæra okkur af. Sumt á rætur sínar að rekja til
breyttra aðstæðna, bæði hvað áhrærir möguleika til að koma málum á framfæri, og
eins í undirbúningi og vinnu, að því ógleymdu, að stórt skref var stigið, þegar kirkjuþing
fór að koma saman árlega í stað þess, að fundir voru aðeins annað hvert ár í fyrstu.
En það er sérstök ástæða af tilefni hinna 35 ára frá lagasetningu, eða 35 ára á næsta
þingi frá því fyrsta þing kom saman, að meta þátt kirkjuþings, áhrif þau, sem mál þess
og málatilbúnaður hefur haft og nýta til þess að bera upp að næstu þingum,
undirbúningi þeirra og markmiðum.
Vissulega er sagan, sem lögð var fyrir fulltrúa til yfírlestrar mikils virði og ég þakka
séra Magnúsi enn störf hans. En einnig hygg ég það væri ástæða til þess af tilefni
tímamóta, að fela einhveijum að kanna málin með hhðsjón af því, hver áhrif
kirkjuþings hafa verið og hvemig helst ætti að hasla því vöh í framtíð næstu þijátíu
og fimm ára. Hyggst ég reyndar gera tihögu um þetta á næsta fundi kirkjuráðs og
hafði gefið upp boltann í skýrslu minni og setningarræðu í þessa átt til umhugsunar
fyrir þetta kirkjuþing.
En þegar ég ht yfir málin, þá eru þau mörg þess eðhs, að ástæða er til að gleðjast
yfir þeim. Þar rís Skálholtsskóh hvað hæst og er brýn nauðsyn á afgreiðslu Alþingis á
frumvarpi þessu sem allra fyrst. Og nátengd vonum um Skálholt, skóla og starf, er hin
nýja braut við guðfræðidehdina, sem mun mennta djákna og búa þá undir þjónustu í
kirkjunni. Þá má einnig nefna könnun á stöðu þjóðkirkju og samspih hennar við þætti
ríkisins. Svo aðeins fátt sé nefnt í viðbót við það, sem að framan er sagt. En þessir
þættir eiga það sameiginlegt, að þar fléttast saman fortíð og framtíð með þeim hætti,
sem ég taldi nauðsynlegt á þessum tímamótum að huga sérstaklega að.
217