Són - 01.01.2009, Síða 10
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON10
Að námi loknu starfaði Helgi í 24 ár sem lyfjafræðingur, lengst af
á Húsavík – í 20 ár. En árið 1963 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni
til Reykjavíkur og tók nokkru síðar við kennslu í Kennaraskólanum
og síðan í Kennaraháskólanum allt til ársins 1981 þegar hann varð
sjötugur. Kenndi hann bæði eðlis- og efnafræði og einnig á bók-
menntanámskeiðum Kennaraháskólans.
Bókmenntastarf Helga Hálfdanarsonar var bæði fjölþætt og vand-
að og hann var ótrúlega afkastamikill. Öll bókmenntaverk sín vann
hann í tómstundum jafnframt skyldustörfum á sínum daglega vinnu-
stað, og eftir starfslok hélt hann ritstörfum sínum áfram af elju nær-
fellt til æviloka. Helgi Hálfdanarson lést á nítugasta og áttunda aldurs-
ári, þann 20. janúar 2009.
Á Húsavíkurárunum hófst af miklum þrótti margþættur rithöfund-
arferill hans, að því er virðist nokkuð skyndilega um miðja síðustu
öld. Fyrsta bók Helga Hálfdanarsonar kom hinsvegar út alllöngu fyrr
eða árið 1939 þegar hann var 28 ára gamall – um það leyti er hann
kom frá námi í Kaupmannahöfn. Það er bókin Ferðalangar. Ævintýri
handa börnum og unglingum. Þetta er fræðslurit og jafnframt skemmti-
saga. Tvö börn og uppfræðari fara í ævintýraferð út í himingeiminn
um „leiðir hugans“ og síðan eftir samskonar leiðum inn á fleiri svið
vísindanna, til dæmis inn í efnið og margskonar leyndardóma þess.2
Börnin fræðast um raungreinar, svo sem efnafræði, eðlisfræði, stjörnu-
fræði, líffræði og ýmislegt fleira í umhverfi mannsins. Aðferðin er hið
gamalkunna fræðsluform: spurningar nemenda og fræðandi svör
kunnáttumanns. Bókinni var vel tekið í skólakerfinu og hlaut með-
mæli skólaráðs barnaskólanna, enda gerir hún efninu skýr og
skemmtileg skil; allt hið fræðilega er sýnt og skýrt með auðskildum
hætti og jafnframt með því að segja sögu.
Úr deiglu rómantíkur
Í júní 1950 birtust í 1.–2. hefti Tímarits Máls og menningar þrjú ljóð í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar, sem nú stígur aftur fram á ritvöllinn
eftir ellefu ára hlé. Ljóst má þó vera að meðfram apótekarastörfum á
Húsavík hefur Helgi verið með hugann við skáldskap, svo styrk eru
tök hans á þessum ljóðum eftir þrjá af helstu forkólfum enskrar
rómantíkur. Meðal þeirra er ljóðið „Til lævirkjans“ eftir William
2 Helgi Hálfdanarson: Ferðalangar. Ævintýri handa börnum og unglingum, Reykjavík:
Bókaútgáfa Heimskringlu 1939.