Són - 01.01.2009, Blaðsíða 10

Són - 01.01.2009, Blaðsíða 10
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON10 Að námi loknu starfaði Helgi í 24 ár sem lyfjafræðingur, lengst af á Húsavík – í 20 ár. En árið 1963 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og tók nokkru síðar við kennslu í Kennaraskólanum og síðan í Kennaraháskólanum allt til ársins 1981 þegar hann varð sjötugur. Kenndi hann bæði eðlis- og efnafræði og einnig á bók- menntanámskeiðum Kennaraháskólans. Bókmenntastarf Helga Hálfdanarsonar var bæði fjölþætt og vand- að og hann var ótrúlega afkastamikill. Öll bókmenntaverk sín vann hann í tómstundum jafnframt skyldustörfum á sínum daglega vinnu- stað, og eftir starfslok hélt hann ritstörfum sínum áfram af elju nær- fellt til æviloka. Helgi Hálfdanarson lést á nítugasta og áttunda aldurs- ári, þann 20. janúar 2009. Á Húsavíkurárunum hófst af miklum þrótti margþættur rithöfund- arferill hans, að því er virðist nokkuð skyndilega um miðja síðustu öld. Fyrsta bók Helga Hálfdanarsonar kom hinsvegar út alllöngu fyrr eða árið 1939 þegar hann var 28 ára gamall – um það leyti er hann kom frá námi í Kaupmannahöfn. Það er bókin Ferðalangar. Ævintýri handa börnum og unglingum. Þetta er fræðslurit og jafnframt skemmti- saga. Tvö börn og uppfræðari fara í ævintýraferð út í himingeiminn um „leiðir hugans“ og síðan eftir samskonar leiðum inn á fleiri svið vísindanna, til dæmis inn í efnið og margskonar leyndardóma þess.2 Börnin fræðast um raungreinar, svo sem efnafræði, eðlisfræði, stjörnu- fræði, líffræði og ýmislegt fleira í umhverfi mannsins. Aðferðin er hið gamalkunna fræðsluform: spurningar nemenda og fræðandi svör kunnáttumanns. Bókinni var vel tekið í skólakerfinu og hlaut með- mæli skólaráðs barnaskólanna, enda gerir hún efninu skýr og skemmtileg skil; allt hið fræðilega er sýnt og skýrt með auðskildum hætti og jafnframt með því að segja sögu. Úr deiglu rómantíkur Í júní 1950 birtust í 1.–2. hefti Tímarits Máls og menningar þrjú ljóð í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, sem nú stígur aftur fram á ritvöllinn eftir ellefu ára hlé. Ljóst má þó vera að meðfram apótekarastörfum á Húsavík hefur Helgi verið með hugann við skáldskap, svo styrk eru tök hans á þessum ljóðum eftir þrjá af helstu forkólfum enskrar rómantíkur. Meðal þeirra er ljóðið „Til lævirkjans“ eftir William 2 Helgi Hálfdanarson: Ferðalangar. Ævintýri handa börnum og unglingum, Reykjavík: Bókaútgáfa Heimskringlu 1939.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.