Són - 01.01.2009, Síða 11

Són - 01.01.2009, Síða 11
Á HNOTSKÓGI 11 Wordsworth, lofsöngur til þessa boðbera ljóssins dýrðar sem sóar söngvaregni yfir jörðina. En sé lævirkinn „himinskáld“, eins og þar segir, á það við á gagntækari hátt um ljóðmælandann í miklu kvæði eftir Shelley sem hér birtist á íslensku og stendur raunar fremst þessara þriggja ljóða. „Skýið“ heitir ljóðið og það er sjálft skýið sem hefur orðið – og það er orðmargt og mælskt, en allt ljóðskrúð er hér náttúruskrúð, og sjónarsviðið er öll heimshvelfingin, síbreytileg og full af lífsanda, þótt mannskepnan sé hvergi nefnd til sögunnar. Einar Benediktsson færði okkur „Útsæinn“, en hér er það Helgi Hálfdanarson, í umboði Shelleys, sem færir íslenskum lesendum skýið og það talar sannarlega inn í íslenskt náttúrusamhengi – svona hefst fimmta erindið:3 Með perlum ég prýði og skarlati skrýði ég skrúðvagna Sólar og Mána. En eldfjöllin skyggjast og stjörnurnar styggjast, er stormurinn þenur minn fána. Frá strandfjalla nöf yfir hvítrokin höf legg ég háreista brúarspöng, og sólgeislaheld er hvelfing mín felld yfir hnjúkanna súlnagöng. Shelley verður að yrkisefni sá hverfulleiki veðrahjúpsins sem Íslend- ingar þekkja einkar vel. Hinn heiði himinn, sú bláa hvelfing sem skýið kallar sína „tómu gröf“, hverfur oft fyrr en varir, og þannig lýkur ljóðinu, með orðum Shelleys og Helga: um gröf mína tóma minn hlátur skal hljóma; úr hellisins regnvota munna sem barn ég fæðist, sem bleik vofa læðist og brýt hana niður til grunna. Þriðja ljóðið er „Ótti dauðans“ eftir John Keats, sem Helgi virðist hafa haft sérstakar mætur á eins og fleiri sem hafa lagt sig eftir skáldskap rómantísku stefnunnar. Helgi átti síðar eftir að þýða sum helstu ljóð þessa boðbera fegurðar og angurværðar, til dæmis „Til næturgalans“ og „Gríska skrautkerið“ („Ode on a Grecian Urn“). 3 Helgi Hálfdanarson: „Þýdd kvæði“ (P. B. Shelley: „Skýið“), Tímarit Máls og menn- ingar, 11. árg., 1.–2. hefti, 1950, bls. 39.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.