Són - 01.01.2009, Blaðsíða 13
Á HNOTSKÓGI 13
Í tímaritinu kemur ekki fram hver þýðandinn er. Þremur árum síðar
birtust þessar þýðingar í fyrsta ljóðaþýðingasafni Helga, Handan um
höf, og af handbragðinu má reyndar glöggt sjá að hann hefur einnig
þýtt greinina sjálfa eftir Mitchell.
Í þessu nafnleysi birtist eitt helsta einkenni Helga Hálfdanarsonar
– en það má jafnframt teljast hefðbundið í heimi þýðinga, því að
áður fyrr var algengt að þýðingar birtust án þess að fram kæmi hver
þýddi. Helgi vildi ekki trana sér fram; hann kærði sig ekki um
sviðsljósið, veitti ekki viðtöl, vildi ekki láta taka af sér myndir til
birtingar á almannafæri, og hann hafnaði öllum verðlaunum og veg-
tyllum. En þetta var ekki eina hliðin á Helga; hann var líka kapp-
samur rökræðumaður sem vildi taka þátt í umræðu um samfélag,
menningu og skáldskap; hann skákaði fram skýrum og stundum
ögrandi skoðunum í greinum sem hann birti í dagblöðum og tíma-
ritum, og hvað sem leið hógværð hans hafði hann augljóslega metn-
að til að koma þýðingum sínum á framfæri með sínum hætti og undir
sínu höfundarnafni. Þær þrjár ljóðaþýðingar hans sem fyrst birtust
og áður var vikið að birtust undir yfirskriftinni: „Helgi Hálfdanar-
son: Þýdd kvæði“. Vart er hægt að nefna nokkurn mann hér á landi
sem hefur rækilegar minnt okkur á að þýðandi er textahöfundur og
jafnframt menningarsmiður.
Frumyrkingar
Á sama tíma og Helgi birti fyrstu kvæðaþýðingarnar var hann jafn-
framt að yrkja frumsamin ljóð og hafði sennilega fengist við það
lengi. Fyrstu þrjár ljóðaþýðingar Helga birtust sem fyrr segir í Tímariti
Máls og menningar árið 1950 og síðar sama ár (3. h.) birti tímaritið þrjú
frumsamin ljóð eftir hann, öll í hefðbundnu formi.5 Eitt þeirra nefnist
„Til séra Hallgríms Péturssonar“. Í Passíusálmunum tekur Hallgrím-
ur gjarnan dæmi af Kristi og síðan af sjálfum sér. Í ljóði Helga er
svipuð aðferð; annarsvegar siglir Hallgrímur með himneskan byr í
voðum á traustu skipi enda situr frelsarinn í skutnum. En síðan sjáum
við ljóðmælandann „á hriplekum manndráps-nökkva“ með atóm-
sprengju í skutnum. Í þessu ljóði birtist gráglettin myndvísi sem jafn-
an er eitt einkennið á stíl Helga í frumsömdum texta.
5 Helgi Hálfdanarson: „Þrjú ljóð“, Tímarit Máls og menningar, 11. árg., 3. hefti, 1950,
bls. 167–169.