Són - 01.01.2009, Page 15

Són - 01.01.2009, Page 15
Á HNOTSKÓGI 15 Þriðja ljóðið í þessari syrpu nefnist „Á ýlisóttu“. Það er langt og mælskt með ríku myndmáli og vísunum, einskonar draugaljóð og mælandinn er beinagrind. En þarmeð var lokið þeim ljóðum sem Helgi Hálfdanarson birti undir eigin nafni. Þau urðu ekki fleiri en þessi sex. Hann var þó ekki hættur að yrkja; hann hafði meira yndi af skáldskap en svo. En hér eftir varð allt slíkt ýmist að einkamálum til skemmtunar meðal vina og kunningja, en undir huliðshjálmi ef það birtist. Og þegar svo var komið, var Helga ekkert um það gefið að minnst væri opinberlega á hans eigin ljóð eða vísur. Stundum þurfti hann líka að leiðrétta ranghermi í slíkum sökum. „Enda fæst ég ekki við yrk- ingar” segir hann í blaðagrein 1987. Og þessu til áréttingar vitnar hann til vinar síns og sveitunga sem oft var nálægur á ögurstundu: Kunningi minn einn, Hrólfur Sveinsson að nafni, hefur sagt, að ég telji það fyrir neðan virðingu mína að fremja slíkan nektar- dans á almannafæri. Reyndar veit hann eins vel og ég sjálfur, að mér er með öllu fyrirmunað að yrkja. Hafi ég nokkurn tíma reynt að berja saman vísu, þá hefur það einungis verið til að staðfesta þá sjaldgæfu fötlun að geta ekki ort.7 Þeir sem þekkja til ritferils Helga vita að Hrólfur Sveinsson er ekki alltaf trúverðug heimild en vel er honum trúandi til að líkja kveðskap við nektardans á almannafæri og koma með slíkum orðum á framfæri kaldhæðinni skýringu skáldsins sem stöðvaði eigin yrkingar um það leyti sem þær hófust.Tilefni þessarar sérstæðu yfirlýsingar Helga um að sér væri fyrirmunað að yrkja var staka um laxveiði sem Jón úr Vör hafði eignað Helga og birt í vísnaþætti sínum í DV. Síðar verður nánar minnst á vísu þessa sem er tvöföld í roðinu. Handan um höf Þeir listrænu hæfileikar sem einkenna fyrstu birtu þýðingar Helga Hálfdanarsonar voru rækilega staðfestir er fyrsta þýðingasafn hans, Handan um höf, kom út árið 1953, og bókin vitnar einnig um metnað hans og dirfsku. Í safninu er fjöldi ljóða frá nokkrum löndum. Ljóðaþýðandinn vinnur úr víðri heimsmynd, rétt eins og gert höfðu á undan honum þeir Magnús Ásgeirsson í þýðingabókum sínum og 7 „Vegna Jóns úr Vör“, DV, 3. október 1987. Molduxi, bls. 161.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.