Són - 01.01.2009, Blaðsíða 15
Á HNOTSKÓGI 15
Þriðja ljóðið í þessari syrpu nefnist „Á ýlisóttu“. Það er langt og
mælskt með ríku myndmáli og vísunum, einskonar draugaljóð og
mælandinn er beinagrind.
En þarmeð var lokið þeim ljóðum sem Helgi Hálfdanarson birti
undir eigin nafni. Þau urðu ekki fleiri en þessi sex. Hann var þó ekki
hættur að yrkja; hann hafði meira yndi af skáldskap en svo. En hér
eftir varð allt slíkt ýmist að einkamálum til skemmtunar meðal vina
og kunningja, en undir huliðshjálmi ef það birtist.
Og þegar svo var komið, var Helga ekkert um það gefið að minnst
væri opinberlega á hans eigin ljóð eða vísur. Stundum þurfti hann líka
að leiðrétta ranghermi í slíkum sökum. „Enda fæst ég ekki við yrk-
ingar” segir hann í blaðagrein 1987. Og þessu til áréttingar vitnar
hann til vinar síns og sveitunga sem oft var nálægur á ögurstundu:
Kunningi minn einn, Hrólfur Sveinsson að nafni, hefur sagt, að
ég telji það fyrir neðan virðingu mína að fremja slíkan nektar-
dans á almannafæri. Reyndar veit hann eins vel og ég sjálfur, að
mér er með öllu fyrirmunað að yrkja. Hafi ég nokkurn tíma
reynt að berja saman vísu, þá hefur það einungis verið til að
staðfesta þá sjaldgæfu fötlun að geta ekki ort.7
Þeir sem þekkja til ritferils Helga vita að Hrólfur Sveinsson er ekki
alltaf trúverðug heimild en vel er honum trúandi til að líkja kveðskap
við nektardans á almannafæri og koma með slíkum orðum á framfæri
kaldhæðinni skýringu skáldsins sem stöðvaði eigin yrkingar um það
leyti sem þær hófust.Tilefni þessarar sérstæðu yfirlýsingar Helga um
að sér væri fyrirmunað að yrkja var staka um laxveiði sem Jón úr Vör
hafði eignað Helga og birt í vísnaþætti sínum í DV. Síðar verður nánar
minnst á vísu þessa sem er tvöföld í roðinu.
Handan um höf
Þeir listrænu hæfileikar sem einkenna fyrstu birtu þýðingar Helga
Hálfdanarsonar voru rækilega staðfestir er fyrsta þýðingasafn hans,
Handan um höf, kom út árið 1953, og bókin vitnar einnig um metnað
hans og dirfsku. Í safninu er fjöldi ljóða frá nokkrum löndum.
Ljóðaþýðandinn vinnur úr víðri heimsmynd, rétt eins og gert höfðu
á undan honum þeir Magnús Ásgeirsson í þýðingabókum sínum og
7 „Vegna Jóns úr Vör“, DV, 3. október 1987. Molduxi, bls. 161.