Són - 01.01.2009, Page 18
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON18
esa nú vænligt
of Viðurs þýfi
né hógdrægt
ór hugar fylgsni.
Helgi telur að orðið „ljóðpundari“ merki annað en hefðbundnar
skýringar segja til um. Hann skrifar: „Ljóðpundari hlýtur að þýða ljóð-
smekkur, því það er hann sem vegur og metur ljóðið.“10 Og þessi fyrri
helmingur vísunnar merkir þá: „Mér veitist mjög örðugt að finna svo
skáldleg orð að ljóðsmekkur minn meti þau að nokkru.“ Í útgáfu
Fornritafélagsins á Eglu stendur hinsvegar að ljóðpundari geti „verið
hvort sem er: tunga eða tákn skáldskapargáfunnar“.11
Síðan rekur Helgi fleiri vísur kvæðisins til skýrara skilnings. Eftir
það víkur hann að torkennilegum, stöðum í öðrum kvæðum Egils,
„Arinbjarnarkviðu“ og „Höfuðlausn“, og að vísum annarra forn-
skálda. Verklag sitt við könnun og skýringar á hinum forna kveðskap
orðar Helgi svo: „Aðferðin sem hér verður beitt er sú að láta formið
annast leiðréttingarnar og láta það sem mest sjálfrátt um þær. [...] hér
verður naumast mark tekið á annarri leiðsögn en einmitt leiðsögn
formsins“. Hann hyggur semsagt að bragarhættinum, rími, ljóðstöfum
og hrynjandi sem vissulega er nokkuð á reiki í þessum kveðskap, „en
þó ekki meir en svo að leiða má af þeim mikils verðar líkur.“12 Helgi
hefur einnig stuðning af góðri þekkingu á skáldamálinu og á formgerð
fornmálsins. Með þessari aðferð býður Helgi lesandanum með sér í
ferðalag um vísnaveröld áðurnefndra átta Íslendingasagna. Þessari
sömu aðferð við könnun og skýringar beitti Helgi tíu árum síðar þegar
hann birti bók sína um Völuspá, en sú bók nefnist Maddaman með kýr-
hausinn og verður minnst á hana síðar.
Á sama tíma og Helgi fékkst við að kryfja kveðskap í Íslendinga-
sögum, leiddi hann hugann einnig að yngra kveðskap, að þjóðkvæð-
um, að nítjándualdarskáldskap og að samtímaljóðlist og hann fjallaði
um skáldskapinn bæði í ræðu og riti. Árið 1955 hélt hann erindi á
Húsavík um gamlar þjóðvísur.13 Ein þeirra er vísa sem til er í tveimur
gerðum. Önnur er þessi:
10 Helgi Hálfdanarson: Slettireka, 2. útg., Reykjavík: Mál og menning 2001, bls. 14.
11 Egils saga Skalla-Grímssonar, Sigurður Nordal sá um útgáfuna, Reykjavík: Hið ís-
lenzka fornritafélag 1933, bls. 246.
12 Slettireka, 2. útg., bls. 51–52.
13 „Eggjagrjót“, Molduxi, bls. 17–25.