Són - 01.01.2009, Side 20
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON20
skap þar sem tengd er saman íslensk braghefð og alþjóðlegar nýj-
ungar í ljóðlist. Hann orðar það svo:15
Ekki fær það dulizt, að ljóðsmekkur Snorra er sprottinn uppaf ís-
lenzkri braghefð, en hefur þroskazt undir hollum erlendum áhrif-
um fram til fulls öryggis hins sjálfstæða og frumlega listamanns.
Það kvæði Snorra, sem Helgi hefur hvað mestar mætur á er
„Hamlet“, þar sem „hikandi íhyglin heggur loks á hnút sinnar eigin
geðflækju.“ Helgi ætlar þessu kvæði veglegan stað meðal komandi
kynslóða. Hann bendir á sérstaka rímfléttu í kvæðinu, dáist að heill-
andi málfegurð þess, myndlist og dramatískri reisn. Síðan spyr hann:
„En hver er Hamlet? Er það hinn forni Danaprins, hinn frægi Hamlet
Shakespeares? Kvæðið víkur hvergi frá því mótífi. En við sem lesum
það, kennum kviku þess í eigin barmi; geigur okkar og grunur taka
að hvíslast á: Hver er Hamlet? Er hann ef til vill svívirt og svikið
mannkyn vorrar eigin sjúku og spilltu aldar? Enn bíður hann, hikar;
en þegar sorarauðar tungur svika-bálsins syngja honum kvöl og
dauða, efnir hann heit sín.“16
Helgi blandaði sér ekki í deilurnar um réttmæti nýjunga í íslenskri
ljóðagerð um miðja síðustu öld. Hinsvegar hugleiddi hann ítarlega
álitamálin um ljóðformið sem tekist var á um. Og þegar honum þótti
tímabært að fjalla um ljóðformið, gerði hann það á óvenjulegan hátt.
Hugleiðingar sínar um gamlan kveðskap og nýjan setti hann fram í
formi rökræðna sumarið 1976 þegar þýðingar hans á japönskum
ljóðum komu út. Þá birtust í Morgunblaðinu nokkrar greinar með
skoðanaskiptum þeirra Helga og Magnúsar Björnssonar sem Helgi
kallar vin sinn og frænda af Króknum.17 Magnúsi var ofboðið þegar
hann las japönsk ljóð óbundin í þýðingu Helga. Hann kallar þetta
„vítaverð málspjöll“ og telur að það sé „skylda þýðandans að velja
þeim íslenzkt ljóðform við hæfi. […] Mál er nú einusinni annaðhvort
bundið eða laust; þar er ekki þriðja kostar völ“ segir Magnús. Þarmeð
var kominn rökræðugrundvöllur og Helgi svarar að bragði og segir
að svo „virðist sem formbyltingin í íslenskri ljóðagerð hafi farið fyrir
ofan garð hjá Magnúsi“. Einnig bendir hann Magnúsi á að fletta upp
15 „Ég er að blaða í bók“, Tímarit Máls og menningar, 16. árg., 1. hefti, 1955. Molduxi,
bls. 193–209, tilv. á bls. 205.
16 Molduxi, bls. 203–204.
17 Greinarnar eru einnig í Molduxa, bls. 402–414.