Són - 01.01.2009, Page 20

Són - 01.01.2009, Page 20
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON20 skap þar sem tengd er saman íslensk braghefð og alþjóðlegar nýj- ungar í ljóðlist. Hann orðar það svo:15 Ekki fær það dulizt, að ljóðsmekkur Snorra er sprottinn uppaf ís- lenzkri braghefð, en hefur þroskazt undir hollum erlendum áhrif- um fram til fulls öryggis hins sjálfstæða og frumlega listamanns. Það kvæði Snorra, sem Helgi hefur hvað mestar mætur á er „Hamlet“, þar sem „hikandi íhyglin heggur loks á hnút sinnar eigin geðflækju.“ Helgi ætlar þessu kvæði veglegan stað meðal komandi kynslóða. Hann bendir á sérstaka rímfléttu í kvæðinu, dáist að heill- andi málfegurð þess, myndlist og dramatískri reisn. Síðan spyr hann: „En hver er Hamlet? Er það hinn forni Danaprins, hinn frægi Hamlet Shakespeares? Kvæðið víkur hvergi frá því mótífi. En við sem lesum það, kennum kviku þess í eigin barmi; geigur okkar og grunur taka að hvíslast á: Hver er Hamlet? Er hann ef til vill svívirt og svikið mannkyn vorrar eigin sjúku og spilltu aldar? Enn bíður hann, hikar; en þegar sorarauðar tungur svika-bálsins syngja honum kvöl og dauða, efnir hann heit sín.“16 Helgi blandaði sér ekki í deilurnar um réttmæti nýjunga í íslenskri ljóðagerð um miðja síðustu öld. Hinsvegar hugleiddi hann ítarlega álitamálin um ljóðformið sem tekist var á um. Og þegar honum þótti tímabært að fjalla um ljóðformið, gerði hann það á óvenjulegan hátt. Hugleiðingar sínar um gamlan kveðskap og nýjan setti hann fram í formi rökræðna sumarið 1976 þegar þýðingar hans á japönskum ljóðum komu út. Þá birtust í Morgunblaðinu nokkrar greinar með skoðanaskiptum þeirra Helga og Magnúsar Björnssonar sem Helgi kallar vin sinn og frænda af Króknum.17 Magnúsi var ofboðið þegar hann las japönsk ljóð óbundin í þýðingu Helga. Hann kallar þetta „vítaverð málspjöll“ og telur að það sé „skylda þýðandans að velja þeim íslenzkt ljóðform við hæfi. […] Mál er nú einusinni annaðhvort bundið eða laust; þar er ekki þriðja kostar völ“ segir Magnús. Þarmeð var kominn rökræðugrundvöllur og Helgi svarar að bragði og segir að svo „virðist sem formbyltingin í íslenskri ljóðagerð hafi farið fyrir ofan garð hjá Magnúsi“. Einnig bendir hann Magnúsi á að fletta upp 15 „Ég er að blaða í bók“, Tímarit Máls og menningar, 16. árg., 1. hefti, 1955. Molduxi, bls. 193–209, tilv. á bls. 205. 16 Molduxi, bls. 203–204. 17 Greinarnar eru einnig í Molduxa, bls. 402–414.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.