Són - 01.01.2009, Síða 36

Són - 01.01.2009, Síða 36
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON36 hanness Pilikians sem setti Lé konung á svið í þýðingu Helga í Þjóð- leikhúsinu 1977. Mikil umræða varð um þessa sýningu og tók Helgi þátt í skoðanaskiptunum, enda ekki alls kostar sáttur við áherslur leikstjórans. Þessi fræga uppfærsla og allt í kringum hana er eiginlega sérstakt rannsóknarefni: Það var sannarlega ekki alltaf logn í kringum Helga, þótt hann hafi verið afburða kurteis og hófstilltur maður. Hvað sem líður sviðsetningu á þýðingu Helga á Lé konungi (eða öðrum verkum) er þess að geta að sem bókmenntaverk er hún spenn- andi og hröð, í senn læsileg og æsileg; frá upphafi er allt á heljarþröm og texti Helga er á einhvern furðulegan hátt skýr og skjótstígur þótt hann sé krökkur af sturlun svo vart sér út úr augum – enda eru þau stungin úr einni aðalpersónunni. Semsé bókmenntaverk til lestrar ekki síður en sviðsverk. Þetta er athyglisvert, sé haft í huga að Helgi hóf að þýða Shakespeare sem leiktexta, og þá sérstaklega fyrir upp- færslur í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem þetta rita áttu eftirminnilegar sam- ræður við Helga um þýðingar leiktexta. Hann taldi að þýðing texta sem ætlaður væri leiksviði væri ekki í nokkurri eðlisbundinni and- stæðu við þýðingu textans sem bókmenntaverks. Leikstjóri og leikar- ar túlka textann að sínum hætti og hugsanlega breytir þýðandi verki sínu að einhverju leyti með hliðsjón af undirbúningi leikaranna. En Helgi leit svo á að textinn sem leikararnir flytja gæti einnig staðið jafngildur sem texti er lesendur nema af bók sér til ánægju – sem er annarskonar reynsla en að sitja í leikhúsi, þótt vissulega setji lesendur verkið einnig á svið í huga sér. Og þetta taldi hann eiga eins við um Shakespeare og önnur leikskáld, þótt líklegt megi telja að Shakespeare hafi eingöngu samið verk sín með leikflutning í huga en ekki lestrar- nautn. En það er nautn að lesa leikrit Shakespeares, hvort heldur frumtextann eða þýðingar Helga. Á Íslandi er raunar fremur lítil hefð fyrir leikritum sem bók- menntaefni til lestrar, en leikrit Shakespeares eru meðal þess bók- menntaefnis sem mest og víðast er lesið í heiminum. Auk Rómeó og Júlíu ber þar hæst harmleikinn um Hamlet Danaprins og víst má hann teljast þekktasta verk skáldsins og það sem mest hefur verið hampað, einkum vegna túlkunar á hinni miklu tilvistarglímu titil- persónunnar, glímu sem mörgum hefur þótt sérlega nútímaleg, þótt fest sé á blað fyrir fjórum öldum, og ljóst er að frá Hamlet liggja ótal þræðir um nútímabókmenntir Vesturlanda. Hamlet virðist ekki vera meðal þeirra verka sem Helgi gerði snemma atlögu að; þýðing hans birtist ekki á bók fyrr en 1970 (og þá með Lé konungi), og hún var ekki sett á svið fyrr en tæpum tveimur áratugum síðar. Fyrir var þýðing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.