Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 14
12
Jacques le Goff
hugmyndirnar um samfélagið sem heild, eða samsett af tveimur eða þremur
tegundum fólks. Þessir hópar voru, að sögn Bynum, skilgreindir samkvæmt
fyrirmyndum eða manngerðum sem þróuðust jafnhliða samfélaginu. Sjálfsævi-
saga Abelards, hvort sem hún er raunverulega eftir hann eður ei, Hrakfallasaga
{Historia calamitatuni), er í raun „saga uppgangs og falls ákveðinnar manngerðar:
heimspekingsins“. Frans frá Assisi, sem litið hefur verið ásem „einstaklinginn sem
rís upp gegn heiminum, verður heiminum fyrirmynd “.
Hversu skýra hugmynd hafði Loðvík hinn helgi um sitt eigið „sjálf‘? Greinar-
munur Marcels Mauss á „tilfmningu fyrir sjálfmu“ og einstaklingshugtakinu er í
fullu gildi hér. Loðvík hefur áreiðanlega haft „tilfmningu fyrir sjálfi sínu“, en
hugsaði hann þá einnig um sjálfan sig sem „einstakling“? Það er alls óvíst.
Þar sem fullmótað einstaklingshugtak var ekki enn komið fram á dögum
Loðvíks helga, þá er það tálsýn ein að reyna að komast að einstaklingseinkennum
hans, ef marka má Caroline Bynum. Eina ntyndin af honum sem okkur er tiltæk
er af hinum heilaga fyrirmyndarkonungi sem dregin er upp af kirkjunni í lok 13.
aldar, konungsímynd ölmusumunka, konungsklaustursins í Saint-Denis eða
konungsímynd hins trúaða riddara.
Jean-Claude Schmitt hefur enn meiri fyrirvara á því að hægt sé að tala um
einstaklinginn á þessum tíma. Hann reynir að grafast fyrir um uppruna þess sem
hann kallar „sagnfræðilegan skáldskap um uppgötvun einstaklingsins“ og telur að
hans sé að leita í þýskri fræðahefð frá lokum 19. aldar, á meðal fræðimanna á borð
við Jacob Burckhardt og Otto von Gierke. Schmitt hafnar því að á miðöldum
hafi verið til einstaklingshugtak í skilningi nútímans, og að sá skilningur sé raunar
mjög margræður. Hann viðurkennir aðeins persónuhugtakið sem hann telur
reyndar að hafi komið til fremur seint, og verið mótsagnakennt og spennuhlaðið:
„því þetta hugtak er fjarri því að leggja mikið upp úr einstaklingsvitundinni,
heldur gerir ráð fyrir því að sjálfsveran hverfi inn í guðdóminn, sem er fyrirmynd
hennar, og renn i saman við allt mannkynið og deili örlögum þess.“ Samt sem áður
eru mörg dæmi um klerka frá og með 9. öld, sem fylgja í fótspor Agústínusar og
upplifa óvænt þessa mótsögn hins kristna persónuhugtaks, þ.e. „að eyðing
sjálfsverunnar gerir á þversagnakenndan hátt ráð fyrir dýpkun einstaklingsvitund-
arinnar".
Ég tel að þessi hugsun geti skýrt þá innri spennu, sem William Jordan taldi sig
geta greint hjá heilögum Loðvík, milli hins einstaklingsbundna sjálfs hans sem
iðrandi kristins manns og hins opinbera sjálfs hans sem hátignar og konungs. Ég
held reyndar að konunginum hafi tekist að leysa á farsælan hátt úr þessari spennu
og að hún hafi ekki valdið honum hugarangri. I gegnum trú sína á Guð, gat Loðvík
umbreytt einstaklingsbundnum veikleikum sínum í persónulegt vald og stillt
saman siðferðilega og pólitíska hegðun sína. Hann mótaði persónuleika sinn til
að hann samræmdist þvf sem hann taldi vera guðlegan vilja.
Jean-Claude Schmitt telur tímabært að hefja rannsóknir á hinu sögulegu ferli
sem hafi leitt til þess að hugmyndin um einstaklinginn kemur fram og hann telur
að leynist enn undiryfirborði miðalda. Það á ekki einvörðungu að gera út frá sögu