Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 35
Mannlýsingar í konungasögum
33
einbeitni annars vegar, og veikleika og ístöðuleysi hins vegar. Hann gengur
rösklega og harkalega til verks eftir að hann hefur hafið uppreisnina seint um
haustið 1239. Hann tryggir sér völd í Þrændalögum og fer svo síðla vetrar suður
um, sigrar menn Hákonar í orrustu, vinnur Osló og aflar sér yfirráða austan fjalls.
Hákon kemur honum hins vegar á óvart í Osló og sigrar hann þar í orrustu. Þar
með verður Skúli að fara norður aftur til Niðaróss. Þegar þangað kemur hefur
Hákon orðið fyrri til og eyðilagt eða numið á brott allan flota hans. Hann
uppgötvar að andrúmsloff ið í bænum hefur snúist — og lætur algjörlega hugfallast:
Hertugi sat vm vorit j Nidarosi ok hellt bord j Breidastofo, enn var leingstum j
herbergium sinum ok atti fatt vid flesta menn. Var þat ok flestra manna skaplynde, at
eiga fatt vid hann (Hák. kafli 238, Sk. 574).
Að vissu marki er hér um að ræða viðbrögð við breyttum aðstæðum. Uppreisn
gegn Hákoni 1239-1240 var, eins og Sturla lýsir aðstæðunum, augljóslega djarft
fyrirtæki. Það gat bara heppnast með miklum krafti og ákveðni og með að svo
miklu leyti skýrum árangri að tryggð fólks flyttist frá Hákoni til Skúla. Sturla
gefur skýrar vísbendingar um að eitthvað slíkt hafi verið að gerast eftir sigur Skúla
austan fjalls - sterkari voru auðsýnilega ekki tryggðaböndin við ríkjandi konung.
Þó voru þau það sterk að miklu minna þurfti til að menn snerust aftur á sveif með
Hákoni heldur en Skúla.
Hvaða möguleika átti Skúli eiginlega eftir ósigurinn í Osló? Á undanhaldinu
norðureffir á Skúli fund með ráðgjöfum sínum og þar kemur m.a. fram sú
hugmynd hjá Véseta og Þorgils flyðru að hann fari austur á markir, í átthaga þeirra,
en þar bjóðast þeir til að safna að honum liði, ekki minna á hálfum mánuði en
hann hafði fyrir bardagann í Osló (Hák., kaflí 238, Sk. 572; Bagge 1996a, 138,
1996b, 542 o.áfr.). Fram kemur að í rauninni sé þetta eini möguleiki Skúla, þó
að margir manna hans hafi yfirgefið hann þegar þarna er komið. Sverrir hefði
augljóslega tekið eitthvað þessu líkt til bragðs. En Skúli hefur ekki nauðsynlegan
styrk og úthald til að velja þessa leið. Kannski hefur hann ekki heldur nauðsyn-
legan stuðning manna sinna. Eins og Sverris saga sýnir eins skýrt og verða má,
stoðar lítt þótt höfðinginn sé sjálfur viljugur til að þola hættur og erfiðleika ef
hann getur ekki fengið menn sína til að gera það sama. Mikilleiki Sverris sem
leiðtoga felst í því að honum tókst einmitt þetta — og veikleiki Skúla í því að
honum tókst það ekki. Þegar Skúli uppgötvar í Niðarósi að hann hefur ekki lengur
stuðning manna sinna, fallast honum hendur og hann gefst upp. Ut frá þeirri
mynd sem sögurnar gefa annars af stjórnmálaleiðtogum, verður það að skoðast
sem veikleiki hjá Skúla, að hann áttar sig ekki á því að menn hans muni svíkja
hann og að hann er ekki bógur til að hughreysta þá og að minnsta kosti fá lítinn
kjarna til að fylgja sér áfram. Skúli gerir að auki sömu mistök og Ólafur: hann
hrindir fólki frá sér þegar hann þarf á stuðningi þess að halda. Rétt fyrir
uppreisnina lendir hann í deilum við gamlan vin og stuðningsmann, Ásólf á
Austrátt, í eignamálum. Ásólfur gengur Hákoni á hönd og leiðir að lokum þann