Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 212
(Ó)Traustar heimildir:
Um söfnun og útgáfu þjóðkvæða
ADALHEIDUR GUDMUNDSDÓTTIR
Með þessari grein er ætlunin að varpa nokkru ljósi á Fornfræðafélagið svokallaða
og það söfnunarátak sem félagsmenn stóðu fyrir um miðja 19. öld. Sérstaklega
verður fjallað um þjóðkvæðauppskriftir sem félaginu bárust og afdrif þeirra. Þá
verður litið á útgáfu þessara kvæða, einkum í Islenzkumþulum ogþjóðkvæðum, þar
sem Ólafur Davíðsson prentaði eða studdist við stóran hluta uppskriftanna. Ein
þula verður athuguð sérstaklega í þeim tilgangi að sýna heimildanotkun og
meðferð hans á uppskriftunum. Með þessum hætti velti ég fyrir mér raunverulegri
stöðu kvæðanna í útgáfu.1
Um Fornfræðafélagið
A fyrri hluta 19. aldar má segja að Evrópubúar hafi almennt vaknað til vitundar
um gildi þjóðfræða og nauðsyn þess að skrá munnmæli og varðveita. Þessi vakning
náði einnig til Islendinga, sem gerðu sér æ betur grein fyrir þeim dýrmætum sem
fólust í munnmælaarfinum, þeim skáldskap sem aldrei hafði runnið í gegnum
blek, heldur lifað á vörum fólksins. Söfnun fór þó hægt af stað hérlendis, en ekki
er hægt að segja að þeir menn sem á annað borð létu til sín taka hafi setið auðum
höndum. Ötulir þjósagnasafnarar komu úr hópi bænda, lærdómsmanna - og ekki
síst — félagasamtaka.
Á 19. öld var starfræktur í Kaupmannahöfn félagsskapur sem bar nafnið Det
Kongelige Nordiske Oldskrift-selskab, en gekk undir nafninu Fornfræðafélagið (Hið
konunglega norræna fornfræðafélag) á íslensku. I þessum félagsskap voru fyrir-
menn víðs vegar að úr heiminum, sem höfðu það markmið að styrkja fornleifa-
rannsóknir, stuðla að varðveislu og söfnun hinna ýmsu fornfræða og kosta útgáfur
fornrita. í málgagni félagsins, Antiquarisk tidsskrift, birtu félagsmenn fróðleik um
einstök rannsóknarefni, starfsemi félagsins og aðföng, auk þess sem þar voru
prentaðar ársskýrslur, allt aftur til ársins 1837.
I ársskýrslum er birtur listi yfir meðlimi félagsins og fjárframlag hvers um sig.
Fyrst er prentað félagatal þeirra manna sem greiða 100 ríkisbankadali eða meira
ár hvert og mynda þar með fastan sjóð. Friðrik VI, Danakonungur, fer fremstur
í flokki þessara manna, en á hæla hans koma hinir ýmsu þjóðhöfðingjar; konungar
og prinsar, keisarar, furstar og hertogar sem leggja fram allt að 300 rbd. Þá eru
taldir upp aðrir fyrirmenn, einkum stjórnsýslumenn víðs vegar að, sem greiða til
1 Eg vil þakka fyrir styrkveitingu frá „Den Arnamagnæanske Kommission" í Kaupmannahöfn,
sem gerði mér kleift að vinna efni þessarar greinar og skrá innihald handrirsins DFS 67.