Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 21
19
Loðvík helgi sem einstaklingur ogfyrirmynd
konung sem vildi vera lifandi holdgerving þessara hugmynda um hinn fullkomna
konung. Þetta er helsta sérkenni Loðvíks og þar af leiðandi eitt af helstu sérkenn-
um ævisögu hans. Þetta er sjaldgæft hjá mikilmennum sögunnar, meira að segja
dýrlingum. Frá fyrstu öldum miðalda og fram að 12. öld, höfum við enga leið til
að ná tangarhaldi á persónuleika þátttakenda sögunnar, annaðhvort vegna þess að
einfaldlega er þagað yfir einstaklingseinkennum þeirra, eða vegna þess að þeir
hverfa sem einstaklingar á bak við þær fyrirmyndir sem þeir eru fulltrúar fýrir.
Saga heilags Loðvíks eftir Joinville, sem var heimilismaður hans og vinur, eykur
enn við áhrif þessara einkenna konungs, sem nú hefur verið sagt frá, því hann
bætir við frásögnum af atvikum úr ævi hans sem ekki er hægt að heimfæra upp á
neinn annan. Og heimildir okkar um hann, hvort sem um helgisögur er að ræða
eða „raunsærri“ verk, hvort sem þau bera vott um meiri eða minni aðdáun, þær
segja okkur nóg til að við getum ráðið af því að hve miklu leyti honum tókst eða
tókst ekki að verða að þeirri fyrirmynd sem hann ætlaði sér, hvort heldur það var
vegna þess að hann gekk of langt í viðleitni sinni til að tryggja siðferði eða vegna
þess að hann missti stjórn á skapsmunum sfnum.
Kynni svo margra samtímamanna af honum, annaðhvort vegna þess að þeir
höfðu umgengist hann eða af afspurn, og einnig afþeim „göllum“ hans, sem hann
sætti gagnrýni fyrir meðan hann var uppi, gerir okkur kleift að bæta þriðju
víddinni við það hvernig við skynjum heilagan Loðvík. Hann var umdeild persóna
meðan hann lifði og því fáum við af honum fjölþættari og „sannari“ mynd.
Heilagur Loðvík var eitt sinn til og hægt er að kynnast honum í gegnum heimildir.
Það sem gefur mynd hans þennan raunveruleikablæ er að á ævidögum hans kom
fram almennur áhugi á einstaklingnum. Tvö öfl virðast takast á hér: mynd af
yfirburðarkonungi sem breiddist skjótt út flýtti fyrir því að menn sýndu einstak-
lingseinkennum hans áhuga, hins vegar tafði konungsríkið, sem smám saman var
að taka á sig form, þ.e. stjórnarfyrirkomulag sem lagði meiri áherslu á kórónuna
en manninn sem bar hana fyrir því að hægt væri að draga upp mynd af
konunginum sem einstaklingi. Svo notast sé við hugtök Kantorowicz, þá varð
spennan milli hins pólitíska og hins náttúrulega líkama konungs til þess að
einstaklingseinkennin gátu gægst fram, án þess þó að fá að njóta sín fyllilega.32
Torfi H. Tulinius þýddi
32 Ernst Kantorowicz, The King’s Two Bodies. A Study in Medieval Political Theology, Princeton,
1957.