Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 27
Mannlýsingar í konungasögum
25
minni hyggju er þessi skilningur rangur; það sem Snorri gerir í raun og veru, er
að lýsa þremur manngerðum eða tegundum: víkingnum, ríkisstjóranum og
dýrlingnum, án þess að nein eiginleg tengsl séu á milli þeirra. Um þetta hef ég
fjallað annars staðar (Bagge 1991, 181—186) og ræði það ekki nánar hér. Hins
vegar ætla ég að fjalla um önnur umskipti í Ólafs sögu, sem gegna í raun miklu
stærra hlutverki hjá Snorra: þróunina frá velgengni til glötunar. Þessi umskipti
eru dregin sérstaklega fram í sögunni, bæði í ummælum Snorra sjálfs og í þeim
orðum sem hann leggur Ólafi í munn. Umfram allt er sagan byggð upp í kringum
þessi umskipti. Auðsýnilega án þess að hafa neitt sérstakt fyrir sér um hvenær hin
ýmsu atvik á stjórnarárum Ólafs áttu sér stað, hefur Snorri skipulega raðað öllum
sigrum hans niður á fyrstu tíu ríkisár hans og öllum ósigrum hans á fimm hin
síðustu, með umskiptunum frá sigri til ósigurs í kringum vendipunktinn 1024—25
(Bagge 1991,34-43).
Verulegum hluta Ólafs sögu er varið íað skýraþessi umskipti. Einn þátturhefur
í sjálfu sér ekkert með manngerð Ólafs að gera. Knútur ríki, sem á kröfu til
ríkiserfða í Noregi, er um síðir búinn að koma sér fyrir á Englandi og er þar með
tilbúinn til að gera alvöru úr þessari kröfu. Hann kemur til Noregs árið 1028 og
fær stuðning höfðingjanna og þar með fólksins. Knútur er auðugur og voldugur
og getur aflað sér áhangenda með mikilli gjafmildi. En frumkvæði Knúts er samt
ekki nægileg skýring fyrir Snorra. Bæði hefur Snorri mestan áhuga á norskum
aðstæðum, og eins telur hann að Danir geti ekki unnið Noreg nema Norðmenn
sjálfir séu þátttakendur í því. Meginskýringin á ósigri Ólafs er því sú að höfðin-
gjarnir hætta að styðja hann og fylkja sér um Knút í staðinn. En þetta krefst líka
skýringar og það góðrar skýringar. Bæði fyrir Snorra og lesendur hans hlýtur þetta
að hafa verið alvarlegt vandamál. Hvernig konungur er það sem tekst ekki að halda
trúnaði manna sinna? I stórum dráttum hefur Snorri bara fyrirlitningu á slíkum
konungum. Þetta er líklega höfuðástæða þess að hann á ekki til eitt einasta lofsyrði
um Magnús blinda — að öðru leyti en því að hann var fríður sýnum. Magnús
tapaði í orrustunni gegn keppinauti sínum Haraldi gilla, þrátt fyrir að Haraldur
væri útlendingur og hefði upphaflega fáa tengiliði meðal norskra höfðingja, en
Magnús var sonur almennt viðurkennds og virts konungs sem hafði stjórnað
landinu í 27 ár, þar af sjö sem einvaldskonungur.
Opinberlega er skýring Snorra á ósigri Ólafs að hann sé fulltrúi fyrir hina
ströngu, óhlutdrægu réttvísi í samræmi við hina kristnu rex notMí-hugsjón og að
höfðingjarnir hafi ekki þolað þessa réttvísi og ráku hann af löndum3. Þessa
skýringu hefur Snorri tekið upp eftir eldri höfundum. Að vissu marki kemur hún
líka heim og saman við frásögnina. Snorri gefur fjöldamörg dæmi þess að Ólafur
gangi hart fram gegn einstökum höfðingjum — þeim hinum sömu sem snerust
síðar gegn honum. En aðeins með fyrirvara er hægt að segja að hann sé hér fulltrúi
hins ópersónulega réttlætis. I öllum þessum málum er um að ræða brot gegn
honum sjálfum, ekki lög og reglu og almenn grundvallaratriði réttlætisins. Það er
3 Um þetta og hér á eftir sjá Bagge 1991,66-70 og 1994, 207 o.áfr.