Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 32
30
Sverre Bagge
sömu sjálfsstjórn og Halldór, en án þess að vera þögull og lokaður, og að
undanskildum heiðarleikanum líkist hann Ulfi allnokkuð.
Niðurstaðan af samanburði Snorra á Ólafi og Haraldi verður sú að Snorri hugsi
varla í skýrt afmörkuðum manngerðum. Menn sem upphaflega tilheyra sömu
manngerð geta hlotið mismunandi örlög, bæði vegna ytri aðstæðna og þess að
þeir bregðast ekki eins við ólíkum aðstæðum. Þó að þeir tilheyri sönui megin-
manngerð, breyta Ólafur og Haraldur í raun á svo mismunandi hátt að sá fyrri
bíður veraldlegan ósigur, en verður dýrlingur og eilífur konungur Noregs, en hinn
tryggir sér full yfirráð yfir landinu, en metnaðurinn rekur hann til misheppnaðrar
tilraunar til að vinna annað land.
Sverrir konungur í Sverris sögu
Eins og áður er getið er Sverri lýst í sögu sinni sem hinum dæmigerða stjórnmála-
manni, og líkist um margt bæði Haraldi harðráða og höfuðandstæðingi sínum,
Erlingi skakka (Ss, kafli 181). I Heimskringlu er hinum síðarnefnda lýst sem
grimmum og harðráðum manni, en sem landráðamanni góðum og stjórnsömum,
ríkum, spökum að viti og hinum mesta hermanni ef ófriður var (ME, kafli 37).
Frásögnin staðfestir mannlýsinguna að flestu leyti.5 En í samanburði við ýmsar
aðrar manngerðir stjórnmálamanna, eins og þá tvo sem hér voru nefndir, hefur
Sverrir skýr sérkenni. Líklegt er að af honum sé gefin fegraðri mynd en af Haraldi
og Erlingi. Auk þess að vera vitur og hafa góða herstjórnarhæfileika, er Sverrir líka
góður kristinn maður og mjög siðferðileg persóna, þar sem Haraldur og Erlingur
eru kaldhæðnir og tillitslausir. En Sverrir hefur líka sjarma og húmor sem setur
hann í flokk hetjumanngerða, þó að hann sé engin venjuleg hetja, hvorki að útliti
né eðli, og það er eitt helsta sérkenni í lýsingu hans í sögunni. Þó að hann tilheyri
sömu höfuðmanngerð og Haraldur og Erlingur, verða heildaráhrifm af Sverri því
mjög ólík heildaráhrifunum af þessum tveimur.
Frásagnarlega og sálfræðilega vinnur Sverris saga stærstu sigra sína í lýsingu
Sverris við raunverulegar aðstæður. Vitsmunum hans og herkænsku er víða lýst
sem skýringum á athyglisverðum sigrum hans. Leiðtogahæfdeikar hans koma í
ljós þegar hann hvetur menn sína til dáða og fær þá til að leggja sig fram í hættum
og erfiðleikum. Barátturæður hans eru skínandi og sameina kímni, lýðskrum,
skírskotun til eiginhagsmuna mannanna og skýra greiningu á stöðunni. Hann
tekur alltaf eftir viðbrögðum mannanna og biður þá alltaf um ráð. Fyrir orrustuna
við Norðurnes í Björgvin 1181, íyrstu sjóorrustu Sverris, gegn andstæðingi sem
er margfalt mannfleiri, heldur Sverrir fyrst ræðu þar sem hann lýsir valkostunum
nokkurn veginn berort, að berjast eða yfirgefa bæinn - í von um að þeir muni
gera sem hann vill og ákveða að berjast. En viðbrögðin eru hálfvolg. Sverrir slær
til með nýrri, sterkri tilfmningalegri skírskotun og rífur mennina með sér. Þeir
berjast og sigra (Ss, kafli 51; Bagge 1996a, 30). 1 orrustunum hvetur hann
5 Um það sem fer hér á eftir sjá Bagge, 1996a, 20 o.áfr.