Skáldskaparmál - 01.01.1997, Blaðsíða 94
92
Bergljót S. Kristjánsdóttir
skáldskaparins og galdursins sem má beita konungum til þægðar og óþægðar. Eða
með öðrum orðum: Milli höfuðs Egils og höfuðs konungsins, má bæði sjá
hrosshöfuðið og kvæðið Höfuðlausn.
Með þessari túlkun á sögunni mælir sú ofuráhersla sem lögð er á að sýna í
síðustu köflunum hvílíkt yfirburðahöfuð Egill bar. Og þá mun eiga að skilja
táknrænum skilningi að sá haus sem í upphafi var „undir altarisstaðnum“ í
kirkjunni á Hrísbrú, er síðar grafinn upp ogsettur niður „í utanverðumkirkjugarði
að Mosfelli“ (240, breytt letur BSK) - er færður úr heiðursessi 11. aldar í annan
síðri á 12. öld. En það er ekki legstaður Egils einn sem verður tilkomuminni er
fram líða stundir. Þeir eiginleikar, sem eitt sinn bjuggu allir í skáldinu á Borg,
dreifast nokkuð er fram í sækir ef marka má sögumann.
Lengi hélst það í ætt þeirri að menn voru sterkir og vígamenn miklir en sumir spakir
að viti. Það var sundurleitt. . . (241, breytt letur BSK)
segir hann. Því næst telur hann ýmsa fríðleiksmenn ættarinnar en bætir þá við:
En fleiri voru Mýramenn manna ljótastir. (241)
Kannski er gert ráð fyrir að lesendur 13. aldar viti að enn finnist Mýramenn
sem eru hvorttveggja í senn, ljótir og spakvitrir. Þegar sögunni lýkur með frásögn
af þeim afkomanda Egils sem hefur átt sjö orustur í víkingu og staðið yfir
höfuðsvörðum Noregskonungs, virðist að minnsta kosti líklegt að henni sé ætlað
að vera einhvers konar exemplum eða dæmi, nánar tiltekið fyrirmynd úr fortíðinni
sem 13. aldar menn eiga að læra af. Sé svo beinist dæmið að því að sýna hetjuna
orðsnjöllu sem hélt hlut sínum andspænis erlendum höfðingjum og sat að völdum
heima í héraði á hverju sem gekk. Þessi hetja er ekki heilagur maður heldur þvert
á móti þversagnakenndur einstaklingur, sem getur vakið jafnt óbeit sem aðdáun,
af þvf að hann er maður, dýr. En hann ber höfuð yfir aðra menn, eins og hann á
kyn til og - ræður máli.
Og úr því að minnst er á dæmi skal nefnt að Policraticus var eitt frægasta
dæmasafn miðalda (Scanlon 1994:88) og að í formála verksins fer John frá
Salisbury ekki dult með að hann bregði frægum höfundum fyrir sig til að verjast
þeim samtímamönnum er hann telur sér mótdræga (PL 199:387). Af formálan-
um dregur Scanlon (1994:91) svofellda ályktun:
The dependence of past exemplary acts, past facta, on the power of letters means not
only that the present controls the past, but that one voice in the present can use that
control against another. Citing authority becomes a tactical as well as constitutive act:
one lays claim to the past in order to achieve an advantage in the present.
Hafi ‘höfundur’ Eglu þekkt til Policraticusar eins og hér hefur verið reynt að
leiða rök að, liggur beint við að spyrja: Má ekki meðal annars rekja upphaf